„Þetta verður virkilega slæmt en við erum mjög vel undirbúin“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. september 2017 19:58 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir yfirvöld vel undirbúin fyrir komu Irmu. vísir/getty Íbúar í Flórída í Bandaríkjunum búa sig nú undir komu fellibylsins Irmu sem er einn sá öflugasti síðan mælingar hófust. Hann var 5. stigs fellibylur þegar hann hóf að herja á eyjar í Karíbahafi um miðja vikuna en hefur nú misst örlítið af styrk sínum og er nú skilgreindur sem 4. stigs fellibylur. Irma er engu að síður enn mjög öflug og hefur Brock Long, yfirmaður Bandarísku almannavarnastofnunarinnar, sagt að það sé ekki spurning hvort að íbúar Flórída verði fyrir barðinu á Irmu heldur hversu miklum usla hún veldur. Því er spáð að fellibylurinn nái strönd Flórída seint á sunnudag og fari þá yfir Flórídaskagann. Embættismenn hafa ítrekað varað íbúa Flórída við Irmu í dag og sagt þeim að vanmeta ekki fellibylinn og eyðilegginguna sem hann getur valdið. Þannig sagði ríkisstjórinn Rick Scott fyrr í dag að Irma væri mun stærri en fellibylurinn Andrew sem gekk yfir Flórída árið 1992 og er stærsti fellibylurinn sem skollið hefur á ströndum skagans. Þá hefur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, einnig varað íbúa landsins við Irmu í dag en hann sagði fellibylinn geta valdið sögulegri eyðileggingu í landinu. Þegar hann yfirgaf Hvíta húsið í dag voru þetta skilaboð hans til landsmanna: „Við erum undirbúin. Við erum mjög vel undirbúin. Þetta verður virkilega slæmt en við erum mjög vel undirbúin. Vonandi fer allt vel.“ Að minnsta kosti 23 hafa látið lífið á hinum ýmsu eyjum í Karíbahafi vegna Irmu. Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Ríkisstjóri Flórída: Allir íbúar ríkisins búi sig undir að þurfa að yfirgefa heimili sín Rick Scott segir fellibylinn stærri en Flórída-ríki og því þurfi íbúar á bæði vestur- og austurströnd ríkisins að vera reiðubúnir að flýja. 8. september 2017 14:26 Trump segir Irmu geta valdið sögulegri eyðileggingu Bandaríkjaforseti segir alríkisstjórninina vinna með yfirvöldum í einstaka ríkjum að því að undirbúa komu fellibylsins til að hægt verði að komast hjá manntjóni. 8. september 2017 15:44 Íslendingar í farvegi Irmu láti vita af sér Íslendingar í Flórída og öðrum svæðum sem fellibylurinn Irma mun skella á eru beðnir um að láta ættingi og vini vita af sér. 8. september 2017 16:14 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Íbúar í Flórída í Bandaríkjunum búa sig nú undir komu fellibylsins Irmu sem er einn sá öflugasti síðan mælingar hófust. Hann var 5. stigs fellibylur þegar hann hóf að herja á eyjar í Karíbahafi um miðja vikuna en hefur nú misst örlítið af styrk sínum og er nú skilgreindur sem 4. stigs fellibylur. Irma er engu að síður enn mjög öflug og hefur Brock Long, yfirmaður Bandarísku almannavarnastofnunarinnar, sagt að það sé ekki spurning hvort að íbúar Flórída verði fyrir barðinu á Irmu heldur hversu miklum usla hún veldur. Því er spáð að fellibylurinn nái strönd Flórída seint á sunnudag og fari þá yfir Flórídaskagann. Embættismenn hafa ítrekað varað íbúa Flórída við Irmu í dag og sagt þeim að vanmeta ekki fellibylinn og eyðilegginguna sem hann getur valdið. Þannig sagði ríkisstjórinn Rick Scott fyrr í dag að Irma væri mun stærri en fellibylurinn Andrew sem gekk yfir Flórída árið 1992 og er stærsti fellibylurinn sem skollið hefur á ströndum skagans. Þá hefur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, einnig varað íbúa landsins við Irmu í dag en hann sagði fellibylinn geta valdið sögulegri eyðileggingu í landinu. Þegar hann yfirgaf Hvíta húsið í dag voru þetta skilaboð hans til landsmanna: „Við erum undirbúin. Við erum mjög vel undirbúin. Þetta verður virkilega slæmt en við erum mjög vel undirbúin. Vonandi fer allt vel.“ Að minnsta kosti 23 hafa látið lífið á hinum ýmsu eyjum í Karíbahafi vegna Irmu.
Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Ríkisstjóri Flórída: Allir íbúar ríkisins búi sig undir að þurfa að yfirgefa heimili sín Rick Scott segir fellibylinn stærri en Flórída-ríki og því þurfi íbúar á bæði vestur- og austurströnd ríkisins að vera reiðubúnir að flýja. 8. september 2017 14:26 Trump segir Irmu geta valdið sögulegri eyðileggingu Bandaríkjaforseti segir alríkisstjórninina vinna með yfirvöldum í einstaka ríkjum að því að undirbúa komu fellibylsins til að hægt verði að komast hjá manntjóni. 8. september 2017 15:44 Íslendingar í farvegi Irmu láti vita af sér Íslendingar í Flórída og öðrum svæðum sem fellibylurinn Irma mun skella á eru beðnir um að láta ættingi og vini vita af sér. 8. september 2017 16:14 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Ríkisstjóri Flórída: Allir íbúar ríkisins búi sig undir að þurfa að yfirgefa heimili sín Rick Scott segir fellibylinn stærri en Flórída-ríki og því þurfi íbúar á bæði vestur- og austurströnd ríkisins að vera reiðubúnir að flýja. 8. september 2017 14:26
Trump segir Irmu geta valdið sögulegri eyðileggingu Bandaríkjaforseti segir alríkisstjórninina vinna með yfirvöldum í einstaka ríkjum að því að undirbúa komu fellibylsins til að hægt verði að komast hjá manntjóni. 8. september 2017 15:44
Íslendingar í farvegi Irmu láti vita af sér Íslendingar í Flórída og öðrum svæðum sem fellibylurinn Irma mun skella á eru beðnir um að láta ættingi og vini vita af sér. 8. september 2017 16:14