Vindhraði Irmu er nú orðinn 50 metrar á sekúndu og hefur styrkur fellibylsins aukist hratt á síðasta sólarhring.
Sjá einnig: Hafa auga með fleiri stormum við Mexíkóflóa
Líklegast þykir að ef Irma nái landi verði það í Karíbahafi eða jafnvel í Bandaríkjunum.
Búist er við því að Irma muni styrkjast verulega á leið sinni yfir Atlantshafið á næstu fjórum til fimm dögum, þar sem aðstæður eru mjög góðar fyrir fellibylji.
#Irma is forecast to remain over the tropical Atlantic Ocean as a major hurricane through early Wednesday https://t.co/qVKxi93JYh pic.twitter.com/Cq9zyKCzxF
— NHC Atlantic Ops (@NHC_Atlantic) September 1, 2017