Á flótta undan storminum Jóhann K. Jóhannsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 9. september 2017 19:47 Fellibylurinn Irma mun skella á Flórídaskaga af fullum þunga seint í nótt og á morgun. Mikill viðbúnaður er á svæðinu og milljónir manna eru á flótta undan hamförunum. Íslensku pari var gert að yfirgefa hótelið sitt á svæðinu í dag en þau hafa þó ekki yfirgefið Orlando. Irma hélt áfram eyðileggingu á leið sinni frá Karíbahafi en í dag fór fellibylurinn yfir Kúbu með tilheyrandi hamförum. Íbúum eyjanna í Karíbahafi hefur verið komið til hjálpar eftir að fellibylurinn fór þar yfir. Um 95% húsa á eyjunni Barbúda eru ónýt eftir veðurhaminn. Ríkisstjóri Flórída ávarpaði almenning í dag þar sem hann sagði að allir íbúar ríkisins, tuttugu milljónir manna, ættu að vera undir það búnir að hafa sig á brott en fellibylurinn er þegar farinn að hafa áhrif á Flórídaskaga. „Fellibylurinn er kominn hingað. Irma herjar nú á ríkið okkar. Vindhraði hitabeltisstorms geisar nú í suðausturhluta Flórída og um 25 þúsund manns eru nú án rafmagns. Þetta er mannskæður stormur og ekkert líkt þessu hefur áður gerst hér um slóðir. Milljónir Flórídabúa verða fyrir stórfelldum áhrifum fellibylsins með mannskæðum áhlaðanda sjávar og vindstyrk,“ sagði Rick Scott, ríkisstjóri Flórída á blaðamannafundi í dag. Á sjöttu milljón íbúa hefur verið gert að yfirgefa heimili sín. Bensín og vatn er uppurið á svæðinu og hillur verslana galtómar. Þau sem flýja svæðið hafa lent í vandræðum á leið sinni vegna mikillar umferðar en aðeins þrír þjóðvegir eru úr fylkinu. Líklegt er að sett verði á útgöngubann í ríkinu öllu á morgun. Verslanir og opinberar byggingar lokuðu um miðjan dag og þeir íbúar sem eru enn á svæðinu vinna hörðum höndum að því að koma eigum sínum í skjól. Fréttastofan hefur verið í sambandi við fjölmarga Íslendinga sem búsettir eru eða eru á ferðalagi á svæðinu. Margir þeirra hafa þegar flúið heimili sín og íslenskt par sem er á ferðalagi var gert að yfirgefa hótel sem þau dvöldu á. „Við komum upp á hótel milli þrjú og fjögur (í gær). Það beið öryggisvörður og sagði okkur að við yrðum að vera farin út fyrir klukkan átta á laugardagsmorgun,“ segir Svandís Stefánsdóttir sem er á ferðalagi í Flórída með kærasta sínum. Svandís segir tengslanet Íslendinga ótrúlegt og að fjölskylda í Tampa hafi skotið yfir þau skjólshúsi. Styrkur fellibylsins minnkaði í gær niður í fjórða stig en í nótt sótti hann í sig veðrið aftur og er metinn á fimmta stig á ný og búist við að hann verði hvað öflugastur þegar hann skellur á Flórída. Er kvíði? „Ég var það ekki fyrst, en þegar maður sér hræðsluna hérna úti, ekkert bensín, ekkert vatn, enginn matur. Þá verður maður svona smá smeykur,“ segir Svandís.Þriðji fellibylurinn Jose fetar svipaða slóð og Irma en þó nokkuð austar. Hann er enn að sækja í sig veðrið og var nálægt því að vera flokkaður sem fimmta stigs fellibylur í dag en líklegt er að hann skelli á austurhluta Karíbahafseyja eftir helgi. Fellibylurinn Irma Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Fleiri fréttir Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Sjá meira
Fellibylurinn Irma mun skella á Flórídaskaga af fullum þunga seint í nótt og á morgun. Mikill viðbúnaður er á svæðinu og milljónir manna eru á flótta undan hamförunum. Íslensku pari var gert að yfirgefa hótelið sitt á svæðinu í dag en þau hafa þó ekki yfirgefið Orlando. Irma hélt áfram eyðileggingu á leið sinni frá Karíbahafi en í dag fór fellibylurinn yfir Kúbu með tilheyrandi hamförum. Íbúum eyjanna í Karíbahafi hefur verið komið til hjálpar eftir að fellibylurinn fór þar yfir. Um 95% húsa á eyjunni Barbúda eru ónýt eftir veðurhaminn. Ríkisstjóri Flórída ávarpaði almenning í dag þar sem hann sagði að allir íbúar ríkisins, tuttugu milljónir manna, ættu að vera undir það búnir að hafa sig á brott en fellibylurinn er þegar farinn að hafa áhrif á Flórídaskaga. „Fellibylurinn er kominn hingað. Irma herjar nú á ríkið okkar. Vindhraði hitabeltisstorms geisar nú í suðausturhluta Flórída og um 25 þúsund manns eru nú án rafmagns. Þetta er mannskæður stormur og ekkert líkt þessu hefur áður gerst hér um slóðir. Milljónir Flórídabúa verða fyrir stórfelldum áhrifum fellibylsins með mannskæðum áhlaðanda sjávar og vindstyrk,“ sagði Rick Scott, ríkisstjóri Flórída á blaðamannafundi í dag. Á sjöttu milljón íbúa hefur verið gert að yfirgefa heimili sín. Bensín og vatn er uppurið á svæðinu og hillur verslana galtómar. Þau sem flýja svæðið hafa lent í vandræðum á leið sinni vegna mikillar umferðar en aðeins þrír þjóðvegir eru úr fylkinu. Líklegt er að sett verði á útgöngubann í ríkinu öllu á morgun. Verslanir og opinberar byggingar lokuðu um miðjan dag og þeir íbúar sem eru enn á svæðinu vinna hörðum höndum að því að koma eigum sínum í skjól. Fréttastofan hefur verið í sambandi við fjölmarga Íslendinga sem búsettir eru eða eru á ferðalagi á svæðinu. Margir þeirra hafa þegar flúið heimili sín og íslenskt par sem er á ferðalagi var gert að yfirgefa hótel sem þau dvöldu á. „Við komum upp á hótel milli þrjú og fjögur (í gær). Það beið öryggisvörður og sagði okkur að við yrðum að vera farin út fyrir klukkan átta á laugardagsmorgun,“ segir Svandís Stefánsdóttir sem er á ferðalagi í Flórída með kærasta sínum. Svandís segir tengslanet Íslendinga ótrúlegt og að fjölskylda í Tampa hafi skotið yfir þau skjólshúsi. Styrkur fellibylsins minnkaði í gær niður í fjórða stig en í nótt sótti hann í sig veðrið aftur og er metinn á fimmta stig á ný og búist við að hann verði hvað öflugastur þegar hann skellur á Flórída. Er kvíði? „Ég var það ekki fyrst, en þegar maður sér hræðsluna hérna úti, ekkert bensín, ekkert vatn, enginn matur. Þá verður maður svona smá smeykur,“ segir Svandís.Þriðji fellibylurinn Jose fetar svipaða slóð og Irma en þó nokkuð austar. Hann er enn að sækja í sig veðrið og var nálægt því að vera flokkaður sem fimmta stigs fellibylur í dag en líklegt er að hann skelli á austurhluta Karíbahafseyja eftir helgi.
Fellibylurinn Irma Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Fleiri fréttir Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Sjá meira