Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna Menningarnætur innan við tuttugu milljónir Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. ágúst 2017 18:45 Á annað hundrað þúsund manns voru í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt þegar mest var. Forstöðukona höfuðborgarstofu segir erfitt að festa hendur á hver heildarkostnaður Menningarnætur sé en beinn kostnaður borgarinnar við hátíðina sé innan við tuttugu milljónir. Dagskráin náði hámarki upp úr klukkan ellefu í gær með glæsilegri flugeldasýningu við Miðbakka sem hátíðargestir gátu séð víða að. Aðsókn í miðbæinn var jöfn og þétt frá hádegi og fram á kvöld og einkenndi mikil gleði og stemmning Menningarnótt og lék veðrið við fólk sem sótti meira en þrjú hundruð viðburði sem í boði voru. Mikill erill var hjá slökkviliði og lögreglu í gærkvöldi og í nótt, mest vegna ölvunar og ástandi fólks en fangageymslur voru fullar á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í morgun og vista þurfti nokkra í fangageymslum í Hafnarfirði. Mikill fjöldi ungmenna sótti hip hop tónleika á Ingólfstorgi og segir lögreglan að eitthvað hafi verið um unglingadrykkju sem tekið hafi verið á. Þá þurfti lögreglan nokkrum sinnum að rýma yfirgefna byggingu sem stendur við Ingólfstorg en þar höfðu unglingar komið sér fyrir. Eftir að dagskrá lauk í gær gekk hratt að koma fólki heim og gekk umferð áfallalaust fyrir sig. Forstöðukona höfuðborgarstofu er afar sátt við gærdaginn. „Ég eiginlega svíf um á rósrauðu skýi. Það má eiginlega bara segja það. Mér finnst ég varla snerta jörðina,“ segir Áshildur Bragadóttir, forstöðukona Höfuðborgarstofu sem ber ábyrgð á Menningarnótt. Einungis þriggja manna viðburðarteymi sér um undirbúning menningarnætur en gríðarlegur fjöldi sér um framkvæmdina. „Þetta er auðvitað viðburður sem er framkvæmdur af verslunareigendum, veitingahúsaeigendum í miðborginni, íbúum miðborgarinnar. Það eru í rauninni allir sem vettlingi geta valdið í miðborginni og á því svæði sem að taka þátt í þessu,“ segir Áshildur. Áshildur segir beinan kostnað Reykjavíkurborgar í tengslum við Menningarnótt vera óverulegan miðað við stærð og umfang. „Ég held að Reykjavíkurborg er að leggja innan við tuttugu milljónir í hátíðina með öllu. Flugeldasýningu með stuðningi Landsbankans sem að þeir setja inn í viðburðahald í samstarfi við okkur,“ segir Áshildur. Áshildur segir að erfitt sé að festa hendur á hver heildar kostnaður Menningarnætur er sé að til tekið. „Ég get alveg ímyndað mér ef við myndum reyna að festa fingur á að þetta væri kannski á sjötta eða sjöunda tug milljóna ef að allt væri tekið saman og auðvitað kostar þetta sitt en ég held að það sé hverrar krónu virði,“ segir Áshildur. Menningarnótt Tengdar fréttir Allt um akstur Strætó og götulokanir á Menningarnótt Frítt verður í alla strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt, laugardaginn 19. ágúst. 18. ágúst 2017 10:15 Menningarnótt: Bongóblíða og viðburður á hverju horni Menningarnætursvæðið hefur stækkað töluvert frá því sem var þegar hátíðin hóf göngu sína árið 1996. 19. ágúst 2017 18:33 Öryggisgæsla með hefðbundnu sniði á Menningarnótt Þá verður vörubílum stillt upp á nokkrum stöðum til að auka öryggi. 18. ágúst 2017 11:31 Einvala lið tónlistarmanna kemur fram í Garðpartýi Bylgjunnar Garðpartý Bylgjunnar fer fram í Hljómskálagarðinum á laugardaginn og verður veislan að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Vísi. 17. ágúst 2017 16:30 Þurftu ítrekað að henda unglingum úr yfirgefnu húsi í miðborginni Eitthvað var um unglingadrykkju í miðborg Reykjavíkur í gær og þurftu foreldrar í nokkrum tilfellum að sækja börn sín. 20. ágúst 2017 12:04 Á annað hundrað þúsund nutu veðurblíðunnar Talið er að á annað hundrað þúsund manns hafi komið saman í miðborg Reykjavíkur í gær til að sækja þá rúmlega 300 viðburði sem í boði voru á Menningarnótt. 20. ágúst 2017 07:59 Klæðum okkur eftir veðri á Menningarnótt Nokkrar hugmyndir að klæðnaði fyrir morgundaginn 18. ágúst 2017 13:46 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Á annað hundrað þúsund manns voru í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt þegar mest var. Forstöðukona höfuðborgarstofu segir erfitt að festa hendur á hver heildarkostnaður Menningarnætur sé en beinn kostnaður borgarinnar við hátíðina sé innan við tuttugu milljónir. Dagskráin náði hámarki upp úr klukkan ellefu í gær með glæsilegri flugeldasýningu við Miðbakka sem hátíðargestir gátu séð víða að. Aðsókn í miðbæinn var jöfn og þétt frá hádegi og fram á kvöld og einkenndi mikil gleði og stemmning Menningarnótt og lék veðrið við fólk sem sótti meira en þrjú hundruð viðburði sem í boði voru. Mikill erill var hjá slökkviliði og lögreglu í gærkvöldi og í nótt, mest vegna ölvunar og ástandi fólks en fangageymslur voru fullar á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í morgun og vista þurfti nokkra í fangageymslum í Hafnarfirði. Mikill fjöldi ungmenna sótti hip hop tónleika á Ingólfstorgi og segir lögreglan að eitthvað hafi verið um unglingadrykkju sem tekið hafi verið á. Þá þurfti lögreglan nokkrum sinnum að rýma yfirgefna byggingu sem stendur við Ingólfstorg en þar höfðu unglingar komið sér fyrir. Eftir að dagskrá lauk í gær gekk hratt að koma fólki heim og gekk umferð áfallalaust fyrir sig. Forstöðukona höfuðborgarstofu er afar sátt við gærdaginn. „Ég eiginlega svíf um á rósrauðu skýi. Það má eiginlega bara segja það. Mér finnst ég varla snerta jörðina,“ segir Áshildur Bragadóttir, forstöðukona Höfuðborgarstofu sem ber ábyrgð á Menningarnótt. Einungis þriggja manna viðburðarteymi sér um undirbúning menningarnætur en gríðarlegur fjöldi sér um framkvæmdina. „Þetta er auðvitað viðburður sem er framkvæmdur af verslunareigendum, veitingahúsaeigendum í miðborginni, íbúum miðborgarinnar. Það eru í rauninni allir sem vettlingi geta valdið í miðborginni og á því svæði sem að taka þátt í þessu,“ segir Áshildur. Áshildur segir beinan kostnað Reykjavíkurborgar í tengslum við Menningarnótt vera óverulegan miðað við stærð og umfang. „Ég held að Reykjavíkurborg er að leggja innan við tuttugu milljónir í hátíðina með öllu. Flugeldasýningu með stuðningi Landsbankans sem að þeir setja inn í viðburðahald í samstarfi við okkur,“ segir Áshildur. Áshildur segir að erfitt sé að festa hendur á hver heildar kostnaður Menningarnætur er sé að til tekið. „Ég get alveg ímyndað mér ef við myndum reyna að festa fingur á að þetta væri kannski á sjötta eða sjöunda tug milljóna ef að allt væri tekið saman og auðvitað kostar þetta sitt en ég held að það sé hverrar krónu virði,“ segir Áshildur.
Menningarnótt Tengdar fréttir Allt um akstur Strætó og götulokanir á Menningarnótt Frítt verður í alla strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt, laugardaginn 19. ágúst. 18. ágúst 2017 10:15 Menningarnótt: Bongóblíða og viðburður á hverju horni Menningarnætursvæðið hefur stækkað töluvert frá því sem var þegar hátíðin hóf göngu sína árið 1996. 19. ágúst 2017 18:33 Öryggisgæsla með hefðbundnu sniði á Menningarnótt Þá verður vörubílum stillt upp á nokkrum stöðum til að auka öryggi. 18. ágúst 2017 11:31 Einvala lið tónlistarmanna kemur fram í Garðpartýi Bylgjunnar Garðpartý Bylgjunnar fer fram í Hljómskálagarðinum á laugardaginn og verður veislan að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Vísi. 17. ágúst 2017 16:30 Þurftu ítrekað að henda unglingum úr yfirgefnu húsi í miðborginni Eitthvað var um unglingadrykkju í miðborg Reykjavíkur í gær og þurftu foreldrar í nokkrum tilfellum að sækja börn sín. 20. ágúst 2017 12:04 Á annað hundrað þúsund nutu veðurblíðunnar Talið er að á annað hundrað þúsund manns hafi komið saman í miðborg Reykjavíkur í gær til að sækja þá rúmlega 300 viðburði sem í boði voru á Menningarnótt. 20. ágúst 2017 07:59 Klæðum okkur eftir veðri á Menningarnótt Nokkrar hugmyndir að klæðnaði fyrir morgundaginn 18. ágúst 2017 13:46 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Allt um akstur Strætó og götulokanir á Menningarnótt Frítt verður í alla strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt, laugardaginn 19. ágúst. 18. ágúst 2017 10:15
Menningarnótt: Bongóblíða og viðburður á hverju horni Menningarnætursvæðið hefur stækkað töluvert frá því sem var þegar hátíðin hóf göngu sína árið 1996. 19. ágúst 2017 18:33
Öryggisgæsla með hefðbundnu sniði á Menningarnótt Þá verður vörubílum stillt upp á nokkrum stöðum til að auka öryggi. 18. ágúst 2017 11:31
Einvala lið tónlistarmanna kemur fram í Garðpartýi Bylgjunnar Garðpartý Bylgjunnar fer fram í Hljómskálagarðinum á laugardaginn og verður veislan að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Vísi. 17. ágúst 2017 16:30
Þurftu ítrekað að henda unglingum úr yfirgefnu húsi í miðborginni Eitthvað var um unglingadrykkju í miðborg Reykjavíkur í gær og þurftu foreldrar í nokkrum tilfellum að sækja börn sín. 20. ágúst 2017 12:04
Á annað hundrað þúsund nutu veðurblíðunnar Talið er að á annað hundrað þúsund manns hafi komið saman í miðborg Reykjavíkur í gær til að sækja þá rúmlega 300 viðburði sem í boði voru á Menningarnótt. 20. ágúst 2017 07:59
Klæðum okkur eftir veðri á Menningarnótt Nokkrar hugmyndir að klæðnaði fyrir morgundaginn 18. ágúst 2017 13:46