Felur starfshóp að koma með tillögur um starfsemi Uber og Lyft hér á landi Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. september 2017 19:00 Jón Gunnarsson samgönguráðherra hyggst skipa starfshóp til að kanna möguleikann á starfsemi fyrirtækja eins og Uber og Lyft hér á landi til að mæta vaxandi eftirspurn eftir leigubílum. Ráðherrann hefur þegar ákveðið að fjölga leyfum til leigubílaaksturs. Langar biðraðir myndast í miðbæ Reykjavíkur um helgar af fólki sem bíður eftir leigubíl og hafa birst myndir af þessum röðum á samfélagsmiðlum. Þetta er ástand sem hefur varað í mörg ár. Á sama tíma blómstrar svört atvinnustarfsemi svokallaðra skutlara sem taka að sér að keyra fólk gegn greiðslu. Fer þessi starfsemi að miklu leyti fram í grúppunni Skutlarar! á Facebook en í henni eru núna rúmlega 37 þúsund manns. Ekkert eftirlit er með þessari starfsemi, engir skattar eru greiddir af keyptri þjónustu og ekkert gagnsæi. Leiða má líkur að því að veltan hlaupi árlega á háum fjárhæðum í ljósi þess hversu margir eru skráðir í grúppuna og notfæra sér þjónustuna. Erlendis hefur starfsemi fyrirtækja eins og Uber og Lyft blómstrað. Með einföldu appi frá þessum fyrirtækjum í símanum getur notandinn séð fyrir fram hvað ferðin kostar og greiðir með appinu sjálfu. Að ferð lokinni fær hann síðan tölvupóst með upplýsingum á korti um þá leið sem ekin var. Notendur gefa bílstjórum einkunn fyrir þjónustuna og notendur fá sömuleiðis einkunn frá bílstjórum. Uber hefur útvegað bílstjórum hagkvæma fjármögnun á bifreiðar og þá geta viðskiptavinir valið milli mismunandi þjónustu, eftir því hvort þeir vilja deila ferðinni með öðrum (pool) og greiða þá lægra verð eða ferðast einir. Eða jafnvel valið fínni bíl sem þeir ferðast með og greiða þá hærra verð. Reykjavík er eina höfuðborgin á Norðurlöndunum þar sem þjónusta Uber er ekki aðgengileg. Alls fóru 472.672 ferðamenn um Keflavíkurflugvöll árið 2008. Þá voru virk leigubílaleyfi í landinu 537 talsins. Árið 2015 fóru 1.261.938 ferðamenn um Keflavíkurflugvöll en virk leigubílaleyfi í Reykjavík og á Suðurnesjum voru þá 547. Á meðan fjöldi ferðamanna næstum þrefaldaðist fjölgaði virkum leigubílaleyfum um tíu. Jón Gunnarsson samgönguráðherra hefur boðað fjölgun á leigubílaleyfum. Í ráðuneyti hans hefur starfsemi fyrirtækja eins og Uber og Lyft einnig verið til skoðunar en breyta þarf reglugerð um leigubifreiðar til að þessi fyrirtæki geti boðið þjónustu sína hér á landi. „Ég geri ráð fyrir ákvörðun fljótlega um þau mál (fjölgun leyfa). Á sama tíma erum við í gagnaöflun um breytingar á alþjóðavettvangi í þessum málum. Við erum að safna því saman og í framhaldi af því, sem verður þá fljótlega í haust, munum við setja saman vinnuhóp sem fær það verkefni að vinna úr þeirri gagnaöflun og koma með tillögur um framtíðarskipan þessara mála hér á Íslandi,“ segir Jón. Hann segir að starfshópurinn muni sérstaklega skoða Uber og Lyft enda hafi komið fram óánægja bæði frá neytendum og erlendum eftirlitsaðilum um núverandi skipan mála. Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur þegar gert athugasemdir við norska löggjöf um leigubíla sem er keimlík þeirri íslensku en í Noregi eru fjöldatakmarkanir á útgefnum leyfum til leigubílaaksturs rétt eins og á Íslandi. Þá gerði ESA athugasemdir við að leyfishafar væru skyldaðir til að hafa afgreiðslu á leigubifreiðastöð. ESA hefur skorað á norsk stjórnvöld að breyta löggjöfinni ella verði höfðað mál á hendur norska ríkinu fyrir EFTA-dómstólnum. Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira
Jón Gunnarsson samgönguráðherra hyggst skipa starfshóp til að kanna möguleikann á starfsemi fyrirtækja eins og Uber og Lyft hér á landi til að mæta vaxandi eftirspurn eftir leigubílum. Ráðherrann hefur þegar ákveðið að fjölga leyfum til leigubílaaksturs. Langar biðraðir myndast í miðbæ Reykjavíkur um helgar af fólki sem bíður eftir leigubíl og hafa birst myndir af þessum röðum á samfélagsmiðlum. Þetta er ástand sem hefur varað í mörg ár. Á sama tíma blómstrar svört atvinnustarfsemi svokallaðra skutlara sem taka að sér að keyra fólk gegn greiðslu. Fer þessi starfsemi að miklu leyti fram í grúppunni Skutlarar! á Facebook en í henni eru núna rúmlega 37 þúsund manns. Ekkert eftirlit er með þessari starfsemi, engir skattar eru greiddir af keyptri þjónustu og ekkert gagnsæi. Leiða má líkur að því að veltan hlaupi árlega á háum fjárhæðum í ljósi þess hversu margir eru skráðir í grúppuna og notfæra sér þjónustuna. Erlendis hefur starfsemi fyrirtækja eins og Uber og Lyft blómstrað. Með einföldu appi frá þessum fyrirtækjum í símanum getur notandinn séð fyrir fram hvað ferðin kostar og greiðir með appinu sjálfu. Að ferð lokinni fær hann síðan tölvupóst með upplýsingum á korti um þá leið sem ekin var. Notendur gefa bílstjórum einkunn fyrir þjónustuna og notendur fá sömuleiðis einkunn frá bílstjórum. Uber hefur útvegað bílstjórum hagkvæma fjármögnun á bifreiðar og þá geta viðskiptavinir valið milli mismunandi þjónustu, eftir því hvort þeir vilja deila ferðinni með öðrum (pool) og greiða þá lægra verð eða ferðast einir. Eða jafnvel valið fínni bíl sem þeir ferðast með og greiða þá hærra verð. Reykjavík er eina höfuðborgin á Norðurlöndunum þar sem þjónusta Uber er ekki aðgengileg. Alls fóru 472.672 ferðamenn um Keflavíkurflugvöll árið 2008. Þá voru virk leigubílaleyfi í landinu 537 talsins. Árið 2015 fóru 1.261.938 ferðamenn um Keflavíkurflugvöll en virk leigubílaleyfi í Reykjavík og á Suðurnesjum voru þá 547. Á meðan fjöldi ferðamanna næstum þrefaldaðist fjölgaði virkum leigubílaleyfum um tíu. Jón Gunnarsson samgönguráðherra hefur boðað fjölgun á leigubílaleyfum. Í ráðuneyti hans hefur starfsemi fyrirtækja eins og Uber og Lyft einnig verið til skoðunar en breyta þarf reglugerð um leigubifreiðar til að þessi fyrirtæki geti boðið þjónustu sína hér á landi. „Ég geri ráð fyrir ákvörðun fljótlega um þau mál (fjölgun leyfa). Á sama tíma erum við í gagnaöflun um breytingar á alþjóðavettvangi í þessum málum. Við erum að safna því saman og í framhaldi af því, sem verður þá fljótlega í haust, munum við setja saman vinnuhóp sem fær það verkefni að vinna úr þeirri gagnaöflun og koma með tillögur um framtíðarskipan þessara mála hér á Íslandi,“ segir Jón. Hann segir að starfshópurinn muni sérstaklega skoða Uber og Lyft enda hafi komið fram óánægja bæði frá neytendum og erlendum eftirlitsaðilum um núverandi skipan mála. Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur þegar gert athugasemdir við norska löggjöf um leigubíla sem er keimlík þeirri íslensku en í Noregi eru fjöldatakmarkanir á útgefnum leyfum til leigubílaaksturs rétt eins og á Íslandi. Þá gerði ESA athugasemdir við að leyfishafar væru skyldaðir til að hafa afgreiðslu á leigubifreiðastöð. ESA hefur skorað á norsk stjórnvöld að breyta löggjöfinni ella verði höfðað mál á hendur norska ríkinu fyrir EFTA-dómstólnum.
Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira