Hershöfðinginn Stephen Townsend ásamt James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.Vísir/AFP
Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna telja að Abu Bakr al Baghdadi, leiðtogi Íslamska ríkisins, sé enn á lífi. Talið er líklegt að hann sé í felum í eyðimörkinni á milli Írak og Sýrlands. Hershöfðinginn Stephen Townsend sagði þetta við blaðamenn í dag.
Rússar hafa haldið því fram að þeir hafi fellt hann í loftárás í Sýrlandi í maí. Fregnir af dauðsfalli Baghdadi hafa margsinnis litið dagsins ljós í gegnum árin.
Yfirlit yfir svæði sem ISIS-liðar hafa misst tökin á á undanförnum mánuðum.Vísir/GraphicNewsEkki hefur fengist staðfest hvar Baghdadi hefur haldið sig um nokkuð skeið samkvæmt Townsend. Vitað er að hann var talinn vera í Mosul áður en sókn stjórnarhers Írak hófst þar í október í fyrra. Hann sendi síðast frá sér skilaboð í nóvember.
Vísbendingar um að hann sé enn á lífi hafa þó fundist að undanförnu.
„Við leitum að honum á hverjum degi. Ég held að hann sé ekki dáinn,“ sagði Townsend, samkvæmt frétt BBC. Hershöfðinginn sagði einnig að hann teldi að þegar Baghdadi fyndist yrði ekki reynt að handsama hann.
„Ég held að við reynum fyrst að fella hann. Það er líklega ekki þess virði að reyna að handsama hann.“
Kalífadæmi ISIS í Mið-Austurlöndum hnignar. Svo virðist sem ISIS tapi Mósúl og Rakka. Forsætisráðherra Íraks segir ISIS viðurkenna ósigur í Mósúl á meðan hersveitir umkringja Rakka. Rússar rannsaka hvort þeir hafi fellt leiðtogann Ab
Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana?
Bandaríkin, sem eru í forsvari fyrir hernaðarbandalagi hliðhollu uppreisnarmönnum í Sýrlandi, vilja að bandalagsríki einbeiti sér alfarið að baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki.