Fólkið sem ætlar ekki að flýja Irmu: „Þetta verður ekki svo slæmt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. september 2017 10:10 "Þeir sem stela verða skotnir," stendur á plötum sem negldar hafa verið fyrir glugga á heimili í Flórída. Vísir/Getty Á sama tíma og fellibylurinn Irma nálgast Flórída óðfluga og íbúar ríkisins búa sig undir gríðarlegt tjón eru sumir pollrólegir yfir þeirri hættu sem steðjar að þeim. Það er ekki allir sem ætla að flýja fellibylinn. Fréttastofa AP ræddi við bargesti barsins Mac's Club Deuce sem staðsettur er við Miami Beach. Barinn er opinn þrátt fyrir að einn öflugasti fellibylur í sögu Flórída sé á leiðinni. „Hvert ætti ég að fara,“ segir Kathleen Peca, sem býr í grennd við barinn. „Þetta verður ekki svo svo slæmt. Ég bý á annarri hæð og er með sérstyrkta glugga. Ég hef kastað kókoshnetum í gluggann og þeir brotnuðu ekki.“ Yfirvöld í Flórída hafa skipað 5,6 milljónum íbúa í Flórída að yfirgefa heimili sín og ríkisstjórinn segir að allir íbúar ríkisins, alls 21 milljón, þurfi að vera reiðubúnir að fara frá heimilum sínum vegna Irmu.Frá Turnpike í Flórída, sem er ein af þremur aðalleiðum fylkisins, en umferðin þar hefur verið mjög þétt undanfarna tvo sólarhringa.Vísir/GettyÝmsar ástæður eru fyrir því af hverju þeir sem ákváðu að bíða af sér storminn á heimilum sínum tóku þá ákvörðun. „Ég hef tvo valkosti, að bíða eða fara norður, sem er slæm hugmynd,“ segir Michel Polette, sem býr á South Beach. „Ef maður keyrir til Atlanta eða Tallahasse á maður á hættu að verða bensínlaus. Þá gæti maður verið fastur í bílnum á meðan fjórða stigs fellibylur skellur á.“Ólétt en fer ekki fet Á meðal þeirra sem ákvað að verða eftir er Stefani Travieso. Hún er komin átta mánuði á leið og býr í hverfi sem skemmdist mikið þegar fellibylurinn Andrew lét til sín taka árið 1992. Hún segir að óléttan hafi komið í veg fyrir að hún hafi yfirgefið heimili sitt. „Ef ég væri ekki ólétt væri ég í bíl á leið norður með eiginmanni mínum og hundi,“ segir Travieso. Læknir hennar ráðlagði henni að vera á öruggum stað þar sem henni þætti þægilegt að vera. Bandaríska veðurstofan greindi frá því í gær að líklega yrði meðalvindhraði Irmu um 74 metrar á sekúndu þegar stormurinn skellur að öllum líkindum á Flórída. Greindi veðurstofan frá því í gær að vegna Irmu gæti suðurhluti Flórída orðið óbyggilegur í vikur, jafnvel mánuði. Reiknað er með Irma gangi á land í Flóría seint í kvöld eða snemma á morgun. Gagnvirkt kort af Irmu má sjá hér að neðan. Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Fjöldi Íslendinga í Flórída flýr undan Irmu "Einhverstaðar sá ég að einhverjir voru búnir að vera 20 klukkutíma þar sem átti að vera nokkurra tíma leið.“ 9. september 2017 00:01 Ríkisstjóri Flórída: Allir íbúar ríkisins búi sig undir að þurfa að yfirgefa heimili sín Rick Scott segir fellibylinn stærri en Flórída-ríki og því þurfi íbúar á bæði vestur- og austurströnd ríkisins að vera reiðubúnir að flýja. 8. september 2017 14:26 Trump segir Irmu geta valdið sögulegri eyðileggingu Bandaríkjaforseti segir alríkisstjórninina vinna með yfirvöldum í einstaka ríkjum að því að undirbúa komu fellibylsins til að hægt verði að komast hjá manntjóni. 8. september 2017 15:44 Vara við gjöreyðileggingu í Flórídaríki Irma gekk yfir fleiri Karíbahafseyjar í gær. Bandaríkjamenn búa sig nú undir fellibylinn sem flokkast nú á fjórða stigi, ekki fimmta. Ríkisstjóri Flórída segir afar mikilvægt að fólk yfirgefi svæði sem á að rýma. 9. september 2017 07:00 Ellefu kjarnorkuver og hundruð sjúkrahúsa á vegi Irmu Yfirvöld í Flórída hafa skipað minnst 5,6 milljónum íbúa í ríkinu að yfirgefa heimili sín og dvalarstaði áður en fellibylurinn Irma skellur á ríkinu. 9. september 2017 08:15 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Á sama tíma og fellibylurinn Irma nálgast Flórída óðfluga og íbúar ríkisins búa sig undir gríðarlegt tjón eru sumir pollrólegir yfir þeirri hættu sem steðjar að þeim. Það er ekki allir sem ætla að flýja fellibylinn. Fréttastofa AP ræddi við bargesti barsins Mac's Club Deuce sem staðsettur er við Miami Beach. Barinn er opinn þrátt fyrir að einn öflugasti fellibylur í sögu Flórída sé á leiðinni. „Hvert ætti ég að fara,“ segir Kathleen Peca, sem býr í grennd við barinn. „Þetta verður ekki svo svo slæmt. Ég bý á annarri hæð og er með sérstyrkta glugga. Ég hef kastað kókoshnetum í gluggann og þeir brotnuðu ekki.“ Yfirvöld í Flórída hafa skipað 5,6 milljónum íbúa í Flórída að yfirgefa heimili sín og ríkisstjórinn segir að allir íbúar ríkisins, alls 21 milljón, þurfi að vera reiðubúnir að fara frá heimilum sínum vegna Irmu.Frá Turnpike í Flórída, sem er ein af þremur aðalleiðum fylkisins, en umferðin þar hefur verið mjög þétt undanfarna tvo sólarhringa.Vísir/GettyÝmsar ástæður eru fyrir því af hverju þeir sem ákváðu að bíða af sér storminn á heimilum sínum tóku þá ákvörðun. „Ég hef tvo valkosti, að bíða eða fara norður, sem er slæm hugmynd,“ segir Michel Polette, sem býr á South Beach. „Ef maður keyrir til Atlanta eða Tallahasse á maður á hættu að verða bensínlaus. Þá gæti maður verið fastur í bílnum á meðan fjórða stigs fellibylur skellur á.“Ólétt en fer ekki fet Á meðal þeirra sem ákvað að verða eftir er Stefani Travieso. Hún er komin átta mánuði á leið og býr í hverfi sem skemmdist mikið þegar fellibylurinn Andrew lét til sín taka árið 1992. Hún segir að óléttan hafi komið í veg fyrir að hún hafi yfirgefið heimili sitt. „Ef ég væri ekki ólétt væri ég í bíl á leið norður með eiginmanni mínum og hundi,“ segir Travieso. Læknir hennar ráðlagði henni að vera á öruggum stað þar sem henni þætti þægilegt að vera. Bandaríska veðurstofan greindi frá því í gær að líklega yrði meðalvindhraði Irmu um 74 metrar á sekúndu þegar stormurinn skellur að öllum líkindum á Flórída. Greindi veðurstofan frá því í gær að vegna Irmu gæti suðurhluti Flórída orðið óbyggilegur í vikur, jafnvel mánuði. Reiknað er með Irma gangi á land í Flóría seint í kvöld eða snemma á morgun. Gagnvirkt kort af Irmu má sjá hér að neðan.
Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Fjöldi Íslendinga í Flórída flýr undan Irmu "Einhverstaðar sá ég að einhverjir voru búnir að vera 20 klukkutíma þar sem átti að vera nokkurra tíma leið.“ 9. september 2017 00:01 Ríkisstjóri Flórída: Allir íbúar ríkisins búi sig undir að þurfa að yfirgefa heimili sín Rick Scott segir fellibylinn stærri en Flórída-ríki og því þurfi íbúar á bæði vestur- og austurströnd ríkisins að vera reiðubúnir að flýja. 8. september 2017 14:26 Trump segir Irmu geta valdið sögulegri eyðileggingu Bandaríkjaforseti segir alríkisstjórninina vinna með yfirvöldum í einstaka ríkjum að því að undirbúa komu fellibylsins til að hægt verði að komast hjá manntjóni. 8. september 2017 15:44 Vara við gjöreyðileggingu í Flórídaríki Irma gekk yfir fleiri Karíbahafseyjar í gær. Bandaríkjamenn búa sig nú undir fellibylinn sem flokkast nú á fjórða stigi, ekki fimmta. Ríkisstjóri Flórída segir afar mikilvægt að fólk yfirgefi svæði sem á að rýma. 9. september 2017 07:00 Ellefu kjarnorkuver og hundruð sjúkrahúsa á vegi Irmu Yfirvöld í Flórída hafa skipað minnst 5,6 milljónum íbúa í ríkinu að yfirgefa heimili sín og dvalarstaði áður en fellibylurinn Irma skellur á ríkinu. 9. september 2017 08:15 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Fjöldi Íslendinga í Flórída flýr undan Irmu "Einhverstaðar sá ég að einhverjir voru búnir að vera 20 klukkutíma þar sem átti að vera nokkurra tíma leið.“ 9. september 2017 00:01
Ríkisstjóri Flórída: Allir íbúar ríkisins búi sig undir að þurfa að yfirgefa heimili sín Rick Scott segir fellibylinn stærri en Flórída-ríki og því þurfi íbúar á bæði vestur- og austurströnd ríkisins að vera reiðubúnir að flýja. 8. september 2017 14:26
Trump segir Irmu geta valdið sögulegri eyðileggingu Bandaríkjaforseti segir alríkisstjórninina vinna með yfirvöldum í einstaka ríkjum að því að undirbúa komu fellibylsins til að hægt verði að komast hjá manntjóni. 8. september 2017 15:44
Vara við gjöreyðileggingu í Flórídaríki Irma gekk yfir fleiri Karíbahafseyjar í gær. Bandaríkjamenn búa sig nú undir fellibylinn sem flokkast nú á fjórða stigi, ekki fimmta. Ríkisstjóri Flórída segir afar mikilvægt að fólk yfirgefi svæði sem á að rýma. 9. september 2017 07:00
Ellefu kjarnorkuver og hundruð sjúkrahúsa á vegi Irmu Yfirvöld í Flórída hafa skipað minnst 5,6 milljónum íbúa í ríkinu að yfirgefa heimili sín og dvalarstaði áður en fellibylurinn Irma skellur á ríkinu. 9. september 2017 08:15
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent