Erlendir ríkisborgarar um 12 prósent af vinnuafli á Íslandi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. september 2017 20:00 Stöð 2/Arnar Halldórsson. Erlendir ríkisborgarar eru nú um 12 prósent af vinnuafli hér á landi og hafa þeir aldrei verið fleiri. Sérfræðingur hjá Vinnumálstofnun telur að þeim muni halda áfram að fjölga. Þá segir prófessor í hagfræði við Lundúnarháskóla að nú beri meira á óöruggri atvinnu og að svokölluð fjöldavinnumiðlun sé framtíðin. Samkvæmt tölum sem Vinnumálastofnun tók saman voru rúmlega tuttugu og fjögur þúsund erlendir starfsmenn hér á landi í júní 2017. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd fjölgar erlendum starfsmönnum á landinu með hverjum mánuði sem líður. Í lok ársins 2016 var erlent vinnuafl 10,6 prósent af vinnumarkaði en í byrjun ársins var það tíu prósent. Í síðustu efnahagsuppsveiflu náði fjöldi erlendra starfsmanna hámarki árið 2008 þegar þeir voru rúmlega átján þúsund um mitt sumarið. Þetta þýðir að um sex þúsund fleiri erlendir starfsmenn eru á landinu en árið 2008. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, telur að þróunin muni koma til með að halda áfram. „Það er að vísu að hægja svolítið til í ferðaþjónustu og spurning hvernig það þróast á næstu misserum en það er ennþá mikil eftirspurn í byggingariðnaði og mikið sem þarf að byggja upp á komandi misserum og við gerum ráð fyrir að það þurfi að manna það að miklu leiti með erlendu vinnuafli,“ segir Karl. Fjölmennasti hópurinn sé frá Póllandi, eða fjörutíu til fimmtíu prósent. Stór hluti erlends vinnuafls sem hefur komið hingað til lands síðastliðin ár er ekki ráðið beint af hérlendum fyrirtækjum heldur erlendum og íslenskum starfsmannaleigum. Erlent vinnuafl fær oft ekki laun í samræmi við íslenska staðla og sjálfboðavinna eykst. Þannig má segja að við séum komin með stórt innflutt og ódýrt vinnuafl á íslenskan atvinnumarkað. Guy Standing, prófessor í hagfræði við Lundúnarháskóla, hélt tölu um atvinnumál innflytjenda á ráðstefnu á vegum Háskóla Íslands í dag. Hann er þekktur fyrir gagnrýni sína á kapitalsima og kenningar um innflytjendamál. Hann segir að þróunin á Íslandi sé sú sama víða á vesturlöndunum. „Meira ber núna á óstöðugu vinnuafli, óöruggri atvinnu og skammtímasamningum.Á sama tíma ber meira á fyrirbæri sem sést ekki enn á Íslandi en hefur mikil áhrif í öðrum löndumnúna, svokölluð fjöldavinnumiðlun.Þarna er um að ræða miðlunhvers kyns atvinnu á Netinu.Í framtíðinni munum við sjáað hreyfingar á vinnumarkaðifari í auknum mæli fram á Netinuþar sem engin bein samskiptieru milli atvinnurekandaog launamanns,“ segir Guy. Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Sjá meira
Erlendir ríkisborgarar eru nú um 12 prósent af vinnuafli hér á landi og hafa þeir aldrei verið fleiri. Sérfræðingur hjá Vinnumálstofnun telur að þeim muni halda áfram að fjölga. Þá segir prófessor í hagfræði við Lundúnarháskóla að nú beri meira á óöruggri atvinnu og að svokölluð fjöldavinnumiðlun sé framtíðin. Samkvæmt tölum sem Vinnumálastofnun tók saman voru rúmlega tuttugu og fjögur þúsund erlendir starfsmenn hér á landi í júní 2017. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd fjölgar erlendum starfsmönnum á landinu með hverjum mánuði sem líður. Í lok ársins 2016 var erlent vinnuafl 10,6 prósent af vinnumarkaði en í byrjun ársins var það tíu prósent. Í síðustu efnahagsuppsveiflu náði fjöldi erlendra starfsmanna hámarki árið 2008 þegar þeir voru rúmlega átján þúsund um mitt sumarið. Þetta þýðir að um sex þúsund fleiri erlendir starfsmenn eru á landinu en árið 2008. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, telur að þróunin muni koma til með að halda áfram. „Það er að vísu að hægja svolítið til í ferðaþjónustu og spurning hvernig það þróast á næstu misserum en það er ennþá mikil eftirspurn í byggingariðnaði og mikið sem þarf að byggja upp á komandi misserum og við gerum ráð fyrir að það þurfi að manna það að miklu leiti með erlendu vinnuafli,“ segir Karl. Fjölmennasti hópurinn sé frá Póllandi, eða fjörutíu til fimmtíu prósent. Stór hluti erlends vinnuafls sem hefur komið hingað til lands síðastliðin ár er ekki ráðið beint af hérlendum fyrirtækjum heldur erlendum og íslenskum starfsmannaleigum. Erlent vinnuafl fær oft ekki laun í samræmi við íslenska staðla og sjálfboðavinna eykst. Þannig má segja að við séum komin með stórt innflutt og ódýrt vinnuafl á íslenskan atvinnumarkað. Guy Standing, prófessor í hagfræði við Lundúnarháskóla, hélt tölu um atvinnumál innflytjenda á ráðstefnu á vegum Háskóla Íslands í dag. Hann er þekktur fyrir gagnrýni sína á kapitalsima og kenningar um innflytjendamál. Hann segir að þróunin á Íslandi sé sú sama víða á vesturlöndunum. „Meira ber núna á óstöðugu vinnuafli, óöruggri atvinnu og skammtímasamningum.Á sama tíma ber meira á fyrirbæri sem sést ekki enn á Íslandi en hefur mikil áhrif í öðrum löndumnúna, svokölluð fjöldavinnumiðlun.Þarna er um að ræða miðlunhvers kyns atvinnu á Netinu.Í framtíðinni munum við sjáað hreyfingar á vinnumarkaðifari í auknum mæli fram á Netinuþar sem engin bein samskiptieru milli atvinnurekandaog launamanns,“ segir Guy.
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Sjá meira