Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna Menningarnætur innan við tuttugu milljónir Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. ágúst 2017 18:45 Á annað hundrað þúsund manns voru í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt þegar mest var. Forstöðukona höfuðborgarstofu segir erfitt að festa hendur á hver heildarkostnaður Menningarnætur sé en beinn kostnaður borgarinnar við hátíðina sé innan við tuttugu milljónir. Dagskráin náði hámarki upp úr klukkan ellefu í gær með glæsilegri flugeldasýningu við Miðbakka sem hátíðargestir gátu séð víða að. Aðsókn í miðbæinn var jöfn og þétt frá hádegi og fram á kvöld og einkenndi mikil gleði og stemmning Menningarnótt og lék veðrið við fólk sem sótti meira en þrjú hundruð viðburði sem í boði voru. Mikill erill var hjá slökkviliði og lögreglu í gærkvöldi og í nótt, mest vegna ölvunar og ástandi fólks en fangageymslur voru fullar á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í morgun og vista þurfti nokkra í fangageymslum í Hafnarfirði. Mikill fjöldi ungmenna sótti hip hop tónleika á Ingólfstorgi og segir lögreglan að eitthvað hafi verið um unglingadrykkju sem tekið hafi verið á. Þá þurfti lögreglan nokkrum sinnum að rýma yfirgefna byggingu sem stendur við Ingólfstorg en þar höfðu unglingar komið sér fyrir. Eftir að dagskrá lauk í gær gekk hratt að koma fólki heim og gekk umferð áfallalaust fyrir sig. Forstöðukona höfuðborgarstofu er afar sátt við gærdaginn. „Ég eiginlega svíf um á rósrauðu skýi. Það má eiginlega bara segja það. Mér finnst ég varla snerta jörðina,“ segir Áshildur Bragadóttir, forstöðukona Höfuðborgarstofu sem ber ábyrgð á Menningarnótt. Einungis þriggja manna viðburðarteymi sér um undirbúning menningarnætur en gríðarlegur fjöldi sér um framkvæmdina. „Þetta er auðvitað viðburður sem er framkvæmdur af verslunareigendum, veitingahúsaeigendum í miðborginni, íbúum miðborgarinnar. Það eru í rauninni allir sem vettlingi geta valdið í miðborginni og á því svæði sem að taka þátt í þessu,“ segir Áshildur. Áshildur segir beinan kostnað Reykjavíkurborgar í tengslum við Menningarnótt vera óverulegan miðað við stærð og umfang. „Ég held að Reykjavíkurborg er að leggja innan við tuttugu milljónir í hátíðina með öllu. Flugeldasýningu með stuðningi Landsbankans sem að þeir setja inn í viðburðahald í samstarfi við okkur,“ segir Áshildur. Áshildur segir að erfitt sé að festa hendur á hver heildar kostnaður Menningarnætur er sé að til tekið. „Ég get alveg ímyndað mér ef við myndum reyna að festa fingur á að þetta væri kannski á sjötta eða sjöunda tug milljóna ef að allt væri tekið saman og auðvitað kostar þetta sitt en ég held að það sé hverrar krónu virði,“ segir Áshildur. Menningarnótt Tengdar fréttir Allt um akstur Strætó og götulokanir á Menningarnótt Frítt verður í alla strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt, laugardaginn 19. ágúst. 18. ágúst 2017 10:15 Menningarnótt: Bongóblíða og viðburður á hverju horni Menningarnætursvæðið hefur stækkað töluvert frá því sem var þegar hátíðin hóf göngu sína árið 1996. 19. ágúst 2017 18:33 Öryggisgæsla með hefðbundnu sniði á Menningarnótt Þá verður vörubílum stillt upp á nokkrum stöðum til að auka öryggi. 18. ágúst 2017 11:31 Einvala lið tónlistarmanna kemur fram í Garðpartýi Bylgjunnar Garðpartý Bylgjunnar fer fram í Hljómskálagarðinum á laugardaginn og verður veislan að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Vísi. 17. ágúst 2017 16:30 Þurftu ítrekað að henda unglingum úr yfirgefnu húsi í miðborginni Eitthvað var um unglingadrykkju í miðborg Reykjavíkur í gær og þurftu foreldrar í nokkrum tilfellum að sækja börn sín. 20. ágúst 2017 12:04 Á annað hundrað þúsund nutu veðurblíðunnar Talið er að á annað hundrað þúsund manns hafi komið saman í miðborg Reykjavíkur í gær til að sækja þá rúmlega 300 viðburði sem í boði voru á Menningarnótt. 20. ágúst 2017 07:59 Klæðum okkur eftir veðri á Menningarnótt Nokkrar hugmyndir að klæðnaði fyrir morgundaginn 18. ágúst 2017 13:46 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Á annað hundrað þúsund manns voru í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt þegar mest var. Forstöðukona höfuðborgarstofu segir erfitt að festa hendur á hver heildarkostnaður Menningarnætur sé en beinn kostnaður borgarinnar við hátíðina sé innan við tuttugu milljónir. Dagskráin náði hámarki upp úr klukkan ellefu í gær með glæsilegri flugeldasýningu við Miðbakka sem hátíðargestir gátu séð víða að. Aðsókn í miðbæinn var jöfn og þétt frá hádegi og fram á kvöld og einkenndi mikil gleði og stemmning Menningarnótt og lék veðrið við fólk sem sótti meira en