Jón Arnór: Hræðileg stemning á leiknum Anton Ingi Leifsson skrifar 19. september 2017 21:35 Jón Arnór með boltann í leiknum í kvöld. vísir/eyþór Jón Arnór Stefánsson, einn af lykilmönnum KR, sendi stuðningsmönnum liðsins tóninn eftir tap KR í Evrópubikarnum gegn Belfius á heimavelli í kvöld. „Þetta var bara ekki nægilega gott. Það er örugglega auðveldlega hægt að kenna mörgu um, en við vorum bara ekki nægilega góðir í okkar aðgerðum,” sagði Jón Arnór í samtali við Vísi í leikslok. „Við töpuðum of mörgum boltum klaufalega. Við vorum langt frá okkar besta í dag, en mér fannst líka bara vera léleg stemning á leiknum. Mér fannst þetta ekki nægilega gott.” Stúkan í kvöld var nokkuð þéttsetinn, en ekki heyrðist mikið frá henni. Jón Arnór var mjög ósáttur með stemninguna og lét heyra í sér. „Við vorum að spila Evrópuleik, stúkan er dauf og hræðileg stemning á leiknum og hjá okkur væntanlega líka. Ég er ekki ánægður með það og ef við ætlum að vinna fimmta titilinn í röð þá verðum við að fá góðan stuðning.” „Fólkið er mjög góðu vant og það þarf aðeins að hrista upp í þessu. Það þarf betri stuðning og það þarf ekki bara að fagna körfum; það er hægt að garga okkur í gang og gefa okkur búst því við þurfum á því að halda eins og önnur lið.”Umfjöllun:KR - Belfius 67-88 | Erfitt verkefni bíður KR í Belgíu Sóknarleikur KR var oft á tíðum stirður og óagaður. Aðspurður hvort leikur liðsins hafi verið stirður svaraði hann ákveðinn: „Þetta var bara lélegt. Við spiluðum ekki okkar besta leik og áttum fá svör gegn þeirra sóknarleik. Þeir voru að keyra mikið að körfunni og hittu öllu fyrir utan. Þeir sprengu þetta bara upp þegar þeir vildu og á sama tíma vorum við skrefinu á eftir.” „Við vorum heldur ekki nógu agaðir og vel stilltir í vörninni. Við erum búnir að vera stutt saman og við munum auðvitað bæta okkur leik, en það er bara vika í Belgíu. Við þurfum að bæta okkar leik og slípa okkur varnar- og sóknarlega,” en er þetta einvígi búið? „Þetta er erfitt. Við ætlum að fara til Belgíu og gera betur. Við erum að fara inn í langt tímabil hér heima og að berjast um titla. Við erum að koma okkur í gang og við erum hér til að bæta okkur. Við munum fyrst og fremst nýta þessa leiki í það,” sagði ákveðinn Jón Arnór að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson, einn af lykilmönnum KR, sendi stuðningsmönnum liðsins tóninn eftir tap KR í Evrópubikarnum gegn Belfius á heimavelli í kvöld. „Þetta var bara ekki nægilega gott. Það er örugglega auðveldlega hægt að kenna mörgu um, en við vorum bara ekki nægilega góðir í okkar aðgerðum,” sagði Jón Arnór í samtali við Vísi í leikslok. „Við töpuðum of mörgum boltum klaufalega. Við vorum langt frá okkar besta í dag, en mér fannst líka bara vera léleg stemning á leiknum. Mér fannst þetta ekki nægilega gott.” Stúkan í kvöld var nokkuð þéttsetinn, en ekki heyrðist mikið frá henni. Jón Arnór var mjög ósáttur með stemninguna og lét heyra í sér. „Við vorum að spila Evrópuleik, stúkan er dauf og hræðileg stemning á leiknum og hjá okkur væntanlega líka. Ég er ekki ánægður með það og ef við ætlum að vinna fimmta titilinn í röð þá verðum við að fá góðan stuðning.” „Fólkið er mjög góðu vant og það þarf aðeins að hrista upp í þessu. Það þarf betri stuðning og það þarf ekki bara að fagna körfum; það er hægt að garga okkur í gang og gefa okkur búst því við þurfum á því að halda eins og önnur lið.”Umfjöllun:KR - Belfius 67-88 | Erfitt verkefni bíður KR í Belgíu Sóknarleikur KR var oft á tíðum stirður og óagaður. Aðspurður hvort leikur liðsins hafi verið stirður svaraði hann ákveðinn: „Þetta var bara lélegt. Við spiluðum ekki okkar besta leik og áttum fá svör gegn þeirra sóknarleik. Þeir voru að keyra mikið að körfunni og hittu öllu fyrir utan. Þeir sprengu þetta bara upp þegar þeir vildu og á sama tíma vorum við skrefinu á eftir.” „Við vorum heldur ekki nógu agaðir og vel stilltir í vörninni. Við erum búnir að vera stutt saman og við munum auðvitað bæta okkur leik, en það er bara vika í Belgíu. Við þurfum að bæta okkar leik og slípa okkur varnar- og sóknarlega,” en er þetta einvígi búið? „Þetta er erfitt. Við ætlum að fara til Belgíu og gera betur. Við erum að fara inn í langt tímabil hér heima og að berjast um titla. Við erum að koma okkur í gang og við erum hér til að bæta okkur. Við munum fyrst og fremst nýta þessa leiki í það,” sagði ákveðinn Jón Arnór að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti