Lífið

Heldur áfram að leita að uppruna Íslendinga: „Það er svo margt sem þarf að smella“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Egill Aðalsteinsson og Sigrún Ósk vinna þættina saman.
Egill Aðalsteinsson og Sigrún Ósk vinna þættina saman.
„Ég hafði ekki miklar áhyggjur af því fyrirfram að það yrði erfitt að fá þátttakendur. Aðallega af því að umsóknirnar skiptu tugum síðast, þótt fólk vissi ekkert hvernig útkoman gæti orðið,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, sem snýr aftur með þáttinn Leitin að upprunanum í haust.

Þátturinn sló rækilega í gegn síðasta vetur og var meðal annars valinn besti fréttaþátturinn á Edduverðlaununum og fékk Sigrún sjálf verðlaun fyrir umfjöllun ársins hjá Blaðamannafélagi Íslands.

Sigrún segir að það sé í raun hálfgerð bilun að vinna að svona þáttum og að þessi þáttaröð verði erfiðari en sú fyrri.

„Bæði höfum við styttri tíma til að vinna þættina og það er ákveðin pressa að fylgja eftir þáttaröð sem gekk svona vel. Það var meðal annars þess vegna sem ég var smeyk við að reyna þetta aftur enda er raunveruleikinn annar, svona leit gengur alls ekki alltaf upp.“

Leitin að upprunanumhefst í október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×