Útgöngubann í Houston en útlit fyrir betra veður Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2017 08:28 Þúsundir Houston-búa hafa þurft að yfirgefa heimili sín í vatnselgnum. Útgöngubanni hefur verið komið á til að koma í veg fyrir gripdeildir. Vísir/AFP Komið hefur verið á útgöngubanni að næturlagi í bandarísku borginni Houston á meðan yfirvöld glíma við afleiðingar fellibylsins Harvey sem hefur valdið úrhellisrigningu frá því um helgina. Allt að þriðjungur Harris-sýslu, þar sem 4,5 milljónir manna búa í Houston og úthverfum borgarinnar, er enn á floti eftir rigningarnar, að sögn Washington Post. Minnst 22 eru sagðir hafa farist í hamförunum. Flóðvatnið er sagt ná yfir um það bil 1.150 ferkílómetra svæði í Houston. Til samanburðar er höfuðborgarsvæði Reykjavíkur rúmir 1.062 ferkílómetrar. Útgöngubanninu er ætlað að koma í veg fyrir þjófnaði og gripdeildir. Það verður í gildi frá miðnætti til kl. 5 að staðartíma í ótiltekinn tíma. Sjálfboðaliðar, neyðarstarfsmenn og þeir sem þurfa að komast til og frá vinnu eru undanþegnir banninu, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Yfirvöld í Houston hafa greint frá því að gripdeildir og vopnuð rán hafi átt sér stað í kjölfar flóðanna en einnig hafa einstaklingar villt á sér heimildir og þóst verið lögreglumenn. Þúsundir borgarbúa hafa neyðst til að flýja heimili sín sem standa auð og óvarin í millitíðinni.Radar update: Light to moderate rain continues to fall over the far eastern counties. Conditions will steadily improve today #Harvey #houwx pic.twitter.com/PzDvi7KAJh— NWS Houston (@NWSHouston) August 30, 2017 Eftir linnulaust úrhelli frá því á föstudagskvöld spáir Veðurstofa Bandaríkjanna í Houston að smám saman fari að stytta upp á svæðinu með deginum. Harvey hefur verið að þokast austur á bóginn og fært skyndiflóðahættu til Lúisíana. Veðurstofa Bandaríkjanna staðfesti jafnframt í gær að úrkomumet hefði verið slegið í hitabeltisstorminum. Þannig mældist 132 sentímetra úrkoma í veðurstöð í Cedar Bayou frá því á föstudag. Harvey er ennfremur mesta vatnsveður sem hefur gengið á meginland Bandaríkjanna. Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30 Úr öskunni í eldmaurinn Þúsundir árásargjarnra eldmaura fljóta saman á vatnselgnum sem lagt hefur heilu borgarhlutana í Texas í rúst. 30. ágúst 2017 06:44 Sér fram á dýrustu uppbyggingu í sögu Bandaríkjanna Til umræðu er innan raða þingmanna Repúblikanaflokksins að fjárhagsaðstoð vegna fellibylsins Harvey verði með þeim hætti að fé verði veitt í áföngum í stað þess að ein stór greiðsla verði innt af hendi. Þetta þýðir að nokkur töf geti orðið á veittri fjárhagsaðstoð. 29. ágúst 2017 21:48 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Komið hefur verið á útgöngubanni að næturlagi í bandarísku borginni Houston á meðan yfirvöld glíma við afleiðingar fellibylsins Harvey sem hefur valdið úrhellisrigningu frá því um helgina. Allt að þriðjungur Harris-sýslu, þar sem 4,5 milljónir manna búa í Houston og úthverfum borgarinnar, er enn á floti eftir rigningarnar, að sögn Washington Post. Minnst 22 eru sagðir hafa farist í hamförunum. Flóðvatnið er sagt ná yfir um það bil 1.150 ferkílómetra svæði í Houston. Til samanburðar er höfuðborgarsvæði Reykjavíkur rúmir 1.062 ferkílómetrar. Útgöngubanninu er ætlað að koma í veg fyrir þjófnaði og gripdeildir. Það verður í gildi frá miðnætti til kl. 5 að staðartíma í ótiltekinn tíma. Sjálfboðaliðar, neyðarstarfsmenn og þeir sem þurfa að komast til og frá vinnu eru undanþegnir banninu, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Yfirvöld í Houston hafa greint frá því að gripdeildir og vopnuð rán hafi átt sér stað í kjölfar flóðanna en einnig hafa einstaklingar villt á sér heimildir og þóst verið lögreglumenn. Þúsundir borgarbúa hafa neyðst til að flýja heimili sín sem standa auð og óvarin í millitíðinni.Radar update: Light to moderate rain continues to fall over the far eastern counties. Conditions will steadily improve today #Harvey #houwx pic.twitter.com/PzDvi7KAJh— NWS Houston (@NWSHouston) August 30, 2017 Eftir linnulaust úrhelli frá því á föstudagskvöld spáir Veðurstofa Bandaríkjanna í Houston að smám saman fari að stytta upp á svæðinu með deginum. Harvey hefur verið að þokast austur á bóginn og fært skyndiflóðahættu til Lúisíana. Veðurstofa Bandaríkjanna staðfesti jafnframt í gær að úrkomumet hefði verið slegið í hitabeltisstorminum. Þannig mældist 132 sentímetra úrkoma í veðurstöð í Cedar Bayou frá því á föstudag. Harvey er ennfremur mesta vatnsveður sem hefur gengið á meginland Bandaríkjanna.
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30 Úr öskunni í eldmaurinn Þúsundir árásargjarnra eldmaura fljóta saman á vatnselgnum sem lagt hefur heilu borgarhlutana í Texas í rúst. 30. ágúst 2017 06:44 Sér fram á dýrustu uppbyggingu í sögu Bandaríkjanna Til umræðu er innan raða þingmanna Repúblikanaflokksins að fjárhagsaðstoð vegna fellibylsins Harvey verði með þeim hætti að fé verði veitt í áföngum í stað þess að ein stór greiðsla verði innt af hendi. Þetta þýðir að nokkur töf geti orðið á veittri fjárhagsaðstoð. 29. ágúst 2017 21:48 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30
Úr öskunni í eldmaurinn Þúsundir árásargjarnra eldmaura fljóta saman á vatnselgnum sem lagt hefur heilu borgarhlutana í Texas í rúst. 30. ágúst 2017 06:44
Sér fram á dýrustu uppbyggingu í sögu Bandaríkjanna Til umræðu er innan raða þingmanna Repúblikanaflokksins að fjárhagsaðstoð vegna fellibylsins Harvey verði með þeim hætti að fé verði veitt í áföngum í stað þess að ein stór greiðsla verði innt af hendi. Þetta þýðir að nokkur töf geti orðið á veittri fjárhagsaðstoð. 29. ágúst 2017 21:48