Lewis Hamilton vann á Monza Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 3. september 2017 13:21 Hamilton ók óaðfinnanlega í dag. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes vann aðra keppnina í röð í dag. Hann tók með því forystu í heimsmeistarakeppni ökumanna. Hamilton stakk af strax í upphafi og var aldrei ógnað eftir það. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. Hamilton hefur nú tekið forystuna í heimsmeistarakeppni ökumanna í fyrsta skipti á tímabilinu. Hann leiðir með þremur stigum, Vettel er annar og Bottas þriðji. Kimi Raikkonen komst fram úr Valtteri Bottas strax í ræsingunni. Hamilton hélt forystunni en Lance Stroll og Esteban Ocon skiptu um stöðu fyrir aftan Hamilton. Raikkonen tapaði stöðunni aftur til Bottas undir lok fyrsta hrings. Felipe Massa og Max Verstappen lentu í samstuði í gegnum fyrstu beygjuna á þriðja hring og vinstra framdekkið á bíl Verstappen sprakk. Vettel kom sér fram úr Lance Stroll á fimmta hring. Vettel var þá orðinn fjórði. Vettel varð svo orðinn þriðji á áttunda hring eftir góðan framúrakstur á Ocon. Á sama tíma voru Mercedes menn fremstir og á auðum sjó. Raikkonen kom inn á þjónustusvæðið á 16. hring og fékk mjúk dekk undir og skilaði þeim ofur-mjúku. Ocon og Stroll komu svo inn í kjölfarið. Raikkonen komst fram úr Stroll í gegnum þjónusuhlé þremenninganna en Ocon var fremstur í þeirra hópi eftir dekkjaskiptin.Kimi Raikkonen var langt frá sínu besta í dag.Vísir/GettyRaikkonen komst fram úr Ocon á 27. hring eftir margar tilraunir niður ráskaflann. Ocon þurfti að hefja varnarakstur öðru sinni þegar Stroll kom í skottið á honum skömmu eftir að Raikkonen fór fram úr. Hamilton tók þjónustuhlé á 33. hring og Bottas tók þá við forystuhlutverkinu í skamma stund en Finninn kom svo inn á næsta hring. Daniel Ricciardo á Red Bull tók þjónustuhlé á hring 39 og kom út fyrir aftan Raikkonen en á ofur-mjúkum dekkjum og gerði sig líklegan til að sækja hratt á Raikkonen. Hann var snöggur að stela fjórða sætinu af Raikkonen. Hann stakk sér inn í fyrstu beygjuna á 42. hring og stal sætinu af Raikkonen. Ricciardo sótti að Vettel undir lok keppninnar og gerði sig líklegan til að hirða þriðja sætið af Þjóðverjanum. Ricciardo tókst þó ekki að stela verðlaunasætinu af Vettel.Hér að neðan má sjá öll úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Vettel: Ég veit ekki hvað klikkaði hjá okkur í dag Lewis Hamilton náði sínum 69. ráspól á Formúlu1 ferlinum í dag í erfiðum aðstæðum á Monza brautinni á Ítalíu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 2. september 2017 23:00 Lewis Hamilton á ráspól á Monza Lewis Hamilton á Mercedes verður á ráspól á morgun. Hann eignaði sér metið um fjölda ráspóla á ferlinum og er nú einn með 69 og hættur að deila metinu með Michael Schumacher. 2. september 2017 15:29 Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum á Monza Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins á Monza brautinni. Liðsfélagi hans, Valtteri Bottas varð annar á fyrri æfingunni og fljótastur á þeirri seinni. 1. september 2017 17:15 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes vann aðra keppnina í röð í dag. Hann tók með því forystu í heimsmeistarakeppni ökumanna. Hamilton stakk af strax í upphafi og var aldrei ógnað eftir það. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. Hamilton hefur nú tekið forystuna í heimsmeistarakeppni ökumanna í fyrsta skipti á tímabilinu. Hann leiðir með þremur stigum, Vettel er annar og Bottas þriðji. Kimi Raikkonen komst fram úr Valtteri Bottas strax í ræsingunni. Hamilton hélt forystunni en Lance Stroll og Esteban Ocon skiptu um stöðu fyrir aftan Hamilton. Raikkonen tapaði stöðunni aftur til Bottas undir lok fyrsta hrings. Felipe Massa og Max Verstappen lentu í samstuði í gegnum fyrstu beygjuna á þriðja hring og vinstra framdekkið á bíl Verstappen sprakk. Vettel kom sér fram úr Lance Stroll á fimmta hring. Vettel var þá orðinn fjórði. Vettel varð svo orðinn þriðji á áttunda hring eftir góðan framúrakstur á Ocon. Á sama tíma voru Mercedes menn fremstir og á auðum sjó. Raikkonen kom inn á þjónustusvæðið á 16. hring og fékk mjúk dekk undir og skilaði þeim ofur-mjúku. Ocon og Stroll komu svo inn í kjölfarið. Raikkonen komst fram úr Stroll í gegnum þjónusuhlé þremenninganna en Ocon var fremstur í þeirra hópi eftir dekkjaskiptin.Kimi Raikkonen var langt frá sínu besta í dag.Vísir/GettyRaikkonen komst fram úr Ocon á 27. hring eftir margar tilraunir niður ráskaflann. Ocon þurfti að hefja varnarakstur öðru sinni þegar Stroll kom í skottið á honum skömmu eftir að Raikkonen fór fram úr. Hamilton tók þjónustuhlé á 33. hring og Bottas tók þá við forystuhlutverkinu í skamma stund en Finninn kom svo inn á næsta hring. Daniel Ricciardo á Red Bull tók þjónustuhlé á hring 39 og kom út fyrir aftan Raikkonen en á ofur-mjúkum dekkjum og gerði sig líklegan til að sækja hratt á Raikkonen. Hann var snöggur að stela fjórða sætinu af Raikkonen. Hann stakk sér inn í fyrstu beygjuna á 42. hring og stal sætinu af Raikkonen. Ricciardo sótti að Vettel undir lok keppninnar og gerði sig líklegan til að hirða þriðja sætið af Þjóðverjanum. Ricciardo tókst þó ekki að stela verðlaunasætinu af Vettel.Hér að neðan má sjá öll úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Vettel: Ég veit ekki hvað klikkaði hjá okkur í dag Lewis Hamilton náði sínum 69. ráspól á Formúlu1 ferlinum í dag í erfiðum aðstæðum á Monza brautinni á Ítalíu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 2. september 2017 23:00 Lewis Hamilton á ráspól á Monza Lewis Hamilton á Mercedes verður á ráspól á morgun. Hann eignaði sér metið um fjölda ráspóla á ferlinum og er nú einn með 69 og hættur að deila metinu með Michael Schumacher. 2. september 2017 15:29 Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum á Monza Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins á Monza brautinni. Liðsfélagi hans, Valtteri Bottas varð annar á fyrri æfingunni og fljótastur á þeirri seinni. 1. september 2017 17:15 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Vettel: Ég veit ekki hvað klikkaði hjá okkur í dag Lewis Hamilton náði sínum 69. ráspól á Formúlu1 ferlinum í dag í erfiðum aðstæðum á Monza brautinni á Ítalíu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 2. september 2017 23:00
Lewis Hamilton á ráspól á Monza Lewis Hamilton á Mercedes verður á ráspól á morgun. Hann eignaði sér metið um fjölda ráspóla á ferlinum og er nú einn með 69 og hættur að deila metinu með Michael Schumacher. 2. september 2017 15:29
Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum á Monza Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins á Monza brautinni. Liðsfélagi hans, Valtteri Bottas varð annar á fyrri æfingunni og fljótastur á þeirri seinni. 1. september 2017 17:15