Klappir sækist eftir skráningu á First North Sæunn Gísladóttir skrifar 21. ágúst 2017 10:54 Kauphöll Íslands. Vísir/GVA Stjórn Klappa Grænna Lausna hefur ákveðið að óska eftir skráningu hlutabréfa í félaginu á Nasdaq First North markaði í Nasdaq kauphöllinni á Íslandi nú í haust. Fram kemur í tilkynningu að skráningin sé háð skilyrðum og samþykki Kauphallarinnar um skráningu bréfa á Nasdaq First North en ekki verði efnt til útboðs á hlutabréfum eða skuldabréfum í aðdraganda skráningarinnar. Arion banki hefur umsjón með skráningu Klappa á Nasdaq First North markaðinn í Kauphöllinni. Síðasta skráning á First North markað var skráning Icelandic Seafood í maí á síðasta ári. Hugbúnaðarlausnir Klappa eru eitt af allra fyrstu upplýsingakerfum sinnar tegundar í heiminum á sviði umhverfismála og er þeim ætlað að styðja fyrirtæki, sveitarfélög og ríki við að byggja upp öfluga innviði til að takast á við þær áskoranir sem framundan eru á því sviði. Traust og skilvirk aðferðafræði hugbúnaðarins mætir þörfum notenda búnaðarins við að safna saman, samkeyra, greina og miðla áreiðanlegum umhverfisupplýsingum. Hugbúnaðurinn mætir alþjóðlegri umhverfislöggjöf varðandi flesta þætti umhverfismála og einnig mikilvægum þáttum íslenskra og evrópskra umhverfislaga hvað varðar söfnun og miðlun á upplýsingum um orkunotkun og upplýsingum um meðferð á úrgangi, segir í tilkynningu. „Klappir byggja á hugviti starfsfólks sem hefur sérþekkingu og langa reynslu af umhverfismálum skipulagsheilda, flotastýringu bifreiða og skipa, hugbúnaðarþróun og alþjóðlegri starfsemi,“ segir Dr. Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri félagsins. „Við lítum svo á að með skráningu fyrirtækisins á Nasdaq First North markaðinn í Kauphöllinni sé stigið mikilvægt skref í framtíðarundirbúningi félagsins. Við teljum að með skráningunni skapist meiri sýnileiki og umgjörð sem komi fyrirtækinu til góða þegar fram í sækir svo sem almenn og samræmd upplýsingagjöf til hluthafa, aukinn möguleiki fyrir nýja fjárfesta til koma inn í hluthafahópinn og fara út úr fjárfestingunni þegar þeim hentar. Þá auðveldar skráningin fjármögnun á stórum verkefnum ef aðstæður kalla á ýmist með útboði á nýju hlutafé eða útgáfu skuldabréfa." „Með skráningunni viljum við jafnframt gefa þeim fjárfestum og einstaklingum, sem hafa trú á að með grænum innviðum og öflugri upplýsingatækni sé hægt að minnka verulega losun gróðurhúsalofttegunda, tækifæri til að vera þátttakendur í þróun grænna hugbúnaðarlausna og innleiðingu þeirra í gegnum Klappir.“ Hugbúnaðurinn er skýjalausn sem felur það í sér að í kjölfar breytinga á umhverfislögum og reglugerðum þjóðríkja og yfirþjóðlegra stofnana er hugbúnaður hjá öllum viðskiptavinum uppfærður jafnóðum til samræmis við þær breytingar. Þannig geta viðskiptavinir Klappa treyst því að með notkun á hugbúnaði Klappa mæti þeir með skilvirkum hætti öllum þeim flóknu lagalegu kröfum, tengdum upplýsingagjöf og lögfylgni, sem innleiddar verða á komandi árum. Reynslan sýnir að auki að bein tenging er á milli betra vistspors og lægri rekstrarkostnaðar og því eru hugbúnaðarlausnirnar öflugt verkfæri til að lækka rekstrarkostnað, bæta orkunýtni og minnka úrgang en þetta eru lykilþættir þegar lækka þarf rekstrarkostnað og minnka kolefnisspor. Klappir Kauphöllin Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Stjórn Klappa Grænna Lausna hefur ákveðið að óska eftir skráningu hlutabréfa í félaginu á Nasdaq First North markaði í Nasdaq kauphöllinni á Íslandi nú í haust. Fram kemur í tilkynningu að skráningin sé háð skilyrðum og samþykki Kauphallarinnar um skráningu bréfa á Nasdaq First North en ekki verði efnt til útboðs á hlutabréfum eða skuldabréfum í aðdraganda skráningarinnar. Arion banki hefur umsjón með skráningu Klappa á Nasdaq First North markaðinn í Kauphöllinni. Síðasta skráning á First North markað var skráning Icelandic Seafood í maí á síðasta ári. Hugbúnaðarlausnir Klappa eru eitt af allra fyrstu upplýsingakerfum sinnar tegundar í heiminum á sviði umhverfismála og er þeim ætlað að styðja fyrirtæki, sveitarfélög og ríki við að byggja upp öfluga innviði til að takast á við þær áskoranir sem framundan eru á því sviði. Traust og skilvirk aðferðafræði hugbúnaðarins mætir þörfum notenda búnaðarins við að safna saman, samkeyra, greina og miðla áreiðanlegum umhverfisupplýsingum. Hugbúnaðurinn mætir alþjóðlegri umhverfislöggjöf varðandi flesta þætti umhverfismála og einnig mikilvægum þáttum íslenskra og evrópskra umhverfislaga hvað varðar söfnun og miðlun á upplýsingum um orkunotkun og upplýsingum um meðferð á úrgangi, segir í tilkynningu. „Klappir byggja á hugviti starfsfólks sem hefur sérþekkingu og langa reynslu af umhverfismálum skipulagsheilda, flotastýringu bifreiða og skipa, hugbúnaðarþróun og alþjóðlegri starfsemi,“ segir Dr. Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri félagsins. „Við lítum svo á að með skráningu fyrirtækisins á Nasdaq First North markaðinn í Kauphöllinni sé stigið mikilvægt skref í framtíðarundirbúningi félagsins. Við teljum að með skráningunni skapist meiri sýnileiki og umgjörð sem komi fyrirtækinu til góða þegar fram í sækir svo sem almenn og samræmd upplýsingagjöf til hluthafa, aukinn möguleiki fyrir nýja fjárfesta til koma inn í hluthafahópinn og fara út úr fjárfestingunni þegar þeim hentar. Þá auðveldar skráningin fjármögnun á stórum verkefnum ef aðstæður kalla á ýmist með útboði á nýju hlutafé eða útgáfu skuldabréfa." „Með skráningunni viljum við jafnframt gefa þeim fjárfestum og einstaklingum, sem hafa trú á að með grænum innviðum og öflugri upplýsingatækni sé hægt að minnka verulega losun gróðurhúsalofttegunda, tækifæri til að vera þátttakendur í þróun grænna hugbúnaðarlausna og innleiðingu þeirra í gegnum Klappir.“ Hugbúnaðurinn er skýjalausn sem felur það í sér að í kjölfar breytinga á umhverfislögum og reglugerðum þjóðríkja og yfirþjóðlegra stofnana er hugbúnaður hjá öllum viðskiptavinum uppfærður jafnóðum til samræmis við þær breytingar. Þannig geta viðskiptavinir Klappa treyst því að með notkun á hugbúnaði Klappa mæti þeir með skilvirkum hætti öllum þeim flóknu lagalegu kröfum, tengdum upplýsingagjöf og lögfylgni, sem innleiddar verða á komandi árum. Reynslan sýnir að auki að bein tenging er á milli betra vistspors og lægri rekstrarkostnaðar og því eru hugbúnaðarlausnirnar öflugt verkfæri til að lækka rekstrarkostnað, bæta orkunýtni og minnka úrgang en þetta eru lykilþættir þegar lækka þarf rekstrarkostnað og minnka kolefnisspor.
Klappir Kauphöllin Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira