Belgar komnir á HM

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Romelu Lukaku tryggði Belgum sigurinn
Romelu Lukaku tryggði Belgum sigurinn vísir/getty
Belgar tryggðu stöðu sína á toppi H-riðils í undankeppni HM 2018 í Rússlandi með sigur á Grikkjum. Belgar hafa enn ekki tapað leik í keppninni.

Jan Vertonghen skoraði fyrsta mark Belga á 70. mínútu. Heimamenn í Grikklandi voru ekki lengi að jafna, en Zeca gerði það á 73. mínútu.

Romelu Lukaku tryggði hins vegar Belgum stigin þrjú með sigurmarki á 74. mínútu.

Belgar eru því búnir að tryggja sig áfram í lokakeppnina þar sem átta stiga munur er á þeim og Bosníumönnum í öðru sætinu, en aðeins tveir leikir eftir í riðlinum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira