Orðlaus Magnús Guðmundsson skrifar 21. ágúst 2017 09:30 Ráðherra skipar starfshóp.“ Þau eru fá orðin á okkar ástkæru og ylhýru tungu sem búa yfir þeim mætti að fylla mann viðlíka vonleysi og einmitt þessi þrjú saman í setningu. Í kjölfar þess að Morgunblaðið greindi frá því í síðustu viku að algjört hrun hefði orðið í bóksölu á síðustu árum þá fylgdu í undirfyrirsögn þessi viðbrögð mennta- og menningarmálaráðherra. Að sögn Egils Arnar Jóhannssonar, formanns Félags íslenskra bókaútgefenda, er starfshópnum ætlað að skoða íslenska bókaútgáfu og tryggja að áfram komi út úrval fjölbreyttra bóka á Íslandi. Ekki veitir af í ljósi þessara frétta sem greina frá því að bóksala hafi dregist saman um meira en 30% frá á árinu 2008 og allt stefni í áframhaldandi samdrátt. Bókaútgáfa er merkileg og mikilvæg starfsgrein en það er ekki aðeins afkoma merkrar starfsgreinar sem hér er í húfi heldur annað og meira. Íslenskan sjálf er undir. Tungumálið sem skilgreinir okkur Íslendinga, fylgir okkur jafnt í sorg sem og gleði og skapar okkur einstaka sérstöðu á meðal þjóða heimsins. Án hennar er hætt við að við verðum lítið annað en jaðarhópur innan ört vaxandi heimsveldis engilsaxneskunnar. Minning um þjóð og vitnisburður um liðna tíð og kannski ein eða tvær málsgreinar í engilsaxneskum sögubókum. Án bóka og íslensks ritmáls mun íslenskan verða undir öldu engilsaxneskunnar, drukkna í hennar ört vaxandi úthafi, og því miður bendir ýmislegt til að hún sé nú þegar að troða marvaðann. Þar af leiðandi þá fylla þessi orð: Ráðherra skipar starfshóp mann meira en dálitlu vonleysi. Hrun í sölu íslenskra bóka er eitthvert skýrasta aðvörunarmerki sem okkur getur borist. Þetta er neyðarkall íslenskunnar, hvort sem ráðamönnum líkar betur eða verr, jafnvel þótt Egill Örn beri sig vel og vonist til að starfshópnum fylgi aðgerðir. Vandinn er að íslenskan hefur ekki miklu meiri tíma fyrir fleiri starfshópa, áætlanagerðir og fögur fyrirheit á tyllidögum. Hún þarfnast pólitískra aðgerða sér til bjargar og það strax. Íslenskan þarf á bókum að halda ef hún á að lifa. Frumsömdum sem og þýddum skáldsögum, ljóðum, barnabókum og spennusögum og síðast en ekki síst kennslubókum en útgáfa þeirra gæti einmitt reynst bókaútgefendum dýrmæt viðbót í erfiðum rekstri. En umfram allt þarfnast íslenskan þess að stjórnvöld átti sig á vandanum og grípi til skjótra aðgerða. Þar ætti afnám virðisauka á bækur ótvírætt að vera fyrsta verk því það gæti reynst útgefendum, lesendum og þar með íslenskunni ómetanlegur stuðningur í verki. Að þjóð sem kallar sig bókaþjóð sé með virðisaukaskatt á bækur, á tungumáli sem stendur frammi fyrir því að deyja út ef ekki kemur til róttækra aðgerða, er svo galið að það nær ekki nokkurri átt. Vonandi verður það því á meðal fyrstu verka ríkisstjórnarinnar þegar hún kemur saman eftir langt frí að afnema þessa vitleysu. Að öðrum kosti er hætt við að ríkisstjórnarinnar verði minnst sem stjórnarinnar sem skipaði starfshóp á meðan íslenskan drukknaði og þjóðin sat orðlaus eftir.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. ágúst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Ráðherra skipar starfshóp.“ Þau eru fá orðin á okkar ástkæru og ylhýru tungu sem búa yfir þeim mætti að fylla mann viðlíka vonleysi og einmitt þessi þrjú saman í setningu. Í kjölfar þess að Morgunblaðið greindi frá því í síðustu viku að algjört hrun hefði orðið í bóksölu á síðustu árum þá fylgdu í undirfyrirsögn þessi viðbrögð mennta- og menningarmálaráðherra. Að sögn Egils Arnar Jóhannssonar, formanns Félags íslenskra bókaútgefenda, er starfshópnum ætlað að skoða íslenska bókaútgáfu og tryggja að áfram komi út úrval fjölbreyttra bóka á Íslandi. Ekki veitir af í ljósi þessara frétta sem greina frá því að bóksala hafi dregist saman um meira en 30% frá á árinu 2008 og allt stefni í áframhaldandi samdrátt. Bókaútgáfa er merkileg og mikilvæg starfsgrein en það er ekki aðeins afkoma merkrar starfsgreinar sem hér er í húfi heldur annað og meira. Íslenskan sjálf er undir. Tungumálið sem skilgreinir okkur Íslendinga, fylgir okkur jafnt í sorg sem og gleði og skapar okkur einstaka sérstöðu á meðal þjóða heimsins. Án hennar er hætt við að við verðum lítið annað en jaðarhópur innan ört vaxandi heimsveldis engilsaxneskunnar. Minning um þjóð og vitnisburður um liðna tíð og kannski ein eða tvær málsgreinar í engilsaxneskum sögubókum. Án bóka og íslensks ritmáls mun íslenskan verða undir öldu engilsaxneskunnar, drukkna í hennar ört vaxandi úthafi, og því miður bendir ýmislegt til að hún sé nú þegar að troða marvaðann. Þar af leiðandi þá fylla þessi orð: Ráðherra skipar starfshóp mann meira en dálitlu vonleysi. Hrun í sölu íslenskra bóka er eitthvert skýrasta aðvörunarmerki sem okkur getur borist. Þetta er neyðarkall íslenskunnar, hvort sem ráðamönnum líkar betur eða verr, jafnvel þótt Egill Örn beri sig vel og vonist til að starfshópnum fylgi aðgerðir. Vandinn er að íslenskan hefur ekki miklu meiri tíma fyrir fleiri starfshópa, áætlanagerðir og fögur fyrirheit á tyllidögum. Hún þarfnast pólitískra aðgerða sér til bjargar og það strax. Íslenskan þarf á bókum að halda ef hún á að lifa. Frumsömdum sem og þýddum skáldsögum, ljóðum, barnabókum og spennusögum og síðast en ekki síst kennslubókum en útgáfa þeirra gæti einmitt reynst bókaútgefendum dýrmæt viðbót í erfiðum rekstri. En umfram allt þarfnast íslenskan þess að stjórnvöld átti sig á vandanum og grípi til skjótra aðgerða. Þar ætti afnám virðisauka á bækur ótvírætt að vera fyrsta verk því það gæti reynst útgefendum, lesendum og þar með íslenskunni ómetanlegur stuðningur í verki. Að þjóð sem kallar sig bókaþjóð sé með virðisaukaskatt á bækur, á tungumáli sem stendur frammi fyrir því að deyja út ef ekki kemur til róttækra aðgerða, er svo galið að það nær ekki nokkurri átt. Vonandi verður það því á meðal fyrstu verka ríkisstjórnarinnar þegar hún kemur saman eftir langt frí að afnema þessa vitleysu. Að öðrum kosti er hætt við að ríkisstjórnarinnar verði minnst sem stjórnarinnar sem skipaði starfshóp á meðan íslenskan drukknaði og þjóðin sat orðlaus eftir.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. ágúst.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun