Stjórnvöld í Washington-borg vilja að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykki að banna sölu á olíu til Norður-Kóreu vegna kjarnavopnatilrauna stjórnvalda í Pjongjang.
Reuters-fréttastofan greinir frá því að auk olíubannsins vilji Bandaríkjamenn að hertar refsiaðgerðir feli í sér bann við útflutningi á vefnaðarvörum frá Norður-Kóreu og að bannað verði að ráða norður-kóreska verkamenn erlendis.
Þá verði eignir Kim Jong-un, leiðtoga landsins, frystar og hann settur í ferðabann.
Nikki Haley, sendirherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, er sögð vilja að öryggisráðið kjósi um tillögu þessa efnis á mánudag.
Óvíst er hins vegar hvort að Rússar eða Kínverjar, sem báðir hafa neitunarvald í ráðinu, styðji tillöguna. Vassilí Nebenzia, sendiherra Rússa, segir mögulega aðeins ótímabært að leggja slíka tillögu fram strax.
Bandaríkin vilja stöðva olíusölu til Norður-Kóreu
Kjartan Kjartansson skrifar
