Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg áttu í engum vandræðum með Hoffenheim í fyrstu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, en lokatölur urðu 6-0 sigur.
Staðan var 2-0 í hálfleik fyrir þýsku meisturunum í Wolfsburg með mörkum frá Ewa Pajor og Caroline Hansen, en í síðari hálfleik skoruðu þær fjögur mörk.
Stephanie Breitner skoraði í tvígang og Pernille Harder og Emily von Egmond sitt markið hvor.
Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði allan leikinn á miðjunni hjá Wolfsburg.
