Útiloka ekki notkun kjarnavopna gegn Norður-Kóreu Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2017 06:43 Shinzo Abe og Donald Trump ræddu saman í síma í gærkvöldi. Vísir/AFP Bandaríkin útiloka ekki neitt þegar kemur að viðbrögðum við vetnissprengjutilraun Norður-Kóreu um helgina. Notkun kjarnavopna er því fyllilega ennþá inni í myndinni. Þetta er meðal þess sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, ræddu í símtali í gærkvöldi. Hvíta húsið birti útprent af símtalinu en þar kemur fram að Trump hafi lýst því að Bandaríkin væru staðráðin í að vernda bandamenn sína í heimshlutanum frá hvers kyns ógn. Myndu þau gera það með öllum þeim úrræðum sem þau byggju yfir; jafnt viðskiptaþvingunum, hefðbundnari leiðum sem og með notkun kjarnavopna. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, James Mattis, tók þó ekki jafn djúpt í árinni í nótt. Hann sagði að frekari ögrunum Norður-Kóreu yrði svarað með „umfangsmiklum hernaðaraðgerðum“ - en þó væri gjöreyðing ríkisins ekki uppi á borðum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun koma saman í dag til að ræða nýjustu flugskeytatilraunir Norður-Kóreu. Alþjóðasamfélagið hefur fordæmt tilraunirnar, þar á meðal yfirvöld í Suður-Kóreu, Kína og Bandaríkjunum. Þá var því haldið fram í suður-kóreskum miðlum nú í morgun að her landsins væri fullviss um að nágrannar þeirra í norðri undirbyggju nú annað flugskeyti. Það er talið vera langdræg flaug með fluggetu upp á þúsundir kílómetra. Suður-kóreski herinn hóf eldflaugaæfingu snemma á mánudagsmorgun að staðartíma þar sem meðal annars var sett á svið árás á stærsta kjarnaofn Norður-Kóreu. Norður-Kórea Tengdar fréttir Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa Stjórnvöld í Pyongyang sprengdu í gær vetnissprengju. Vopnið er þróaðra og öflugra en talið var að ríkið byggi yfir. Leiðtogar stærstu ríkja heims fordæma árásina. Flestir kalla eftir hertum þvingunaraðgerðum vegna tilraunarinnar. 4. september 2017 06:00 Trump um aðgerðir Norður-Kóreu: „Þeir skilja bara eitt“ Bandaríkjaforseti segir hegðun einræðisríkisins fjandsamlega og Kína til skammar. 3. september 2017 12:14 Ógninni verði svarað með umfangsmiklum hernaðaraðgerðum James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ræddi við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag og sagði Bandaríkin hafa alla burði til að verja sig og bandamenn sína. 3. september 2017 20:17 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Bandaríkin útiloka ekki neitt þegar kemur að viðbrögðum við vetnissprengjutilraun Norður-Kóreu um helgina. Notkun kjarnavopna er því fyllilega ennþá inni í myndinni. Þetta er meðal þess sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, ræddu í símtali í gærkvöldi. Hvíta húsið birti útprent af símtalinu en þar kemur fram að Trump hafi lýst því að Bandaríkin væru staðráðin í að vernda bandamenn sína í heimshlutanum frá hvers kyns ógn. Myndu þau gera það með öllum þeim úrræðum sem þau byggju yfir; jafnt viðskiptaþvingunum, hefðbundnari leiðum sem og með notkun kjarnavopna. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, James Mattis, tók þó ekki jafn djúpt í árinni í nótt. Hann sagði að frekari ögrunum Norður-Kóreu yrði svarað með „umfangsmiklum hernaðaraðgerðum“ - en þó væri gjöreyðing ríkisins ekki uppi á borðum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun koma saman í dag til að ræða nýjustu flugskeytatilraunir Norður-Kóreu. Alþjóðasamfélagið hefur fordæmt tilraunirnar, þar á meðal yfirvöld í Suður-Kóreu, Kína og Bandaríkjunum. Þá var því haldið fram í suður-kóreskum miðlum nú í morgun að her landsins væri fullviss um að nágrannar þeirra í norðri undirbyggju nú annað flugskeyti. Það er talið vera langdræg flaug með fluggetu upp á þúsundir kílómetra. Suður-kóreski herinn hóf eldflaugaæfingu snemma á mánudagsmorgun að staðartíma þar sem meðal annars var sett á svið árás á stærsta kjarnaofn Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa Stjórnvöld í Pyongyang sprengdu í gær vetnissprengju. Vopnið er þróaðra og öflugra en talið var að ríkið byggi yfir. Leiðtogar stærstu ríkja heims fordæma árásina. Flestir kalla eftir hertum þvingunaraðgerðum vegna tilraunarinnar. 4. september 2017 06:00 Trump um aðgerðir Norður-Kóreu: „Þeir skilja bara eitt“ Bandaríkjaforseti segir hegðun einræðisríkisins fjandsamlega og Kína til skammar. 3. september 2017 12:14 Ógninni verði svarað með umfangsmiklum hernaðaraðgerðum James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ræddi við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag og sagði Bandaríkin hafa alla burði til að verja sig og bandamenn sína. 3. september 2017 20:17 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa Stjórnvöld í Pyongyang sprengdu í gær vetnissprengju. Vopnið er þróaðra og öflugra en talið var að ríkið byggi yfir. Leiðtogar stærstu ríkja heims fordæma árásina. Flestir kalla eftir hertum þvingunaraðgerðum vegna tilraunarinnar. 4. september 2017 06:00
Trump um aðgerðir Norður-Kóreu: „Þeir skilja bara eitt“ Bandaríkjaforseti segir hegðun einræðisríkisins fjandsamlega og Kína til skammar. 3. september 2017 12:14
Ógninni verði svarað með umfangsmiklum hernaðaraðgerðum James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ræddi við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag og sagði Bandaríkin hafa alla burði til að verja sig og bandamenn sína. 3. september 2017 20:17