Kjöraðstæður fyrir fellibylji Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2017 17:15 Irma stefnir nú hraðbyr á Puerto Rico. Vísir/EPA Mikið hefur farið fyrir fellibyljum og óveðrum í Atlants- og Karíbahafinu nú í haust. Það sem hefur einkennt þessi óveður mest er mikill styrkleiki. Kringumstæður í lofthjúpnum yfir Atlantshafinu eru mjög góðar fyrir myndun fellibylja og sjórinn er heitur, sem hefur gert fellibyljunum Harvey og Irmu kleift að safna miklum krafti. Báðir fellibyljirnir teljast sögulegir. Harvey vegna þeirrar úrkomu sem hann gaf frá sér en hann staðnæmdist og úrkoman fór nánast öll á sama svæðið. Irma vegna kraftsins sem fellibylurinn hefur safnað.Extremely dangerous core of Hurricane #Irma closing in on the Virgin Islands. https://t.co/JX426wReY7 pic.twitter.com/Rsa0cF5oxq— NHC Atlantic Ops (@NHC_Atlantic) September 6, 2017 Atlantshafið hefur verið að hitna á undanförnum árum og Karíbahafið er sérstaklega heitt en fellibyljir soga í raun hitann úr sjónum og loftinu og auka kraft sinn þannig. Þá eru vindaðstæður á svæðinu einnig kjörnar fyrir fellibylji þar sem þeir geta haldið krafti sínum vel. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur, segir það ekki að ástæðulausu að fylgst sé náið með veðri og vindum á þessu svæði og á þessum tíma. Enda sé svokallað fellibyljatimabil að ganga yfir.Hlýr sjór nauðsynlegur „Það sem að þarf til er annars vegar inngeislun sólar og það þarf hlýjan sjó, sem er hlýrri en 26,5 gráður. Svo þarf snúningskraft jarðar, sem má hvorki vera of mikill eða of lítill. Þeir myndast ekki á eða við miðbaug og þeir myndast heldur ekki of norðarlega,“ segir Elín í samtali við Vísi. Hún segir fellibylji í raun vera gufuvélar sem þurfi uppgufun frá vatni til að viðhalda sér. Þannig missi þeir kraft þegar þeir fara yfir land þar sem varmaorkan er mun minni en yfir hafinu. Ekki sé nóg að þeir fái bara orku frá sólinni. Óveðrin Katya og Jose fylgja nú Harvey og Irmu eftir en Elín segir það eðlilegt.Ekki fleiri en kröftugri „Ef það eru aðstæður til að mynda einn rosalega sterkan fellibyl eru líkur á því að það séu einnig aðstæður til að mynda fleiri í einu.“ Hún segir einnig að líkön geri ráð fyrir því að öflugum fellibyljum muni fjölga með hlýnandi sjó. Það er ekki að fellibyljum muni fjölga heldur muni þeir verða kröftugri. „Sem sagt það blási meira og rigni meira úr þeim. Það er þó ekki að sjá að fjöldi fellibylja muni aukast. Að þeir sem myndast verða sterkari.“Hér að neðan má sjá tvö myndbönd frá því þegar Irma gekk á land á eyjunni Saint Martins í Karíbahafinu í nótt. Fellibylurinn Irma Veður Tengdar fréttir Fimmta stigs fellibylur ógnar Ameríku Fjölmargar eyjar í Kyrrahafi hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Irmu. Stormurinn stefnir á Flórída en þar sem stutt er liðið frá því að Harvey hrelldi Bandaríkin gætu neyðarsjóðir klárast. 6. september 2017 06:00 Fylgstu með Irmu á gagnvirku korti Fellibylurinn Irma fer nú yfir eyjarnar á Karíbahafi en hún er öflugasti fellibylur sem mælst hefur á Atlantshafi. 6. september 2017 09:04 Irma hefur þegar valdið miklum skaða Gérard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, segir fjögur sterkbyggðustu byggingar eyjunnar Saint Martin vera eyðilagðar. 6. september 2017 13:02 Irma öflugasti fellibylurinn sem mælst hefur á Atlantshafi Varað við því að Irma geti valdið gríðarlega mikilli eyðileggingu en um 5. stigs fellibyl er að ræða. Ekki er til 6. stig af fellibyl. 6. september 2017 08:49 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin Sjá meira
Mikið hefur farið fyrir fellibyljum og óveðrum í Atlants- og Karíbahafinu nú í haust. Það sem hefur einkennt þessi óveður mest er mikill styrkleiki. Kringumstæður í lofthjúpnum yfir Atlantshafinu eru mjög góðar fyrir myndun fellibylja og sjórinn er heitur, sem hefur gert fellibyljunum Harvey og Irmu kleift að safna miklum krafti. Báðir fellibyljirnir teljast sögulegir. Harvey vegna þeirrar úrkomu sem hann gaf frá sér en hann staðnæmdist og úrkoman fór nánast öll á sama svæðið. Irma vegna kraftsins sem fellibylurinn hefur safnað.Extremely dangerous core of Hurricane #Irma closing in on the Virgin Islands. https://t.co/JX426wReY7 pic.twitter.com/Rsa0cF5oxq— NHC Atlantic Ops (@NHC_Atlantic) September 6, 2017 Atlantshafið hefur verið að hitna á undanförnum árum og Karíbahafið er sérstaklega heitt en fellibyljir soga í raun hitann úr sjónum og loftinu og auka kraft sinn þannig. Þá eru vindaðstæður á svæðinu einnig kjörnar fyrir fellibylji þar sem þeir geta haldið krafti sínum vel. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur, segir það ekki að ástæðulausu að fylgst sé náið með veðri og vindum á þessu svæði og á þessum tíma. Enda sé svokallað fellibyljatimabil að ganga yfir.Hlýr sjór nauðsynlegur „Það sem að þarf til er annars vegar inngeislun sólar og það þarf hlýjan sjó, sem er hlýrri en 26,5 gráður. Svo þarf snúningskraft jarðar, sem má hvorki vera of mikill eða of lítill. Þeir myndast ekki á eða við miðbaug og þeir myndast heldur ekki of norðarlega,“ segir Elín í samtali við Vísi. Hún segir fellibylji í raun vera gufuvélar sem þurfi uppgufun frá vatni til að viðhalda sér. Þannig missi þeir kraft þegar þeir fara yfir land þar sem varmaorkan er mun minni en yfir hafinu. Ekki sé nóg að þeir fái bara orku frá sólinni. Óveðrin Katya og Jose fylgja nú Harvey og Irmu eftir en Elín segir það eðlilegt.Ekki fleiri en kröftugri „Ef það eru aðstæður til að mynda einn rosalega sterkan fellibyl eru líkur á því að það séu einnig aðstæður til að mynda fleiri í einu.“ Hún segir einnig að líkön geri ráð fyrir því að öflugum fellibyljum muni fjölga með hlýnandi sjó. Það er ekki að fellibyljum muni fjölga heldur muni þeir verða kröftugri. „Sem sagt það blási meira og rigni meira úr þeim. Það er þó ekki að sjá að fjöldi fellibylja muni aukast. Að þeir sem myndast verða sterkari.“Hér að neðan má sjá tvö myndbönd frá því þegar Irma gekk á land á eyjunni Saint Martins í Karíbahafinu í nótt.
Fellibylurinn Irma Veður Tengdar fréttir Fimmta stigs fellibylur ógnar Ameríku Fjölmargar eyjar í Kyrrahafi hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Irmu. Stormurinn stefnir á Flórída en þar sem stutt er liðið frá því að Harvey hrelldi Bandaríkin gætu neyðarsjóðir klárast. 6. september 2017 06:00 Fylgstu með Irmu á gagnvirku korti Fellibylurinn Irma fer nú yfir eyjarnar á Karíbahafi en hún er öflugasti fellibylur sem mælst hefur á Atlantshafi. 6. september 2017 09:04 Irma hefur þegar valdið miklum skaða Gérard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, segir fjögur sterkbyggðustu byggingar eyjunnar Saint Martin vera eyðilagðar. 6. september 2017 13:02 Irma öflugasti fellibylurinn sem mælst hefur á Atlantshafi Varað við því að Irma geti valdið gríðarlega mikilli eyðileggingu en um 5. stigs fellibyl er að ræða. Ekki er til 6. stig af fellibyl. 6. september 2017 08:49 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin Sjá meira
Fimmta stigs fellibylur ógnar Ameríku Fjölmargar eyjar í Kyrrahafi hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Irmu. Stormurinn stefnir á Flórída en þar sem stutt er liðið frá því að Harvey hrelldi Bandaríkin gætu neyðarsjóðir klárast. 6. september 2017 06:00
Fylgstu með Irmu á gagnvirku korti Fellibylurinn Irma fer nú yfir eyjarnar á Karíbahafi en hún er öflugasti fellibylur sem mælst hefur á Atlantshafi. 6. september 2017 09:04
Irma hefur þegar valdið miklum skaða Gérard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, segir fjögur sterkbyggðustu byggingar eyjunnar Saint Martin vera eyðilagðar. 6. september 2017 13:02
Irma öflugasti fellibylurinn sem mælst hefur á Atlantshafi Varað við því að Irma geti valdið gríðarlega mikilli eyðileggingu en um 5. stigs fellibyl er að ræða. Ekki er til 6. stig af fellibyl. 6. september 2017 08:49