Þessar eyjur hafa orðið á vegi fellibylsins Irmu Atli Ísleifsson skrifar 7. september 2017 12:49 Fellibylurinn Irma gengur yfir hafsvæði norður af Hispanola-eyju í dag. Vísir/AFP Breska ríkissjónvarpið BBC hefur tekið saman yfirlit yfir þær eyjar í Karíbahafi sem þegar hafa orðið á vegi Irmu. Fellibylurinn hefur valið mikilli eyðileggingu og þegar kostað tíu mannslíf hið minnsta.Antígva og Barbúda • Íbúafjöldi: 90.800. • Ein af þeim eyjum í Karíbahafi þar sem velmegun er hvað mest vegna mikils ferðamannaiðnaðar og starfsemi aflandsbanka. • Barbúda var í raun fyrsta fórnarlamb Irmu, en Antígva slapp að mestu við eyðileggingu og hafa engar fréttir hafa borist um dauðsföll þar. Verra er ástandið á Barbúda þar sem 95 prósent bygginga eru sögð hafa orðið fyrir skemmdum. Staðfest er að einn hafi látið lífið á Barbúda í óveðrinu.Sankti Martin • Íbúafjöldi: 75 þúsund. • Vinsæll ferðamannastaður með fallegum ströndum. Nyrðri hluti eyjunnar er franskur (Saint-Martin) og sá syðri hollenskur (Sint-Maarten). • Staðfest er að átta manns hið minnsta eru látnir á franska hluta eyjarinnar. Fréttir hafa borist af mikilli eyðileggingu á eyjunni, flóðum og rafmagnsleysi.Sankti Barthelemy • Íbúafjöldi: 9.200. • Frönsk eyja og vinsæll áfangastaður fyrir auðuga ferðamenn. • Staðfest að tveir eru látnir og svo hafa borist fréttir af eyðileggingu, flóðum og rafmagnsleysi.Angvilla • Íbúafjöldi: 13.500. • Breskt yfirráðasvæði og vinsæll áfangastaður fyrir vel stæða ferðamenn. • Staðfest er að einn er látinn á eyjunni en umfang eyðileggingarinnar er enn ekki að fullu ljós.Bresku jómfrúreyjar • Íbúafjöldi: 20.600. • Standa saman af fjörutíu eyjum. • Irma gekk yfir nyrstu eyjarnar og er umfang eyðileggingar enn ekki ljós.Púertó Ríkó • Íbúafjöldi: 3,7 milljónir. • Sérstakt sambandssvæði Bandaríkjanna og vinsæll áfangastaður ferðamanna, en hefur glímt við miklar skuldir, fátækt og mikið atvinnuleysi. • Irma gekk yfir svæði norður af eyjunni og olli umfangsmiklu rafmagnsleysi. Umfang eyðileggingarinnar er enn ekki ljóst.Miðað við áætlaða leið Irmu á fellibylurinn enn eftir að herja á íbúa eftirfarandi eyja:Dóminíska lýðveldið • Íbúafjöldi: 10,8 milljónir. • Vinsæll áfangastaður ferðamanna á eyjunni Hispanola. Dóminíska lýðveldið er á austari hluta eyjunnar en Haítí á þeim vestari. • Fellibylurinn gengur nú yfir hafsvæðið rétt norður af eyjunni.Haítí • Íbúafjöldi: 10,6 milljónir. • Á sömu eyju og Dóminíska lýðveldið. Hefur þurft að glíma við afleiðingar mikils jarðskjálfta árið 2010. • Ekki er gert ráð fyrir að Irma gangi inn á landið þó að íbúar á norðurströnd landsins séu í viðbragðsstöðu.Turks- og Caicoseyjar • Íbúafjöldi: 31.500. • Breskar eyjar með blómstrandi ferðamannaiðnað, starfsemi aflandsbanka og sjávarútveg. • Eyjarnar eru láglendar og er hætta á að mikil flóð kunni að herja á íbúa þegar fellibylurinn fer hjá.Kúba • Íbúafjöldi: 11 milljónir. • Framleiðir mikið magn af sykri, tóbaki og kaffi. Mikill ferðamannaiðnaður á eyjunni. • Reiknað er með að fellibylurinn komi að eyjunni í kvöld.Bahamaeyjar • Íbúafjöldi: 350 þúsund. • Eyjaklasi sem samanstendur af samtals sjö hundruð eyjum. Tekið er á móti milljónum ferðamanna á ári hverju. • Viðvaranir hafa verið gefnar út á eyjunum vegna komu Irmu og er búist við mikilli ölduhæð og flóðum. Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Í beinni: Fellibylurinn Irma herjar á íbúa í Karíbahafi Fellibylurinn Irma hefur valdið miklu tjóni og eyðileggingu í Karíbahafi. Reiknað er með að fellibylurinn nái Flórída á laugardag. 7. september 2017 08:15 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Sjá meira
Breska ríkissjónvarpið BBC hefur tekið saman yfirlit yfir þær eyjar í Karíbahafi sem þegar hafa orðið á vegi Irmu. Fellibylurinn hefur valið mikilli eyðileggingu og þegar kostað tíu mannslíf hið minnsta.Antígva og Barbúda • Íbúafjöldi: 90.800. • Ein af þeim eyjum í Karíbahafi þar sem velmegun er hvað mest vegna mikils ferðamannaiðnaðar og starfsemi aflandsbanka. • Barbúda var í raun fyrsta fórnarlamb Irmu, en Antígva slapp að mestu við eyðileggingu og hafa engar fréttir hafa borist um dauðsföll þar. Verra er ástandið á Barbúda þar sem 95 prósent bygginga eru sögð hafa orðið fyrir skemmdum. Staðfest er að einn hafi látið lífið á Barbúda í óveðrinu.Sankti Martin • Íbúafjöldi: 75 þúsund. • Vinsæll ferðamannastaður með fallegum ströndum. Nyrðri hluti eyjunnar er franskur (Saint-Martin) og sá syðri hollenskur (Sint-Maarten). • Staðfest er að átta manns hið minnsta eru látnir á franska hluta eyjarinnar. Fréttir hafa borist af mikilli eyðileggingu á eyjunni, flóðum og rafmagnsleysi.Sankti Barthelemy • Íbúafjöldi: 9.200. • Frönsk eyja og vinsæll áfangastaður fyrir auðuga ferðamenn. • Staðfest að tveir eru látnir og svo hafa borist fréttir af eyðileggingu, flóðum og rafmagnsleysi.Angvilla • Íbúafjöldi: 13.500. • Breskt yfirráðasvæði og vinsæll áfangastaður fyrir vel stæða ferðamenn. • Staðfest er að einn er látinn á eyjunni en umfang eyðileggingarinnar er enn ekki að fullu ljós.Bresku jómfrúreyjar • Íbúafjöldi: 20.600. • Standa saman af fjörutíu eyjum. • Irma gekk yfir nyrstu eyjarnar og er umfang eyðileggingar enn ekki ljós.Púertó Ríkó • Íbúafjöldi: 3,7 milljónir. • Sérstakt sambandssvæði Bandaríkjanna og vinsæll áfangastaður ferðamanna, en hefur glímt við miklar skuldir, fátækt og mikið atvinnuleysi. • Irma gekk yfir svæði norður af eyjunni og olli umfangsmiklu rafmagnsleysi. Umfang eyðileggingarinnar er enn ekki ljóst.Miðað við áætlaða leið Irmu á fellibylurinn enn eftir að herja á íbúa eftirfarandi eyja:Dóminíska lýðveldið • Íbúafjöldi: 10,8 milljónir. • Vinsæll áfangastaður ferðamanna á eyjunni Hispanola. Dóminíska lýðveldið er á austari hluta eyjunnar en Haítí á þeim vestari. • Fellibylurinn gengur nú yfir hafsvæðið rétt norður af eyjunni.Haítí • Íbúafjöldi: 10,6 milljónir. • Á sömu eyju og Dóminíska lýðveldið. Hefur þurft að glíma við afleiðingar mikils jarðskjálfta árið 2010. • Ekki er gert ráð fyrir að Irma gangi inn á landið þó að íbúar á norðurströnd landsins séu í viðbragðsstöðu.Turks- og Caicoseyjar • Íbúafjöldi: 31.500. • Breskar eyjar með blómstrandi ferðamannaiðnað, starfsemi aflandsbanka og sjávarútveg. • Eyjarnar eru láglendar og er hætta á að mikil flóð kunni að herja á íbúa þegar fellibylurinn fer hjá.Kúba • Íbúafjöldi: 11 milljónir. • Framleiðir mikið magn af sykri, tóbaki og kaffi. Mikill ferðamannaiðnaður á eyjunni. • Reiknað er með að fellibylurinn komi að eyjunni í kvöld.Bahamaeyjar • Íbúafjöldi: 350 þúsund. • Eyjaklasi sem samanstendur af samtals sjö hundruð eyjum. Tekið er á móti milljónum ferðamanna á ári hverju. • Viðvaranir hafa verið gefnar út á eyjunum vegna komu Irmu og er búist við mikilli ölduhæð og flóðum.
Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Í beinni: Fellibylurinn Irma herjar á íbúa í Karíbahafi Fellibylurinn Irma hefur valdið miklu tjóni og eyðileggingu í Karíbahafi. Reiknað er með að fellibylurinn nái Flórída á laugardag. 7. september 2017 08:15 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Sjá meira
Í beinni: Fellibylurinn Irma herjar á íbúa í Karíbahafi Fellibylurinn Irma hefur valdið miklu tjóni og eyðileggingu í Karíbahafi. Reiknað er með að fellibylurinn nái Flórída á laugardag. 7. september 2017 08:15
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent