Umhverfisstofnun stöðvar starfsemi United Silicon Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2017 21:06 Kísilver United Silicon í Helguvík. VÍSIR/VILHELM Umhverfisstofnun hefur ákveðið að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons, að því er segir í fréttatilkynningu frá stofnuninni sem send var út í kvöld. „Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons hf., sbr. 3. tl. 1. mgr. 26. gr. laga, nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir. Fyrirtækinu hefur verið kynnt sú ákvörðun með bréfi. Óheimilt er að endurræsa ofn verksmiðjunnar nema með skriflegri heimild frá Umhverfisstofnun að loknum fullnægjandi endurbótum og ítarlegu mati á þeim,“ segir í samantekt um ákvörðun Umhverfisstofnunar. Í tilkynningu segir enn fremur að eftir gangsetningu verksmiðjunnar hafi Umhverfisstofnun borist ríflega eitt þúsund kvartanir frá íbúum Reykjanesbæjar vegna mengunar. Þá segir að frávik frá frá starfsleyfi United Silicon séu alvarleg. Þann 23. ágúst tilkynnti Umhverfisstofnun um áform sín um að stöðva rekstur Sameinaðs Sílikons hf. en vísað er í bréf þess efnis í tilkynningu. Rekstraraðila var veittur frestur til 30. ágúst til þess að skila inn athugasemdum við áform stofnunarinnar. Þá óskaði rekstraraðili eftir viðbótarfresti til 6. september, sem stofnunin hafnaði en veitti aftur frest til 31. ágúst. Í bréfi Sameinaðs Sílikon, sem sent var 31. ágúst til Umhverfisstofnunar, segir að vegna skamms tíma til andsvara sé tímasett úrbótaáætlun ekki endanlega tilbúin. Því segir í niðurstöðu ákvörðunar Umhverfisstofnunar, meðal annars í ljósi alvarlegra frávika frá starfsleyfi United Silicon og kvartana frá íbúum, að starfsemin verði stöðvuð. „Í bréfi stofnunarinnar, dags. 23. ágúst, var tilkynnt um áform um að stöðva starfseminu ef annað hvort afl ljósbogaofns verksmiðjunnar færi niður fyrir 10 MW eða stöðvaðist í klukkustund eða meira, þó eigi síðar en 10. september næstkomandi. Þann 26. ágúst síðasliðinn var ofn verksmiðjunnar stöðvaður í kjölfar óhapps sem varð í verksmiðjunni,“ segir í tilkynningu. „Umhverfisstofnun stöðvar því hér með starfsemi Sameinaðs Sílikons hf.“ United Silicon Tengdar fréttir Ráðherra segir United Silicon hafa svipt íbúa frelsi sínu Ástandið í Reykjanesbæ er orðið grafalvarlegt að sögn umhverfisráðherra. 30. ágúst 2017 08:25 Slökkvilið kallað út vegna málmleka hjá United Silicon Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Inga Jónssyni hjá slökkviliði suðurnesja var um að ræða töluvert minna óhapp en þeir bjuggust við. 26. ágúst 2017 14:32 Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00 Skora á yfirvöld að loka verksmiðju United Silicon Hluti íbúa Reykjanesbæjar sagður hafa „ítrekað orðið fyrir verulegum óþægindum“ vegna mengunar sem gengur þvert á forsendur starfleyfis verksmiðjunnar. 18. ágúst 2017 23:58 Vandamál United Silicon víðtækara en við blasti Umhverfisstofnun áformar að stöðva starfsemi United Silicon öðru sinni komist rekstur kísilversins ekki í eðlilegt horf. Forsvarsmönnum verksmiðjunnar var tilkynnt um ákvörðun stofnunarinnar með bréfi í gær. 24. ágúst 2017 19:30 Telja nauðsynlegt að stöðva rekstur kísilverksmiðju Sameinaðs sílikons Bæjarstjóri segir ljóst að mengun frá verksmiðjunni sé ekki í samræmi við umhversmat eða aðrar forsendur fyrir verksmiðjunni. 17. ágúst 2017 15:44 Rúmlega áttatíu manns missa vinnuna verði kísilverksmiðju United Silicon lokað Í samtali við fréttastofu í gær sagði Einar Már Atlason, formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík, að hann teldi einu lausnina á vanda verksmiðjunnar vera þá að loka henni. 25. ágúst 2017 11:45 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur ákveðið að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons, að því er segir í fréttatilkynningu frá stofnuninni sem send var út í kvöld. „Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons hf., sbr. 3. tl. 1. mgr. 26. gr. laga, nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir. Fyrirtækinu hefur verið kynnt sú ákvörðun með bréfi. Óheimilt er að endurræsa ofn verksmiðjunnar nema með skriflegri heimild frá Umhverfisstofnun að loknum fullnægjandi endurbótum og ítarlegu mati á þeim,“ segir í samantekt um ákvörðun Umhverfisstofnunar. Í tilkynningu segir enn fremur að eftir gangsetningu verksmiðjunnar hafi Umhverfisstofnun borist ríflega eitt þúsund kvartanir frá íbúum Reykjanesbæjar vegna mengunar. Þá segir að frávik frá frá starfsleyfi United Silicon séu alvarleg. Þann 23. ágúst tilkynnti Umhverfisstofnun um áform sín um að stöðva rekstur Sameinaðs Sílikons hf. en vísað er í bréf þess efnis í tilkynningu. Rekstraraðila var veittur frestur til 30. ágúst til þess að skila inn athugasemdum við áform stofnunarinnar. Þá óskaði rekstraraðili eftir viðbótarfresti til 6. september, sem stofnunin hafnaði en veitti aftur frest til 31. ágúst. Í bréfi Sameinaðs Sílikon, sem sent var 31. ágúst til Umhverfisstofnunar, segir að vegna skamms tíma til andsvara sé tímasett úrbótaáætlun ekki endanlega tilbúin. Því segir í niðurstöðu ákvörðunar Umhverfisstofnunar, meðal annars í ljósi alvarlegra frávika frá starfsleyfi United Silicon og kvartana frá íbúum, að starfsemin verði stöðvuð. „Í bréfi stofnunarinnar, dags. 23. ágúst, var tilkynnt um áform um að stöðva starfseminu ef annað hvort afl ljósbogaofns verksmiðjunnar færi niður fyrir 10 MW eða stöðvaðist í klukkustund eða meira, þó eigi síðar en 10. september næstkomandi. Þann 26. ágúst síðasliðinn var ofn verksmiðjunnar stöðvaður í kjölfar óhapps sem varð í verksmiðjunni,“ segir í tilkynningu. „Umhverfisstofnun stöðvar því hér með starfsemi Sameinaðs Sílikons hf.“
United Silicon Tengdar fréttir Ráðherra segir United Silicon hafa svipt íbúa frelsi sínu Ástandið í Reykjanesbæ er orðið grafalvarlegt að sögn umhverfisráðherra. 30. ágúst 2017 08:25 Slökkvilið kallað út vegna málmleka hjá United Silicon Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Inga Jónssyni hjá slökkviliði suðurnesja var um að ræða töluvert minna óhapp en þeir bjuggust við. 26. ágúst 2017 14:32 Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00 Skora á yfirvöld að loka verksmiðju United Silicon Hluti íbúa Reykjanesbæjar sagður hafa „ítrekað orðið fyrir verulegum óþægindum“ vegna mengunar sem gengur þvert á forsendur starfleyfis verksmiðjunnar. 18. ágúst 2017 23:58 Vandamál United Silicon víðtækara en við blasti Umhverfisstofnun áformar að stöðva starfsemi United Silicon öðru sinni komist rekstur kísilversins ekki í eðlilegt horf. Forsvarsmönnum verksmiðjunnar var tilkynnt um ákvörðun stofnunarinnar með bréfi í gær. 24. ágúst 2017 19:30 Telja nauðsynlegt að stöðva rekstur kísilverksmiðju Sameinaðs sílikons Bæjarstjóri segir ljóst að mengun frá verksmiðjunni sé ekki í samræmi við umhversmat eða aðrar forsendur fyrir verksmiðjunni. 17. ágúst 2017 15:44 Rúmlega áttatíu manns missa vinnuna verði kísilverksmiðju United Silicon lokað Í samtali við fréttastofu í gær sagði Einar Már Atlason, formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík, að hann teldi einu lausnina á vanda verksmiðjunnar vera þá að loka henni. 25. ágúst 2017 11:45 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Ráðherra segir United Silicon hafa svipt íbúa frelsi sínu Ástandið í Reykjanesbæ er orðið grafalvarlegt að sögn umhverfisráðherra. 30. ágúst 2017 08:25
Slökkvilið kallað út vegna málmleka hjá United Silicon Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Inga Jónssyni hjá slökkviliði suðurnesja var um að ræða töluvert minna óhapp en þeir bjuggust við. 26. ágúst 2017 14:32
Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00
Skora á yfirvöld að loka verksmiðju United Silicon Hluti íbúa Reykjanesbæjar sagður hafa „ítrekað orðið fyrir verulegum óþægindum“ vegna mengunar sem gengur þvert á forsendur starfleyfis verksmiðjunnar. 18. ágúst 2017 23:58
Vandamál United Silicon víðtækara en við blasti Umhverfisstofnun áformar að stöðva starfsemi United Silicon öðru sinni komist rekstur kísilversins ekki í eðlilegt horf. Forsvarsmönnum verksmiðjunnar var tilkynnt um ákvörðun stofnunarinnar með bréfi í gær. 24. ágúst 2017 19:30
Telja nauðsynlegt að stöðva rekstur kísilverksmiðju Sameinaðs sílikons Bæjarstjóri segir ljóst að mengun frá verksmiðjunni sé ekki í samræmi við umhversmat eða aðrar forsendur fyrir verksmiðjunni. 17. ágúst 2017 15:44
Rúmlega áttatíu manns missa vinnuna verði kísilverksmiðju United Silicon lokað Í samtali við fréttastofu í gær sagði Einar Már Atlason, formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík, að hann teldi einu lausnina á vanda verksmiðjunnar vera þá að loka henni. 25. ágúst 2017 11:45
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent