Hillingar frumsýna myndband: „Verðum að reyna að finna ljósið í öllu myrkrinu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. september 2017 14:30 Glæsilegt myndband frá Hillingunum. „Kaldar nætur fjallar um þann blákalda raunveruleika sem við búum við hér á landi. Yfir vetrarmánuðina er kuldi og myrkur alltumlykjandi,“ segir Árni Beinteinn, tónlistarmaðurinn og leikstjórinn, um lag og myndband sem Hillingar frumsýna á Vísi í dag. Sveitin frumsýnir nýtt tónlistarmyndband á Vísi þrjá fimmtudaga í röð. Lagið Hyldýpi var frumsýnt fyrir viku og nú er komið að laginu Kaldar nætur. „Það varð kveikjan að textanum sem fjallar um það að harka af sér þrátt fyrir veðurfarið og myrkrið. Við sem búum hér verðum að reyna að finna ljósið í öllu myrkrinu. Þá veltir hljómsveitin því líka fyrir sér hvort að kuldinn herði okkur kannski sem þjóð að einhverju leyti.“ Myndbandið er allt tekið upp í bænum Hólmavík á Ströndum og segir sögu af þremur ungum mönnum sem lifa í bænum. Sem fyrr bregða hljómsveitarmeðlimir sér í hlutverkin í myndbandinu sem er í formi einskonar stuttmyndar. Þegar að ungur bóndasonur í bænum lendir í ógöngum með ófyrirsjáanlegum afleyðingum þá þarf að kalla út björgunarsveitina í bænum sem fer af stað í útkall. „Myndbandið var tekið upp síðastliðinn vetur og tóku upptökur aðeins um 6 klukkutíma á einum degi. Það var eiginlega eini tíminn sem við höfðum því að við náðum bara einum degi í bænum og sólarljósið bauð ekki upp á lengri tíma. Við urðum því að hafa mjög hraðar hendur og þjóta á milli staða en sem betur fer er bærinn ekki mjög stór og því auðvelt að komast á milli staða,“ segir Stefán Þór einn af meðlimum sveitarinnar. Hillingar gáfu út smáskífu á Spotify í lok ágústmánaðar ásamt tónlistarmyndbandi við lagið Hyldýpi. Það er Jóhannes Gauti Óttarsson sem gerir taktana en Egill Árni Jóhannesson tekur myndböndin upp. Redd Lights sjá svo um hljóðblöndun. Kaldar nætur er annað tónlistarmyndbandið sem sveitin sendir frá sér en auk þess er von á því þriðja frá þeim næstkomandi fimmtudag, þann 14. september. Hér að neðan má sjá nýjasta myndbandið frá Hillingum. Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Kaldar nætur fjallar um þann blákalda raunveruleika sem við búum við hér á landi. Yfir vetrarmánuðina er kuldi og myrkur alltumlykjandi,“ segir Árni Beinteinn, tónlistarmaðurinn og leikstjórinn, um lag og myndband sem Hillingar frumsýna á Vísi í dag. Sveitin frumsýnir nýtt tónlistarmyndband á Vísi þrjá fimmtudaga í röð. Lagið Hyldýpi var frumsýnt fyrir viku og nú er komið að laginu Kaldar nætur. „Það varð kveikjan að textanum sem fjallar um það að harka af sér þrátt fyrir veðurfarið og myrkrið. Við sem búum hér verðum að reyna að finna ljósið í öllu myrkrinu. Þá veltir hljómsveitin því líka fyrir sér hvort að kuldinn herði okkur kannski sem þjóð að einhverju leyti.“ Myndbandið er allt tekið upp í bænum Hólmavík á Ströndum og segir sögu af þremur ungum mönnum sem lifa í bænum. Sem fyrr bregða hljómsveitarmeðlimir sér í hlutverkin í myndbandinu sem er í formi einskonar stuttmyndar. Þegar að ungur bóndasonur í bænum lendir í ógöngum með ófyrirsjáanlegum afleyðingum þá þarf að kalla út björgunarsveitina í bænum sem fer af stað í útkall. „Myndbandið var tekið upp síðastliðinn vetur og tóku upptökur aðeins um 6 klukkutíma á einum degi. Það var eiginlega eini tíminn sem við höfðum því að við náðum bara einum degi í bænum og sólarljósið bauð ekki upp á lengri tíma. Við urðum því að hafa mjög hraðar hendur og þjóta á milli staða en sem betur fer er bærinn ekki mjög stór og því auðvelt að komast á milli staða,“ segir Stefán Þór einn af meðlimum sveitarinnar. Hillingar gáfu út smáskífu á Spotify í lok ágústmánaðar ásamt tónlistarmyndbandi við lagið Hyldýpi. Það er Jóhannes Gauti Óttarsson sem gerir taktana en Egill Árni Jóhannesson tekur myndböndin upp. Redd Lights sjá svo um hljóðblöndun. Kaldar nætur er annað tónlistarmyndbandið sem sveitin sendir frá sér en auk þess er von á því þriðja frá þeim næstkomandi fimmtudag, þann 14. september. Hér að neðan má sjá nýjasta myndbandið frá Hillingum.
Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira