Floyd Mayweather segir að Conor McGregor sé í vandræðum með að ná vigt fyrir bardaga þeirra í Las Vegas á laugardaginn.
„Conor er rosalega þungur núna. Hann þarf að missa 4,5 kg í viðbót,“ sagði Mayweather kokhraustur.
„Hann verður að létta sig. Alvöru meistarar eru agaðir og ábyrgir en við sjáum hvað gerist. Þótt hann nái ekki vigt munum við samt berjast en hann fær háa sekt.“
Burtséð frá því hvort það sé sannleikskorn í orðum Mayweathers er Conor vanur að missa mörg kg á stuttum tíma í aðdraganda bardaga. Vigtunin fyrir bardaga þeirra Mayweathers og Conors fer fram á föstudaginn.
Bardagi Conors og Mayweather fer fram á laugardag en bardaginn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.
Mayweather: Conor er í vandræðum með að ná vigt

Tengdar fréttir

Demi Lovato syngur þjóðsöng Bandaríkjanna fyrir bardaga ársins
Söngkonan Demi Lovato mun taka þjóðsöng Bandaríkjamanna fyrir bardaga ársins milli Floyd Mayweather og Conor McGregor í Las Vegas á laugardagskvöldið.

Stjörnurnar fjölmenna á bardaga Conors og Mayweather
Stærsti bardagi aldarinnar er á laugardag og þeir sem vilja vera menn með mönnum verða að mæta. Það verður líka enginn skortur á stórstjörnum.

Mayweather sagður brjálaður út í Justin Bieber
Tónlistarstjarnan hefur hingað til verið mikill stuðningsmaður Mayweather.

Mayweather fær sér Burger King en Conor fór í laser tag
Fyrsti upphitunarþátturinn fyrir bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather er kominn í loftið. Hann er hressandi.

Conor gerði allt vitlaust í Las Vegas
Stuðningsmenn tóku Íranum opnum örmum í Las Vegas í nótt.

Það eru allir að veðja á sigur hjá Conor
Veðbankar í Bandaríkjunum muna ekki annan eins viðsnúning í veðmálum eins og á bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather.