Er í lagi að gefa börnum melatónín? Lára Sigurðardóttir skrifar 31. ágúst 2017 11:30 Lára Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum, svarar spurningum lesenda. Lesendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning: Er í lagi að gefa börnum melatónín?Svar: Takk fyrir þessa spurningu. Það getur verið réttlætanlegt að gefa börnum melatónín undir vissum kringumstæðum. Til dæmis hafa sum börn með einhverfu, taugasjúkdóm eða þroskaskerðingu öðlast betri svefn með melatóníni. Melatónín hefur auk þess reynst vel til að stilla líkamsklukkuna í takt við umhverfið. Það á helst við aðstæður eins og ef við eigum erfitt með að sofna, þegar við fljúgum milli tímabelta eða vinnum á næturvöktum. Einnig er algengt og eðlilegt að líkamsklukkan detti úr takti á unglingsárunum. Melatónín er þá venjulega gefið um klukkustund fyrir áætlaðan sofnunartíma og dugir venjulega að gefa það í nokkur kvöld. Læknar og vísindamenn hafa haft áhyggjur af að melatónín geti truflað hormónabúskap barna því melatónín tengist æxlunartíma sumra dýra. Það hafa ekki fundist neinar vísbendingar um slík áhrif hjá mönnum. Melatónín hefur þvert á móti reynst talsvert öruggt. Á Íslandi er melatónín lyfseðilsskylt og því skal ekki gefa barni melatónín nema í samráði við lækni. Til að stilla líkamsklukkuna í takt við umhverfið á dimmum dögum hjálpar að vakna við vekjaraljós, hafa bláa birtu í vinnuherbergi eða skólastofu og fá sér göngutúr utandyra í hádeginu. Einnig hjálpar að slökkva á öllum raftækjum tveimur klukkustundum fyrir svefn til að ýta undir eigin framleiðslu á melatóníni. Þá erum við að búa okkur undir að sofa vel á næturnar og vera meira vakandi á daginn.Niðurstaða: Þar sem melatónín er lyfseðilsskylt skal ekki gefa barni melatónín nema í samráði við lækni. Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið
Lesendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning: Er í lagi að gefa börnum melatónín?Svar: Takk fyrir þessa spurningu. Það getur verið réttlætanlegt að gefa börnum melatónín undir vissum kringumstæðum. Til dæmis hafa sum börn með einhverfu, taugasjúkdóm eða þroskaskerðingu öðlast betri svefn með melatóníni. Melatónín hefur auk þess reynst vel til að stilla líkamsklukkuna í takt við umhverfið. Það á helst við aðstæður eins og ef við eigum erfitt með að sofna, þegar við fljúgum milli tímabelta eða vinnum á næturvöktum. Einnig er algengt og eðlilegt að líkamsklukkan detti úr takti á unglingsárunum. Melatónín er þá venjulega gefið um klukkustund fyrir áætlaðan sofnunartíma og dugir venjulega að gefa það í nokkur kvöld. Læknar og vísindamenn hafa haft áhyggjur af að melatónín geti truflað hormónabúskap barna því melatónín tengist æxlunartíma sumra dýra. Það hafa ekki fundist neinar vísbendingar um slík áhrif hjá mönnum. Melatónín hefur þvert á móti reynst talsvert öruggt. Á Íslandi er melatónín lyfseðilsskylt og því skal ekki gefa barni melatónín nema í samráði við lækni. Til að stilla líkamsklukkuna í takt við umhverfið á dimmum dögum hjálpar að vakna við vekjaraljós, hafa bláa birtu í vinnuherbergi eða skólastofu og fá sér göngutúr utandyra í hádeginu. Einnig hjálpar að slökkva á öllum raftækjum tveimur klukkustundum fyrir svefn til að ýta undir eigin framleiðslu á melatóníni. Þá erum við að búa okkur undir að sofa vel á næturnar og vera meira vakandi á daginn.Niðurstaða: Þar sem melatónín er lyfseðilsskylt skal ekki gefa barni melatónín nema í samráði við lækni.
Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið