Langöflugasta sprengjan hingað til Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. september 2017 09:12 Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu mun eflaust birtast á sjónvarpsskjám víða um heim í dag. Kjarnorkutilraunir ríkisins hafa verið fordæmdar af alþjóðsamfélaginu Vísir/EPA Vetnissprengjan sem Norður-Kóreumenn sprengdu í nótt var um það bil tíu sinnum öflugri en nokkuð annað kjarnorkuvopn sem ríkið hefur gert tilraunir með. Þetta er mat norsku rannsóknarstofnunarinnar NORSAR sem rannsakar meðal annars jarðskjálfta- og kjarnorkuvirkni. Talið er að stærð sprengjunnar hafi verið um 120 kílótonn, sem er margfalt stærra en nokkur önnur tilraun ríkisins. Til samanburðar gerði ríkið tilraun í september í fyrra. Sú sprengja var 10 kílótonn að stærð. Uppfært 10:29: Starfsmaður Veðurstofu Kóreu segir í samtali við CNN að sprengjan hafi verið 50 kílótonn að stærð, en ekki 120 eins og norska stofnunin NORSAR hafði áður gert ráð fyrir. Í grein á Vísindavefnum segir að eitt kílótonn jafngildi sprengikrafti 1.000 tonna af hefðbundna sprengiefninu TNT. „Eitt kílótonn er sú orka sem losnar við fullkomna klofnun á 56 g af kjarnkleyfu efni. Eitt megatonn (MT) jafngildir sprengikrafti milljón tonna af TNT,“ segir á Vísindavefnum.Ri Chun Hee flutti fréttir af sprengingunni í ríkismiðlinum KCNA í morgun.Vísir/EPAEinangra Norður-Kóreu Tilraunin „gekk fullkomlega upp“ og er síðasta skrefið í uppbyggingu kjarnorkustyrks ríkisins. Þetta voru orð fréttaþularins Ri Chun Hee sem tilkynnti um tilraunina í ríkismiðlinum KCNA. Sprengingunni fylgdi jarðskjálfti sem mældist 6,3 að stærð og fannst hann víða í norðausturhluta Kína. Chun Eu-yong, aðalráðgjafi forseta Suður-Kóreu segir að ríkið muni nýta öll þau úrræði sem standi þeim til boða til að einangra Norður-Kóreu algjörlega. „Norður-Kórea hefur hunsað ítrekaðar viðvaranir okkar og alþjóðasamfélagsins og framkvæmt öflugari kjarnavopnatilraun en nokkurn tíman áður,“ sagði hann í viðtali við fjölmiðla. Þá hafa yfirvöld í Kína einnig fordæmt tilraunina harðlega sem og yfirvöld í Japan. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa enn ekki tjáð sig um nýjustu tilraun Norður-Kóreumanna en búast má því að Donald Trump Bandaríkjaforseti taki fréttunum illa. Norður-Kórea Tengdar fréttir Putin varar við átökum á Kóreuskaga Hann sagði rangt að beita einræðisríkið þrýstingi vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun þeirra. 1. september 2017 10:16 Mattis ósammála Trump varðandi Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði Bandaríkjamenn aldrei uppiskroppa með að leysa mál eftir diplómatískum leiðum. 31. ágúst 2017 08:32 Norður-Kórea staðfestir kjarnavopnatilraun Ríkismiðill Norður-Kóreu segir yfirvöld þar í landi hafa gert tilraun með kjarnorkuvopn. 3. september 2017 07:19 Segjast hafa smíðað háþróaða vetnissprengju Sprengjunni var lýst sem „fjölhagnýtri vetnissprengju með gríðarlegan eyðileggingarmátt sem jafnvel er hægt að sprengja í mikilli hæð.“ 2. september 2017 23:58 Trump um Norður-Kóreu: Viðræður eru ekki lausnin Donald Trump segir að Bandaríkin hafa átt í viðræðum og kúgað til að borgað Norður-Kóreumönnum í 25 ár. 30. ágúst 2017 14:09 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Vetnissprengjan sem Norður-Kóreumenn sprengdu í nótt var um það bil tíu sinnum öflugri en nokkuð annað kjarnorkuvopn sem ríkið hefur gert tilraunir með. Þetta er mat norsku rannsóknarstofnunarinnar NORSAR sem rannsakar meðal annars jarðskjálfta- og kjarnorkuvirkni. Talið er að stærð sprengjunnar hafi verið um 120 kílótonn, sem er margfalt stærra en nokkur önnur tilraun ríkisins. Til samanburðar gerði ríkið tilraun í september í fyrra. Sú sprengja var 10 kílótonn að stærð. Uppfært 10:29: Starfsmaður Veðurstofu Kóreu segir í samtali við CNN að sprengjan hafi verið 50 kílótonn að stærð, en ekki 120 eins og norska stofnunin NORSAR hafði áður gert ráð fyrir. Í grein á Vísindavefnum segir að eitt kílótonn jafngildi sprengikrafti 1.000 tonna af hefðbundna sprengiefninu TNT. „Eitt kílótonn er sú orka sem losnar við fullkomna klofnun á 56 g af kjarnkleyfu efni. Eitt megatonn (MT) jafngildir sprengikrafti milljón tonna af TNT,“ segir á Vísindavefnum.Ri Chun Hee flutti fréttir af sprengingunni í ríkismiðlinum KCNA í morgun.Vísir/EPAEinangra Norður-Kóreu Tilraunin „gekk fullkomlega upp“ og er síðasta skrefið í uppbyggingu kjarnorkustyrks ríkisins. Þetta voru orð fréttaþularins Ri Chun Hee sem tilkynnti um tilraunina í ríkismiðlinum KCNA. Sprengingunni fylgdi jarðskjálfti sem mældist 6,3 að stærð og fannst hann víða í norðausturhluta Kína. Chun Eu-yong, aðalráðgjafi forseta Suður-Kóreu segir að ríkið muni nýta öll þau úrræði sem standi þeim til boða til að einangra Norður-Kóreu algjörlega. „Norður-Kórea hefur hunsað ítrekaðar viðvaranir okkar og alþjóðasamfélagsins og framkvæmt öflugari kjarnavopnatilraun en nokkurn tíman áður,“ sagði hann í viðtali við fjölmiðla. Þá hafa yfirvöld í Kína einnig fordæmt tilraunina harðlega sem og yfirvöld í Japan. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa enn ekki tjáð sig um nýjustu tilraun Norður-Kóreumanna en búast má því að Donald Trump Bandaríkjaforseti taki fréttunum illa.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Putin varar við átökum á Kóreuskaga Hann sagði rangt að beita einræðisríkið þrýstingi vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun þeirra. 1. september 2017 10:16 Mattis ósammála Trump varðandi Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði Bandaríkjamenn aldrei uppiskroppa með að leysa mál eftir diplómatískum leiðum. 31. ágúst 2017 08:32 Norður-Kórea staðfestir kjarnavopnatilraun Ríkismiðill Norður-Kóreu segir yfirvöld þar í landi hafa gert tilraun með kjarnorkuvopn. 3. september 2017 07:19 Segjast hafa smíðað háþróaða vetnissprengju Sprengjunni var lýst sem „fjölhagnýtri vetnissprengju með gríðarlegan eyðileggingarmátt sem jafnvel er hægt að sprengja í mikilli hæð.“ 2. september 2017 23:58 Trump um Norður-Kóreu: Viðræður eru ekki lausnin Donald Trump segir að Bandaríkin hafa átt í viðræðum og kúgað til að borgað Norður-Kóreumönnum í 25 ár. 30. ágúst 2017 14:09 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Putin varar við átökum á Kóreuskaga Hann sagði rangt að beita einræðisríkið þrýstingi vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun þeirra. 1. september 2017 10:16
Mattis ósammála Trump varðandi Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði Bandaríkjamenn aldrei uppiskroppa með að leysa mál eftir diplómatískum leiðum. 31. ágúst 2017 08:32
Norður-Kórea staðfestir kjarnavopnatilraun Ríkismiðill Norður-Kóreu segir yfirvöld þar í landi hafa gert tilraun með kjarnorkuvopn. 3. september 2017 07:19
Segjast hafa smíðað háþróaða vetnissprengju Sprengjunni var lýst sem „fjölhagnýtri vetnissprengju með gríðarlegan eyðileggingarmátt sem jafnvel er hægt að sprengja í mikilli hæð.“ 2. september 2017 23:58
Trump um Norður-Kóreu: Viðræður eru ekki lausnin Donald Trump segir að Bandaríkin hafa átt í viðræðum og kúgað til að borgað Norður-Kóreumönnum í 25 ár. 30. ágúst 2017 14:09