Notkun þunglyndislyfja aukist verulega meðal 15-19 ára stúlkna: „Við Íslendingar erum að skera okkur verulega úr í þessum málum“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. september 2017 19:30 Notkun þunglyndislyfja hefur aukist verulega meðal stúlkna á aldrinum fimmtán til nítján ára. Sérfræðingur hjá landlækni segir notkun lyfjanna mun meiri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Á undanförnum árum hefur orðið mikil aukning í ávísunum þunglyndislyfja en notkunin hefur verið meiri hér á landi en í öllum öðrum löndum OECD. Notkun lyfjanna hefur verið mest meðal kvenna sem komnar eru yfir miðjan aldur en allra síðustu ár hefur átt sér stað veruleg aukning meðal yngri notenda. „Núna síðasta ár 2016 borið saman við 2012 bendir til þess að það sé mikil aukning í notkun þessara lyfja fyrir ákveðna hópa. Sérstaklega hjá stúlkun á aldrinum 15-19 ára. Við sjáum 85 % aukningu í fjölda notenda,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis og bætir við að á sama tíma sé rúmlega 120 prósent aukning í fjölda dagskammta. „Það virðist vera fleiri sem eru að fá lyf og það bendir allt til þess að þessar stúlkur séu að fá lyf í lengri tíma og að meðferðin sé þá lengri,“ segir Ólafur. Þá hefur notkun þunglyndislyfja meðal drengja á aldrinum 15-19 ára aukist mun minna, en þó er rúmlega 45 prósent aukning frá árinu 2012. Lyfin sem um ræðir eru svokölluð SSRI lyf en þau eru til dæmis gefin við alvarlegum þunglyndislotum, þráhyggju, félagsfælni og áfallastreituröskun. Ólafur segir að ávísanir þunglyndislyfja til barna yngri en 15 ára séu mun sjaldgjæfari á öðrum Norðurlöndum. Rúmlega 15 prósent stúlkna á aldrinum 15-19 ára fengið þunglyndislyf ávísað árið 2016. Á sama tíma var hlutfallið 6,2 prósent í Svíþjóð, 3 prósent í Noregi og 2,7 prósent í Danmörku. „Við Íslendingar erum að skera okkur verulega úr í þessum málum og við þurfum að skoða þessi mál betur. Sérstaklega í ljósi þessarar lyfjanotkunar,“ segir Ólafur. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira
Notkun þunglyndislyfja hefur aukist verulega meðal stúlkna á aldrinum fimmtán til nítján ára. Sérfræðingur hjá landlækni segir notkun lyfjanna mun meiri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Á undanförnum árum hefur orðið mikil aukning í ávísunum þunglyndislyfja en notkunin hefur verið meiri hér á landi en í öllum öðrum löndum OECD. Notkun lyfjanna hefur verið mest meðal kvenna sem komnar eru yfir miðjan aldur en allra síðustu ár hefur átt sér stað veruleg aukning meðal yngri notenda. „Núna síðasta ár 2016 borið saman við 2012 bendir til þess að það sé mikil aukning í notkun þessara lyfja fyrir ákveðna hópa. Sérstaklega hjá stúlkun á aldrinum 15-19 ára. Við sjáum 85 % aukningu í fjölda notenda,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis og bætir við að á sama tíma sé rúmlega 120 prósent aukning í fjölda dagskammta. „Það virðist vera fleiri sem eru að fá lyf og það bendir allt til þess að þessar stúlkur séu að fá lyf í lengri tíma og að meðferðin sé þá lengri,“ segir Ólafur. Þá hefur notkun þunglyndislyfja meðal drengja á aldrinum 15-19 ára aukist mun minna, en þó er rúmlega 45 prósent aukning frá árinu 2012. Lyfin sem um ræðir eru svokölluð SSRI lyf en þau eru til dæmis gefin við alvarlegum þunglyndislotum, þráhyggju, félagsfælni og áfallastreituröskun. Ólafur segir að ávísanir þunglyndislyfja til barna yngri en 15 ára séu mun sjaldgjæfari á öðrum Norðurlöndum. Rúmlega 15 prósent stúlkna á aldrinum 15-19 ára fengið þunglyndislyf ávísað árið 2016. Á sama tíma var hlutfallið 6,2 prósent í Svíþjóð, 3 prósent í Noregi og 2,7 prósent í Danmörku. „Við Íslendingar erum að skera okkur verulega úr í þessum málum og við þurfum að skoða þessi mál betur. Sérstaklega í ljósi þessarar lyfjanotkunar,“ segir Ólafur.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira