Farið var í Costco-verslun í Halifax í Kanada þar sem keypt var stöðluð matarkarfa þáttanna með algengum matvörum á borð við mjólk, brauð, hakk, safa, eplum, eggjum og grænmeti.
Sama verslanakeðja, sitthvort landið og þetta var niðurstaðan:

Eðlilegt er í svona samanburði að taka tillit til þess hver launakjör eru í viðkomandi löndum.
Laun eru vissulega hærri á Íslandi, en munurinn er ekki svona mikill. Samkvæmt nýjustu tölum efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD eru meðallaun á Íslandi tæplega 16 prósentum hærri á Íslandi en í Kanada.