Síðasti Viperinn af færibandinu Finnur Thorlacius skrifar 21. ágúst 2017 15:00 Dodge Viper. Síðasta eintakið af Dodge Viper orkutröllinu sem framleitt verður rann af færiböndunum í Conner Avenue Assembly Plant í vikunni. Það gerðist án nokkurs hávaða eða hátíuðarhalda af nokkru tagi og endar með því 25 ára framleiðslusaga þessa magnaða sportbíls. Hann var víst hættur að seljast að nokkru ráði og því fátt eitt að gera fyrir Dodge annað en að hætta framleiðslunni. Það eru ekki margir bílar sem framleiddir eru með 10 strokka vél, en Viper var einn þeirra og nú hefur þeim fækkað um eina bílgerð. Í fyrstu var þessi 10 strokka vél 400 hestöfl en síðasta kynslóð bílsins var heil 645 hestöfl. Viper á mörg hraðametin á Bandarískum brautum, en náði að auki tímanum 7:03,45 á Nürburgring brautinni þýsku, sem þykir ansi gott og er hraðasti tími sem bandarískur bíll hefur náð á brautinni. Fyrir tveimur árum var sú ákvörðun tekin að framleiðslu Viper yrði hætt í ár og við það hefur nú verið staðið. Dodge mun ekki selja þetta síðasta framleiðslueintak af Viper bílnum, heldur eiga það sjálft sem sýningargrip. Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent
Síðasta eintakið af Dodge Viper orkutröllinu sem framleitt verður rann af færiböndunum í Conner Avenue Assembly Plant í vikunni. Það gerðist án nokkurs hávaða eða hátíuðarhalda af nokkru tagi og endar með því 25 ára framleiðslusaga þessa magnaða sportbíls. Hann var víst hættur að seljast að nokkru ráði og því fátt eitt að gera fyrir Dodge annað en að hætta framleiðslunni. Það eru ekki margir bílar sem framleiddir eru með 10 strokka vél, en Viper var einn þeirra og nú hefur þeim fækkað um eina bílgerð. Í fyrstu var þessi 10 strokka vél 400 hestöfl en síðasta kynslóð bílsins var heil 645 hestöfl. Viper á mörg hraðametin á Bandarískum brautum, en náði að auki tímanum 7:03,45 á Nürburgring brautinni þýsku, sem þykir ansi gott og er hraðasti tími sem bandarískur bíll hefur náð á brautinni. Fyrir tveimur árum var sú ákvörðun tekin að framleiðslu Viper yrði hætt í ár og við það hefur nú verið staðið. Dodge mun ekki selja þetta síðasta framleiðslueintak af Viper bílnum, heldur eiga það sjálft sem sýningargrip.
Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent