Renault-Nissan þróar rafmagnsbíl fyrir Kínverja Finnur Thorlacius skrifar 6. september 2017 11:15 Renault Zoe rafmagnsbíllinn hefur selst gríðarvel í Evrópu á síðustu árum. Renault-Nissan og Dongfeng Motor Group í Kína hafa tekið höndum saman um samvinnu við þróun rafmagnsbíls sem bæði fyrirtækin leggja mikla áherslu á að verði raunverulegur og samkeppnishæfur kostur á kínverska neytendamarkaðnum, þar sem almennur kaupmáttur hefur aukist hratt síðustu ár. Ætlunin er að nýta sem best langa og farsæla reynslu Renault-Nissan af þróun og framleiðslu grænna bíla á borð við Nissan Leaf og Renault ZOE sem eru mest seldu rafmagnsbílar heims og síðan innviðatengsl Dongfeng á sviði nýrra orkugjafa sem mætt geti þörfum kínverska markaðarins. Stofnað hefur verið félag um samstarfið, eGT New Energy Automotive Co., Ltd., sem sjá mun um hönnun á nýjum, litlum og sportlegum rafmagnsbíl á stærð við Renault Tvingo sem verður búinn allri nýjustu tækni á borð við nettengingu og fleira sem kínverskir neytendur gera ríka kröfu um í daglegu lífi. Bíllinn verður framleiddur í bílaverksmiðju Dongfeng í Shiyan í Hubei-héraði sem hefur um 120 þúsund bíla framleiðslugetu á ári. Áætlað er að hefja framleiðslu á nýja rafmagnsbílnum árið 2019. Samkvæmt upplýsingum Sammtaka bílaframleiðenda í Kína er Kína stærsti markaður fyrir rafmagsbíla í heiminum í dag. Á síðasta ári voru 257 þúsund slíkir bílar seldir í landinu, 121% fleiri en 2015. Það sem af er þessu ári hafa 223 þúsund rafmagnsbílar verði framleiddir í Kína og eru um 204 þúsund þeirra þegar komnir á götuna. Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent
Renault-Nissan og Dongfeng Motor Group í Kína hafa tekið höndum saman um samvinnu við þróun rafmagnsbíls sem bæði fyrirtækin leggja mikla áherslu á að verði raunverulegur og samkeppnishæfur kostur á kínverska neytendamarkaðnum, þar sem almennur kaupmáttur hefur aukist hratt síðustu ár. Ætlunin er að nýta sem best langa og farsæla reynslu Renault-Nissan af þróun og framleiðslu grænna bíla á borð við Nissan Leaf og Renault ZOE sem eru mest seldu rafmagnsbílar heims og síðan innviðatengsl Dongfeng á sviði nýrra orkugjafa sem mætt geti þörfum kínverska markaðarins. Stofnað hefur verið félag um samstarfið, eGT New Energy Automotive Co., Ltd., sem sjá mun um hönnun á nýjum, litlum og sportlegum rafmagnsbíl á stærð við Renault Tvingo sem verður búinn allri nýjustu tækni á borð við nettengingu og fleira sem kínverskir neytendur gera ríka kröfu um í daglegu lífi. Bíllinn verður framleiddur í bílaverksmiðju Dongfeng í Shiyan í Hubei-héraði sem hefur um 120 þúsund bíla framleiðslugetu á ári. Áætlað er að hefja framleiðslu á nýja rafmagnsbílnum árið 2019. Samkvæmt upplýsingum Sammtaka bílaframleiðenda í Kína er Kína stærsti markaður fyrir rafmagsbíla í heiminum í dag. Á síðasta ári voru 257 þúsund slíkir bílar seldir í landinu, 121% fleiri en 2015. Það sem af er þessu ári hafa 223 þúsund rafmagnsbílar verði framleiddir í Kína og eru um 204 þúsund þeirra þegar komnir á götuna.
Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent