Barbúda sögð gjöreyðilögð eftir Irmu Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2017 21:23 Gervihnattamynd sýnir stöðu Irmu austur af Dóminíska lýðveldinu og Haítí kl. rúmlega 18 að íslenskum tíma í dag. Vísir/AFP Meira en 90% bygginga á eyjunni Barbúda á mörkum Karíba- og Atlantshafs eyðilögðust þegar fellibylurinn Irma gekk þar á land í gærkvöldi.The Guardian hefur þetta eftir Gaston Browne, forsætisráðherra Antígva og Barbúda, sem heimsótti síðarnefndu eyjuna í dag. Um 1.500 íbúar eyjarinnar voru algerlega sambandslausir við umheiminn í meira en hálfan sólahring eftir að eyjan lenti í miðju fellibyljarins. Browne segir að einn hafi farist á Barbúda. Í símtali þaðan endurtók hann ítrekað að eyðileggingin á eyjunni væri alger, að sögn The Guardian. Veðurstofa Bandaríkjanna segir að Irma sé nú tæpum 90 kílómetrum austnorðaustan af San Juan á Púertó Ríkó. Vindstyrkur fellibyljarins er enn gríðarlegur, að því er kemur fram hjá Reuters-fréttastofunni. Þegar Irma gekk á land í Karíbahafi í dag náði hún í annað sæti á lista yfir öflugustu fellibylji sem hafa gengið á land á jörðinni frá því að athuganir hófust, jöfn tveimur öðrum byljum. Hún er fimmta stigs fellibylur. Það er hæsta stig fellibylja samkvæmt algengustu skilgreiningu veðurfræðinga.With multiple Caribbean landfalls today, Hurricane #Irma is now tied for the 2nd-strongest landfall in recorded history, anywhere on Earth. pic.twitter.com/4CSOMGQIbD— Eric Holthaus (@EricHolthaus) September 6, 2017 Antígva og Barbúda Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Kjöraðstæður fyrir fellibylji Með hlýnandi loftslagi munu fellibylir verða stærri og kröftugri. 6. september 2017 17:15 Irma hefur þegar valdið miklum skaða Gérard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, segir fjögur sterkbyggðustu byggingar eyjunnar Saint Martin vera eyðilagðar. 6. september 2017 13:02 Irma öflugasti fellibylurinn sem mælst hefur á Atlantshafi Varað við því að Irma geti valdið gríðarlega mikilli eyðileggingu en um 5. stigs fellibyl er að ræða. Ekki er til 6. stig af fellibyl. 6. september 2017 08:49 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Meira en 90% bygginga á eyjunni Barbúda á mörkum Karíba- og Atlantshafs eyðilögðust þegar fellibylurinn Irma gekk þar á land í gærkvöldi.The Guardian hefur þetta eftir Gaston Browne, forsætisráðherra Antígva og Barbúda, sem heimsótti síðarnefndu eyjuna í dag. Um 1.500 íbúar eyjarinnar voru algerlega sambandslausir við umheiminn í meira en hálfan sólahring eftir að eyjan lenti í miðju fellibyljarins. Browne segir að einn hafi farist á Barbúda. Í símtali þaðan endurtók hann ítrekað að eyðileggingin á eyjunni væri alger, að sögn The Guardian. Veðurstofa Bandaríkjanna segir að Irma sé nú tæpum 90 kílómetrum austnorðaustan af San Juan á Púertó Ríkó. Vindstyrkur fellibyljarins er enn gríðarlegur, að því er kemur fram hjá Reuters-fréttastofunni. Þegar Irma gekk á land í Karíbahafi í dag náði hún í annað sæti á lista yfir öflugustu fellibylji sem hafa gengið á land á jörðinni frá því að athuganir hófust, jöfn tveimur öðrum byljum. Hún er fimmta stigs fellibylur. Það er hæsta stig fellibylja samkvæmt algengustu skilgreiningu veðurfræðinga.With multiple Caribbean landfalls today, Hurricane #Irma is now tied for the 2nd-strongest landfall in recorded history, anywhere on Earth. pic.twitter.com/4CSOMGQIbD— Eric Holthaus (@EricHolthaus) September 6, 2017
Antígva og Barbúda Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Kjöraðstæður fyrir fellibylji Með hlýnandi loftslagi munu fellibylir verða stærri og kröftugri. 6. september 2017 17:15 Irma hefur þegar valdið miklum skaða Gérard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, segir fjögur sterkbyggðustu byggingar eyjunnar Saint Martin vera eyðilagðar. 6. september 2017 13:02 Irma öflugasti fellibylurinn sem mælst hefur á Atlantshafi Varað við því að Irma geti valdið gríðarlega mikilli eyðileggingu en um 5. stigs fellibyl er að ræða. Ekki er til 6. stig af fellibyl. 6. september 2017 08:49 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Kjöraðstæður fyrir fellibylji Með hlýnandi loftslagi munu fellibylir verða stærri og kröftugri. 6. september 2017 17:15
Irma hefur þegar valdið miklum skaða Gérard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, segir fjögur sterkbyggðustu byggingar eyjunnar Saint Martin vera eyðilagðar. 6. september 2017 13:02
Irma öflugasti fellibylurinn sem mælst hefur á Atlantshafi Varað við því að Irma geti valdið gríðarlega mikilli eyðileggingu en um 5. stigs fellibyl er að ræða. Ekki er til 6. stig af fellibyl. 6. september 2017 08:49