Fólkið sem ætlar ekki að flýja Irmu: „Þetta verður ekki svo slæmt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. september 2017 10:10 "Þeir sem stela verða skotnir," stendur á plötum sem negldar hafa verið fyrir glugga á heimili í Flórída. Vísir/Getty Á sama tíma og fellibylurinn Irma nálgast Flórída óðfluga og íbúar ríkisins búa sig undir gríðarlegt tjón eru sumir pollrólegir yfir þeirri hættu sem steðjar að þeim. Það er ekki allir sem ætla að flýja fellibylinn. Fréttastofa AP ræddi við bargesti barsins Mac's Club Deuce sem staðsettur er við Miami Beach. Barinn er opinn þrátt fyrir að einn öflugasti fellibylur í sögu Flórída sé á leiðinni. „Hvert ætti ég að fara,“ segir Kathleen Peca, sem býr í grennd við barinn. „Þetta verður ekki svo svo slæmt. Ég bý á annarri hæð og er með sérstyrkta glugga. Ég hef kastað kókoshnetum í gluggann og þeir brotnuðu ekki.“ Yfirvöld í Flórída hafa skipað 5,6 milljónum íbúa í Flórída að yfirgefa heimili sín og ríkisstjórinn segir að allir íbúar ríkisins, alls 21 milljón, þurfi að vera reiðubúnir að fara frá heimilum sínum vegna Irmu.Frá Turnpike í Flórída, sem er ein af þremur aðalleiðum fylkisins, en umferðin þar hefur verið mjög þétt undanfarna tvo sólarhringa.Vísir/GettyÝmsar ástæður eru fyrir því af hverju þeir sem ákváðu að bíða af sér storminn á heimilum sínum tóku þá ákvörðun. „Ég hef tvo valkosti, að bíða eða fara norður, sem er slæm hugmynd,“ segir Michel Polette, sem býr á South Beach. „Ef maður keyrir til Atlanta eða Tallahasse á maður á hættu að verða bensínlaus. Þá gæti maður verið fastur í bílnum á meðan fjórða stigs fellibylur skellur á.“Ólétt en fer ekki fet Á meðal þeirra sem ákvað að verða eftir er Stefani Travieso. Hún er komin átta mánuði á leið og býr í hverfi sem skemmdist mikið þegar fellibylurinn Andrew lét til sín taka árið 1992. Hún segir að óléttan hafi komið í veg fyrir að hún hafi yfirgefið heimili sitt. „Ef ég væri ekki ólétt væri ég í bíl á leið norður með eiginmanni mínum og hundi,“ segir Travieso. Læknir hennar ráðlagði henni að vera á öruggum stað þar sem henni þætti þægilegt að vera. Bandaríska veðurstofan greindi frá því í gær að líklega yrði meðalvindhraði Irmu um 74 metrar á sekúndu þegar stormurinn skellur að öllum líkindum á Flórída. Greindi veðurstofan frá því í gær að vegna Irmu gæti suðurhluti Flórída orðið óbyggilegur í vikur, jafnvel mánuði. Reiknað er með Irma gangi á land í Flóría seint í kvöld eða snemma á morgun. Gagnvirkt kort af Irmu má sjá hér að neðan. Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Fjöldi Íslendinga í Flórída flýr undan Irmu "Einhverstaðar sá ég að einhverjir voru búnir að vera 20 klukkutíma þar sem átti að vera nokkurra tíma leið.“ 9. september 2017 00:01 Ríkisstjóri Flórída: Allir íbúar ríkisins búi sig undir að þurfa að yfirgefa heimili sín Rick Scott segir fellibylinn stærri en Flórída-ríki og því þurfi íbúar á bæði vestur- og austurströnd ríkisins að vera reiðubúnir að flýja. 8. september 2017 14:26 Trump segir Irmu geta valdið sögulegri eyðileggingu Bandaríkjaforseti segir alríkisstjórninina vinna með yfirvöldum í einstaka ríkjum að því að undirbúa komu fellibylsins til að hægt verði að komast hjá manntjóni. 8. september 2017 15:44 Vara við gjöreyðileggingu í Flórídaríki Irma gekk yfir fleiri Karíbahafseyjar í gær. Bandaríkjamenn búa sig nú undir fellibylinn sem flokkast nú á fjórða stigi, ekki fimmta. Ríkisstjóri Flórída segir afar mikilvægt að fólk yfirgefi svæði sem á að rýma. 9. september 2017 07:00 Ellefu kjarnorkuver og hundruð sjúkrahúsa á vegi Irmu Yfirvöld í Flórída hafa skipað minnst 5,6 milljónum íbúa í ríkinu að yfirgefa heimili sín og dvalarstaði áður en fellibylurinn Irma skellur á ríkinu. 9. september 2017 08:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Á sama tíma og fellibylurinn Irma nálgast Flórída óðfluga og íbúar ríkisins búa sig undir gríðarlegt tjón eru sumir pollrólegir yfir þeirri hættu sem steðjar að þeim. Það er ekki allir sem ætla að flýja fellibylinn. Fréttastofa AP ræddi við bargesti barsins Mac's Club Deuce sem staðsettur er við Miami Beach. Barinn er opinn þrátt fyrir að einn öflugasti fellibylur í sögu Flórída sé á leiðinni. „Hvert ætti ég að fara,“ segir Kathleen Peca, sem býr í grennd við barinn. „Þetta verður ekki svo svo slæmt. Ég bý á annarri hæð og er með sérstyrkta glugga. Ég hef kastað kókoshnetum í gluggann og þeir brotnuðu ekki.“ Yfirvöld í Flórída hafa skipað 5,6 milljónum íbúa í Flórída að yfirgefa heimili sín og ríkisstjórinn segir að allir íbúar ríkisins, alls 21 milljón, þurfi að vera reiðubúnir að fara frá heimilum sínum vegna Irmu.Frá Turnpike í Flórída, sem er ein af þremur aðalleiðum fylkisins, en umferðin þar hefur verið mjög þétt undanfarna tvo sólarhringa.Vísir/GettyÝmsar ástæður eru fyrir því af hverju þeir sem ákváðu að bíða af sér storminn á heimilum sínum tóku þá ákvörðun. „Ég hef tvo valkosti, að bíða eða fara norður, sem er slæm hugmynd,“ segir Michel Polette, sem býr á South Beach. „Ef maður keyrir til Atlanta eða Tallahasse á maður á hættu að verða bensínlaus. Þá gæti maður verið fastur í bílnum á meðan fjórða stigs fellibylur skellur á.“Ólétt en fer ekki fet Á meðal þeirra sem ákvað að verða eftir er Stefani Travieso. Hún er komin átta mánuði á leið og býr í hverfi sem skemmdist mikið þegar fellibylurinn Andrew lét til sín taka árið 1992. Hún segir að óléttan hafi komið í veg fyrir að hún hafi yfirgefið heimili sitt. „Ef ég væri ekki ólétt væri ég í bíl á leið norður með eiginmanni mínum og hundi,“ segir Travieso. Læknir hennar ráðlagði henni að vera á öruggum stað þar sem henni þætti þægilegt að vera. Bandaríska veðurstofan greindi frá því í gær að líklega yrði meðalvindhraði Irmu um 74 metrar á sekúndu þegar stormurinn skellur að öllum líkindum á Flórída. Greindi veðurstofan frá því í gær að vegna Irmu gæti suðurhluti Flórída orðið óbyggilegur í vikur, jafnvel mánuði. Reiknað er með Irma gangi á land í Flóría seint í kvöld eða snemma á morgun. Gagnvirkt kort af Irmu má sjá hér að neðan.
Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Fjöldi Íslendinga í Flórída flýr undan Irmu "Einhverstaðar sá ég að einhverjir voru búnir að vera 20 klukkutíma þar sem átti að vera nokkurra tíma leið.“ 9. september 2017 00:01 Ríkisstjóri Flórída: Allir íbúar ríkisins búi sig undir að þurfa að yfirgefa heimili sín Rick Scott segir fellibylinn stærri en Flórída-ríki og því þurfi íbúar á bæði vestur- og austurströnd ríkisins að vera reiðubúnir að flýja. 8. september 2017 14:26 Trump segir Irmu geta valdið sögulegri eyðileggingu Bandaríkjaforseti segir alríkisstjórninina vinna með yfirvöldum í einstaka ríkjum að því að undirbúa komu fellibylsins til að hægt verði að komast hjá manntjóni. 8. september 2017 15:44 Vara við gjöreyðileggingu í Flórídaríki Irma gekk yfir fleiri Karíbahafseyjar í gær. Bandaríkjamenn búa sig nú undir fellibylinn sem flokkast nú á fjórða stigi, ekki fimmta. Ríkisstjóri Flórída segir afar mikilvægt að fólk yfirgefi svæði sem á að rýma. 9. september 2017 07:00 Ellefu kjarnorkuver og hundruð sjúkrahúsa á vegi Irmu Yfirvöld í Flórída hafa skipað minnst 5,6 milljónum íbúa í ríkinu að yfirgefa heimili sín og dvalarstaði áður en fellibylurinn Irma skellur á ríkinu. 9. september 2017 08:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Fjöldi Íslendinga í Flórída flýr undan Irmu "Einhverstaðar sá ég að einhverjir voru búnir að vera 20 klukkutíma þar sem átti að vera nokkurra tíma leið.“ 9. september 2017 00:01
Ríkisstjóri Flórída: Allir íbúar ríkisins búi sig undir að þurfa að yfirgefa heimili sín Rick Scott segir fellibylinn stærri en Flórída-ríki og því þurfi íbúar á bæði vestur- og austurströnd ríkisins að vera reiðubúnir að flýja. 8. september 2017 14:26
Trump segir Irmu geta valdið sögulegri eyðileggingu Bandaríkjaforseti segir alríkisstjórninina vinna með yfirvöldum í einstaka ríkjum að því að undirbúa komu fellibylsins til að hægt verði að komast hjá manntjóni. 8. september 2017 15:44
Vara við gjöreyðileggingu í Flórídaríki Irma gekk yfir fleiri Karíbahafseyjar í gær. Bandaríkjamenn búa sig nú undir fellibylinn sem flokkast nú á fjórða stigi, ekki fimmta. Ríkisstjóri Flórída segir afar mikilvægt að fólk yfirgefi svæði sem á að rýma. 9. september 2017 07:00
Ellefu kjarnorkuver og hundruð sjúkrahúsa á vegi Irmu Yfirvöld í Flórída hafa skipað minnst 5,6 milljónum íbúa í ríkinu að yfirgefa heimili sín og dvalarstaði áður en fellibylurinn Irma skellur á ríkinu. 9. september 2017 08:15