þrjú hundruð viðburði sem í boði voru. Mikill erill var hjá slökkviliði og lögreglu í gærkvöldi og í nótt, mest vegna ölvunar og ástandi fólks en fangageymslur voru fullar á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í morgun og vista þurfti nokkra í fangageymslum í Hafnarfirði. Mikill fjöldi ungmenna sótti hip hop tónleika á Ingólfstorgi og segir lögreglan að eitthvað hafi verið um unglingadrykkju sem tekið hafi verið á. Þá þurfti lögreglan nokkrum sinnum að rýma yfirgefna byggingu sem stendur við Ingólfstorg en þar höfðu unglingar komið sér fyrir. Eftir að dagskrá lauk í gær gekk hratt að koma fólki heim og gekk umferð áfallalaust fyrir sig. Forstöðukona höfuðborgarstofu er afar sátt við gærdaginn. „Ég eiginlega svíf um á rósrauðu skýi. Það má eiginlega bara segja það. Mér finnst ég varla snerta jörðina,“ segir Áshildur Bragadóttir, forstöðukona Höfuðborgarstofu sem ber ábyrgð á Menningarnótt. Einungis þriggja manna viðburðarteymi sér um undirbúning menningarnætur en gríðarlegur fjöldi sér um framkvæmdina. „Þetta er auðvitað viðburður sem er framkvæmdur af verslunareigendum, veitingahúsaeigendum í miðborginni, íbúum miðborgarinnar. Það eru í rauninni allir sem vettlingi geta valdið í miðborginni og á því svæði sem að taka þátt í þessu,“ segir Áshildur. Áshildur segir beinan kostnað Reykjavíkurborgar í tengslum við Menningarnótt vera óverulegan miðað við stærð og umfang. „Ég held að Reykjavíkurborg er að leggja innan við tuttugu milljónir í hátíðina með öllu. Flugeldasýningu með stuðningi Landsbankans sem að þeir setja inn í viðburðahald í samstarfi við okkur,“ segir Áshildur. Áshildur segir að erfitt sé að festa hendur á hver heildar kostnaður Menningarnætur er sé að til tekið. „Ég get alveg ímyndað mér ef við myndum reyna að festa fingur á að þetta væri kannski á sjötta eða sjöunda tug milljóna ef að allt væri tekið saman og auðvitað kostar þetta sitt en ég held að það sé hverrar krónu virði,“ segir Áshildur.
Menningarnótt Tengdar fréttir Allt um akstur Strætó og götulokanir á Menningarnótt Frítt verður í alla strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt, laugardaginn 19. ágúst. 18. ágúst 2017 10:15 Menningarnótt: Bongóblíða og viðburður á hverju horni Menningarnætursvæðið hefur stækkað töluvert frá því sem var þegar hátíðin hóf göngu sína árið 1996. 19. ágúst 2017 18:33 Öryggisgæsla með hefðbundnu sniði á Menningarnótt Þá verður vörubílum stillt upp á nokkrum stöðum til að auka öryggi. 18. ágúst 2017 11:31 Einvala lið tónlistarmanna kemur fram í Garðpartýi Bylgjunnar Garðpartý Bylgjunnar fer fram í Hljómskálagarðinum á laugardaginn og verður veislan að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Vísi. 17. ágúst 2017 16:30 Þurftu ítrekað að henda unglingum úr yfirgefnu húsi í miðborginni Eitthvað var um unglingadrykkju í miðborg Reykjavíkur í gær og þurftu foreldrar í nokkrum tilfellum að sækja börn sín. 20. ágúst 2017 12:04 Á annað hundrað þúsund nutu veðurblíðunnar Talið er að á annað hundrað þúsund manns hafi komið saman í miðborg Reykjavíkur í gær til að sækja þá rúmlega 300 viðburði sem í boði voru á Menningarnótt. 20. ágúst 2017 07:59 Klæðum okkur eftir veðri á Menningarnótt Nokkrar hugmyndir að klæðnaði fyrir morgundaginn 18. ágúst 2017 13:46 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Allt um akstur Strætó og götulokanir á Menningarnótt Frítt verður í alla strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt, laugardaginn 19. ágúst. 18. ágúst 2017 10:15
Menningarnótt: Bongóblíða og viðburður á hverju horni Menningarnætursvæðið hefur stækkað töluvert frá því sem var þegar hátíðin hóf göngu sína árið 1996. 19. ágúst 2017 18:33
Öryggisgæsla með hefðbundnu sniði á Menningarnótt Þá verður vörubílum stillt upp á nokkrum stöðum til að auka öryggi. 18. ágúst 2017 11:31
Einvala lið tónlistarmanna kemur fram í Garðpartýi Bylgjunnar Garðpartý Bylgjunnar fer fram í Hljómskálagarðinum á laugardaginn og verður veislan að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Vísi. 17. ágúst 2017 16:30
Þurftu ítrekað að henda unglingum úr yfirgefnu húsi í miðborginni Eitthvað var um unglingadrykkju í miðborg Reykjavíkur í gær og þurftu foreldrar í nokkrum tilfellum að sækja börn sín. 20. ágúst 2017 12:04
Á annað hundrað þúsund nutu veðurblíðunnar Talið er að á annað hundrað þúsund manns hafi komið saman í miðborg Reykjavíkur í gær til að sækja þá rúmlega 300 viðburði sem í boði voru á Menningarnótt. 20. ágúst 2017 07:59
Klæðum okkur eftir veðri á Menningarnótt Nokkrar hugmyndir að klæðnaði fyrir morgundaginn 18. ágúst 2017 13:46
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent