Arna Kristín endurráðin framkvæmdastjóri Sinfó Atli Ísleifsson skrifar 6. september 2017 10:09 Arna Kristín hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra frá árinu 2013. Sinfóníuhljómsveit Íslands Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur endurráðið Örnu Kristínu Einarsdóttur framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar frá og með 1. september til fjögurra ára. Í tilkynningu frá Sinfóníunni kemur fram að Arna Kristín hafi gegnt stöðu framkvæmdastjóra frá árinu 2013. Áður var hún tónleikastjóri hljómsveitarinnar frá árinu 2007. „Þá starfaði hún sem flautuleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands og í Bretlandi um árabil. Arna Kristín er með meistaragráðu í menningar- og menntastjórnun frá Háskólanum á Bifröst, einleikarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og háskólagráður í þverflautuleik frá Indiana University í Bloomington í Bandaríkjunum og Royal Northern College of Music í Englandi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Sigurbirni Þorkelssyni stjórnarformanni að stjórn Sinfóníuhljómsveitarinnar hafi átt gott og farsælt samstarf við Örnu Kristínu Einarsdóttur síðustu fjögur ár. „Arna Kristín er með skýra sýn á stefnu hljómsveitarinnar bæði hvað rekstur og listræn markmið varðar og hefur náð að styrkja stöðu hljómsveitarinnar.“ Arna Kristín segir það vera forréttindi að fá að leiða þann sterka hóp sem starfi hjá sveitinni. „Það þarf margar hendur til að reka eina sinfóníuhljómsveit, stofnun sem telur 100 manns, stendur fyrir meira en 100 viðburðum á ári og leikur fyrir nær fjórðung þjóðarinnar ár hvert. Ég er stoltust af því að hafa á síðustu fjórum árum náð að styrkja listræna stöðu hljómsveitarinnar með því að ná samstarfssamningum við listamenn á borð við Yan Pascal Tortelier aðalhljómsveitarstjóra, Osmo Vänskä aðalgesta- og heiðursstjórnanda og Daníel Bjarnason staðarlistamann. Þær listrænu áherslur og sá árangur sem hljómsveitin hefur náð við bestu aðstæður í Hörpu hefur skilað rekstrinum í jafnvægi og aukið áheyrendafjölda hljómsveitarinnar. Mest gleðst ég þó yfir jákvæðri afstöðu þjóðarinnar til hljómsveitarinnar. Ég finn mjög sterkt til ábyrgðar að vera treyst fyrir þessu dýrmæta fjöreggi þjóðarinnar sem henni hefur þótt svo vænt um og hún gætt svo vel að, allt frá stofnun árið 1950. Ég er líka svo heppin að tónlist er ástríða mín í lífinu og ég trúi svo heitt á mátt listarinnar fyrir allt samfélagið,“ segir Arna Kristín. Ráðningar Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur endurráðið Örnu Kristínu Einarsdóttur framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar frá og með 1. september til fjögurra ára. Í tilkynningu frá Sinfóníunni kemur fram að Arna Kristín hafi gegnt stöðu framkvæmdastjóra frá árinu 2013. Áður var hún tónleikastjóri hljómsveitarinnar frá árinu 2007. „Þá starfaði hún sem flautuleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands og í Bretlandi um árabil. Arna Kristín er með meistaragráðu í menningar- og menntastjórnun frá Háskólanum á Bifröst, einleikarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og háskólagráður í þverflautuleik frá Indiana University í Bloomington í Bandaríkjunum og Royal Northern College of Music í Englandi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Sigurbirni Þorkelssyni stjórnarformanni að stjórn Sinfóníuhljómsveitarinnar hafi átt gott og farsælt samstarf við Örnu Kristínu Einarsdóttur síðustu fjögur ár. „Arna Kristín er með skýra sýn á stefnu hljómsveitarinnar bæði hvað rekstur og listræn markmið varðar og hefur náð að styrkja stöðu hljómsveitarinnar.“ Arna Kristín segir það vera forréttindi að fá að leiða þann sterka hóp sem starfi hjá sveitinni. „Það þarf margar hendur til að reka eina sinfóníuhljómsveit, stofnun sem telur 100 manns, stendur fyrir meira en 100 viðburðum á ári og leikur fyrir nær fjórðung þjóðarinnar ár hvert. Ég er stoltust af því að hafa á síðustu fjórum árum náð að styrkja listræna stöðu hljómsveitarinnar með því að ná samstarfssamningum við listamenn á borð við Yan Pascal Tortelier aðalhljómsveitarstjóra, Osmo Vänskä aðalgesta- og heiðursstjórnanda og Daníel Bjarnason staðarlistamann. Þær listrænu áherslur og sá árangur sem hljómsveitin hefur náð við bestu aðstæður í Hörpu hefur skilað rekstrinum í jafnvægi og aukið áheyrendafjölda hljómsveitarinnar. Mest gleðst ég þó yfir jákvæðri afstöðu þjóðarinnar til hljómsveitarinnar. Ég finn mjög sterkt til ábyrgðar að vera treyst fyrir þessu dýrmæta fjöreggi þjóðarinnar sem henni hefur þótt svo vænt um og hún gætt svo vel að, allt frá stofnun árið 1950. Ég er líka svo heppin að tónlist er ástríða mín í lífinu og ég trúi svo heitt á mátt listarinnar fyrir allt samfélagið,“ segir Arna Kristín.
Ráðningar Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira