Notkun þunglyndislyfja aukist verulega meðal 15-19 ára stúlkna: „Við Íslendingar erum að skera okkur verulega úr í þessum málum“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. september 2017 19:30 Notkun þunglyndislyfja hefur aukist verulega meðal stúlkna á aldrinum fimmtán til nítján ára. Sérfræðingur hjá landlækni segir notkun lyfjanna mun meiri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Á undanförnum árum hefur orðið mikil aukning í ávísunum þunglyndislyfja en notkunin hefur verið meiri hér á landi en í öllum öðrum löndum OECD. Notkun lyfjanna hefur verið mest meðal kvenna sem komnar eru yfir miðjan aldur en allra síðustu ár hefur átt sér stað veruleg aukning meðal yngri notenda. „Núna síðasta ár 2016 borið saman við 2012 bendir til þess að það sé mikil aukning í notkun þessara lyfja fyrir ákveðna hópa. Sérstaklega hjá stúlkun á aldrinum 15-19 ára. Við sjáum 85 % aukningu í fjölda notenda,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis og bætir við að á sama tíma sé rúmlega 120 prósent aukning í fjölda dagskammta. „Það virðist vera fleiri sem eru að fá lyf og það bendir allt til þess að þessar stúlkur séu að fá lyf í lengri tíma og að meðferðin sé þá lengri,“ segir Ólafur. Þá hefur notkun þunglyndislyfja meðal drengja á aldrinum 15-19 ára aukist mun minna, en þó er rúmlega 45 prósent aukning frá árinu 2012. Lyfin sem um ræðir eru svokölluð SSRI lyf en þau eru til dæmis gefin við alvarlegum þunglyndislotum, þráhyggju, félagsfælni og áfallastreituröskun. Ólafur segir að ávísanir þunglyndislyfja til barna yngri en 15 ára séu mun sjaldgjæfari á öðrum Norðurlöndum. Rúmlega 15 prósent stúlkna á aldrinum 15-19 ára fengið þunglyndislyf ávísað árið 2016. Á sama tíma var hlutfallið 6,2 prósent í Svíþjóð, 3 prósent í Noregi og 2,7 prósent í Danmörku. „Við Íslendingar erum að skera okkur verulega úr í þessum málum og við þurfum að skoða þessi mál betur. Sérstaklega í ljósi þessarar lyfjanotkunar,“ segir Ólafur. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Notkun þunglyndislyfja hefur aukist verulega meðal stúlkna á aldrinum fimmtán til nítján ára. Sérfræðingur hjá landlækni segir notkun lyfjanna mun meiri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Á undanförnum árum hefur orðið mikil aukning í ávísunum þunglyndislyfja en notkunin hefur verið meiri hér á landi en í öllum öðrum löndum OECD. Notkun lyfjanna hefur verið mest meðal kvenna sem komnar eru yfir miðjan aldur en allra síðustu ár hefur átt sér stað veruleg aukning meðal yngri notenda. „Núna síðasta ár 2016 borið saman við 2012 bendir til þess að það sé mikil aukning í notkun þessara lyfja fyrir ákveðna hópa. Sérstaklega hjá stúlkun á aldrinum 15-19 ára. Við sjáum 85 % aukningu í fjölda notenda,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis og bætir við að á sama tíma sé rúmlega 120 prósent aukning í fjölda dagskammta. „Það virðist vera fleiri sem eru að fá lyf og það bendir allt til þess að þessar stúlkur séu að fá lyf í lengri tíma og að meðferðin sé þá lengri,“ segir Ólafur. Þá hefur notkun þunglyndislyfja meðal drengja á aldrinum 15-19 ára aukist mun minna, en þó er rúmlega 45 prósent aukning frá árinu 2012. Lyfin sem um ræðir eru svokölluð SSRI lyf en þau eru til dæmis gefin við alvarlegum þunglyndislotum, þráhyggju, félagsfælni og áfallastreituröskun. Ólafur segir að ávísanir þunglyndislyfja til barna yngri en 15 ára séu mun sjaldgjæfari á öðrum Norðurlöndum. Rúmlega 15 prósent stúlkna á aldrinum 15-19 ára fengið þunglyndislyf ávísað árið 2016. Á sama tíma var hlutfallið 6,2 prósent í Svíþjóð, 3 prósent í Noregi og 2,7 prósent í Danmörku. „Við Íslendingar erum að skera okkur verulega úr í þessum málum og við þurfum að skoða þessi mál betur. Sérstaklega í ljósi þessarar lyfjanotkunar,“ segir Ólafur.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira