Borgward sýnir sportbíl í Frankfürt Finnur Thorlacius skrifar 5. september 2017 16:30 Borgward hefur sent frá sér þessa stríðnimynd af nýja sportbíl sínum. Þýsk-kínverski bílaframleiðandinn Borgward mun kynna nýjan sportbíl á bílasýningunni í Frankfürt í þessum mánuði. Borgward, sem er rótgróið þýskt bílamerki hætti bílaframleiðslu árið 1962 en framleiðsla var svo hafin aftur eftir innkomu kínverska bílaframleiðandans Foton árið 2015. Borgward kynnti einmitt jeppann BX7 í Frankfürt fyrir örfáum árum og hefur selt 44.000 eintök af bílnum nú þegar. Hefur hann verið framleiddur í verksmiðjum Foton í Kína. Borgward hefur ekki mikið látið uppi um nýjan sportbíl sinn sem stendur til að sýna í Frankfürt, en hefur þó sent frá sér stríðnimyndir af hluta bílsins. Ef mark má taka af þessum myndum verður þessi bíll harla óvenjulegur útlits og gæti þarna verið kominn nútímalegur arftaki vinsælustu bílgerðar Borgward frá upphafi, Isabella bílsins sem seldist í meira en 200.000 eintökum á árunum 1954 og 1962. Borgward BX7 í myndatökum á Íslandi í fyrra. Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent
Þýsk-kínverski bílaframleiðandinn Borgward mun kynna nýjan sportbíl á bílasýningunni í Frankfürt í þessum mánuði. Borgward, sem er rótgróið þýskt bílamerki hætti bílaframleiðslu árið 1962 en framleiðsla var svo hafin aftur eftir innkomu kínverska bílaframleiðandans Foton árið 2015. Borgward kynnti einmitt jeppann BX7 í Frankfürt fyrir örfáum árum og hefur selt 44.000 eintök af bílnum nú þegar. Hefur hann verið framleiddur í verksmiðjum Foton í Kína. Borgward hefur ekki mikið látið uppi um nýjan sportbíl sinn sem stendur til að sýna í Frankfürt, en hefur þó sent frá sér stríðnimyndir af hluta bílsins. Ef mark má taka af þessum myndum verður þessi bíll harla óvenjulegur útlits og gæti þarna verið kominn nútímalegur arftaki vinsælustu bílgerðar Borgward frá upphafi, Isabella bílsins sem seldist í meira en 200.000 eintökum á árunum 1954 og 1962. Borgward BX7 í myndatökum á Íslandi í fyrra.
Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent