Lewis Hamilton á ráspól á Monza Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. september 2017 15:29 Lewis Hamilton á Mercedes var lang fljótastur í dag. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes verður á ráspól á morgun. Hann eignaði sér metið um fjölda ráspóla á ferlinum og er nú einn með 69. Lance Stroll á Williams verður við hlið Hamilton eftir ótrúlegan endi á maraþon tímatöku sem tók næstum 4 klukkustundir að klára. Red Bull menn voru í öðru og þriðja sæti en þurfa að taka út refsingu og Stroll verður því annar og Esteban Ocon þriðji á Force India á morgun. Tímatakan fór fram á blautri Monza brautinni. Það hafði ekki rignt á brautinni síðan í júlí.Fyrsta lota Romain Grosjean á Haas féll úr leik þegar hann missti bílinn upp spól á beinum kafla. Tímatakan var stöðvuð þegar 13 mínútur og 31 sekúnda var eftir af fyrstu lotu. Grosjean hafði kvartað yfir því að tímatakan var ræst í þessum aðstæðum. Það var mikið bleyta á brautinni. Grosjean var hins vegar á um 50 km/klst meiri hraða en flestir aðrir sem fóru þarna í gegn. Grosjean mistókst að lesa aðstæður. „Ég get ekki sagt mikið þegar ég er á beinum kafla og flýt upp. Bíllinn bara varð stjórnlaus. Við hefðum aldrei átt að fara af stað út á brautina, aðstæður voru ekki boðlegar,“ sagði Grosjean eftir að hann féll úr leik í tímatökunni. Tímatökunni var frestað um tvær klukkustundir og 40 mínútur. Allir ökumenn komu út á regndekkjum. Vettel og Fernando Alosno voru fyrstir til að skipta yfir á mill-regndekk. Aðrir fylgdu svo í kjölfarið. Í fyrstu lotu féllu út: Sauber ökumennirnir, Haas ökumennirnir og Jolyon Palmer á Renault. Bottas var fljótastur en Hamilton annar. Sebastian Vettel gat ekki gefið aðdáendum Ferrari mikið til að gleðjast yfir í dag.Vísir/GettyÖnnur lota Það var mismunandi á hvaða dekkjum ökumenn hófu aðra lotuna á. Það var um það bil skipt til helminga hvort menn voru á milli-regndekkjum eða grófari regndekkjum. Þegar á leið fór brautin að þrona og ökumenn að setja hraðari tíma á hverjum hring. Almennt skiptu ökumenn yfir á milli-regndekkin. Þeir sem féllu út í annarri lotu voru: Sergio Perez á Force India, Nico Hulkenberg á Renault, Fernando Alonso á McLaren og Toro Rosso ökumenn.Þriðja lota Brautin tók að blotna aftur enda fór að rigna. Þeir sem lögðu af stað á milli-regndekkjum komu inn til að taka grófari regndekk. Aðstæður á brautinni bötnuðu hratt og hraðasti tíminn batnaði með næstum hverjum ökumanni sem lauk hring. Mikla breytingar urðu undir lokin en Hamilton stóð uppi sem hraðasti maður dagsins.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Spennan var yfirþyrmandi á Spa | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir öll helstu atvikin í belgíska kappakstrinum sem fram fór á Spa í dag. 27. ágúst 2017 15:15 Bílskúrinn: Baráttan harðnaði í Belgíu Lewis Hamilton vann belgíska kappaksturinn um helgina. Með því saxaði hann forskot Sebastian Vettel í heimsmeistarakeppni ökumanna niður um helming. 30. ágúst 2017 10:30 Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum á Monza Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins á Monza brautinni. Liðsfélagi hans, Valtteri Bottas varð annar á fyrri æfingunni og fljótastur á þeirri seinni. 1. september 2017 17:15 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes verður á ráspól á morgun. Hann eignaði sér metið um fjölda ráspóla á ferlinum og er nú einn með 69. Lance Stroll á Williams verður við hlið Hamilton eftir ótrúlegan endi á maraþon tímatöku sem tók næstum 4 klukkustundir að klára. Red Bull menn voru í öðru og þriðja sæti en þurfa að taka út refsingu og Stroll verður því annar og Esteban Ocon þriðji á Force India á morgun. Tímatakan fór fram á blautri Monza brautinni. Það hafði ekki rignt á brautinni síðan í júlí.Fyrsta lota Romain Grosjean á Haas féll úr leik þegar hann missti bílinn upp spól á beinum kafla. Tímatakan var stöðvuð þegar 13 mínútur og 31 sekúnda var eftir af fyrstu lotu. Grosjean hafði kvartað yfir því að tímatakan var ræst í þessum aðstæðum. Það var mikið bleyta á brautinni. Grosjean var hins vegar á um 50 km/klst meiri hraða en flestir aðrir sem fóru þarna í gegn. Grosjean mistókst að lesa aðstæður. „Ég get ekki sagt mikið þegar ég er á beinum kafla og flýt upp. Bíllinn bara varð stjórnlaus. Við hefðum aldrei átt að fara af stað út á brautina, aðstæður voru ekki boðlegar,“ sagði Grosjean eftir að hann féll úr leik í tímatökunni. Tímatökunni var frestað um tvær klukkustundir og 40 mínútur. Allir ökumenn komu út á regndekkjum. Vettel og Fernando Alosno voru fyrstir til að skipta yfir á mill-regndekk. Aðrir fylgdu svo í kjölfarið. Í fyrstu lotu féllu út: Sauber ökumennirnir, Haas ökumennirnir og Jolyon Palmer á Renault. Bottas var fljótastur en Hamilton annar. Sebastian Vettel gat ekki gefið aðdáendum Ferrari mikið til að gleðjast yfir í dag.Vísir/GettyÖnnur lota Það var mismunandi á hvaða dekkjum ökumenn hófu aðra lotuna á. Það var um það bil skipt til helminga hvort menn voru á milli-regndekkjum eða grófari regndekkjum. Þegar á leið fór brautin að þrona og ökumenn að setja hraðari tíma á hverjum hring. Almennt skiptu ökumenn yfir á milli-regndekkin. Þeir sem féllu út í annarri lotu voru: Sergio Perez á Force India, Nico Hulkenberg á Renault, Fernando Alonso á McLaren og Toro Rosso ökumenn.Þriðja lota Brautin tók að blotna aftur enda fór að rigna. Þeir sem lögðu af stað á milli-regndekkjum komu inn til að taka grófari regndekk. Aðstæður á brautinni bötnuðu hratt og hraðasti tíminn batnaði með næstum hverjum ökumanni sem lauk hring. Mikla breytingar urðu undir lokin en Hamilton stóð uppi sem hraðasti maður dagsins.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Spennan var yfirþyrmandi á Spa | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir öll helstu atvikin í belgíska kappakstrinum sem fram fór á Spa í dag. 27. ágúst 2017 15:15 Bílskúrinn: Baráttan harðnaði í Belgíu Lewis Hamilton vann belgíska kappaksturinn um helgina. Með því saxaði hann forskot Sebastian Vettel í heimsmeistarakeppni ökumanna niður um helming. 30. ágúst 2017 10:30 Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum á Monza Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins á Monza brautinni. Liðsfélagi hans, Valtteri Bottas varð annar á fyrri æfingunni og fljótastur á þeirri seinni. 1. september 2017 17:15 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Spennan var yfirþyrmandi á Spa | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir öll helstu atvikin í belgíska kappakstrinum sem fram fór á Spa í dag. 27. ágúst 2017 15:15
Bílskúrinn: Baráttan harðnaði í Belgíu Lewis Hamilton vann belgíska kappaksturinn um helgina. Með því saxaði hann forskot Sebastian Vettel í heimsmeistarakeppni ökumanna niður um helming. 30. ágúst 2017 10:30
Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum á Monza Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins á Monza brautinni. Liðsfélagi hans, Valtteri Bottas varð annar á fyrri æfingunni og fljótastur á þeirri seinni. 1. september 2017 17:15