Síðasti Viperinn af færibandinu Finnur Thorlacius skrifar 21. ágúst 2017 15:00 Dodge Viper. Síðasta eintakið af Dodge Viper orkutröllinu sem framleitt verður rann af færiböndunum í Conner Avenue Assembly Plant í vikunni. Það gerðist án nokkurs hávaða eða hátíuðarhalda af nokkru tagi og endar með því 25 ára framleiðslusaga þessa magnaða sportbíls. Hann var víst hættur að seljast að nokkru ráði og því fátt eitt að gera fyrir Dodge annað en að hætta framleiðslunni. Það eru ekki margir bílar sem framleiddir eru með 10 strokka vél, en Viper var einn þeirra og nú hefur þeim fækkað um eina bílgerð. Í fyrstu var þessi 10 strokka vél 400 hestöfl en síðasta kynslóð bílsins var heil 645 hestöfl. Viper á mörg hraðametin á Bandarískum brautum, en náði að auki tímanum 7:03,45 á Nürburgring brautinni þýsku, sem þykir ansi gott og er hraðasti tími sem bandarískur bíll hefur náð á brautinni. Fyrir tveimur árum var sú ákvörðun tekin að framleiðslu Viper yrði hætt í ár og við það hefur nú verið staðið. Dodge mun ekki selja þetta síðasta framleiðslueintak af Viper bílnum, heldur eiga það sjálft sem sýningargrip. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent
Síðasta eintakið af Dodge Viper orkutröllinu sem framleitt verður rann af færiböndunum í Conner Avenue Assembly Plant í vikunni. Það gerðist án nokkurs hávaða eða hátíuðarhalda af nokkru tagi og endar með því 25 ára framleiðslusaga þessa magnaða sportbíls. Hann var víst hættur að seljast að nokkru ráði og því fátt eitt að gera fyrir Dodge annað en að hætta framleiðslunni. Það eru ekki margir bílar sem framleiddir eru með 10 strokka vél, en Viper var einn þeirra og nú hefur þeim fækkað um eina bílgerð. Í fyrstu var þessi 10 strokka vél 400 hestöfl en síðasta kynslóð bílsins var heil 645 hestöfl. Viper á mörg hraðametin á Bandarískum brautum, en náði að auki tímanum 7:03,45 á Nürburgring brautinni þýsku, sem þykir ansi gott og er hraðasti tími sem bandarískur bíll hefur náð á brautinni. Fyrir tveimur árum var sú ákvörðun tekin að framleiðslu Viper yrði hætt í ár og við það hefur nú verið staðið. Dodge mun ekki selja þetta síðasta framleiðslueintak af Viper bílnum, heldur eiga það sjálft sem sýningargrip.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent