Minnst þriggja flokka meirihluti í boði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. september 2017 19:30 Fráfarandi meirihluti á Alþingi er kolfallinn samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var í gær. Samkvæmt henni verður einungis hægt að mynda ríkisstjórn þriggja flokka eða fleiri. Könnunin var framkvæmd í gær og var hringt í 1.311 manns þar til náðist í 800. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og skiptust svarendur jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru með jafnt fylgi og fengi hvor flokkur um 23%. Píratar eru þriðji stærsti flokkurinn með tæplega 14%. Þá fengi Flokkur fólksins, sem kæmi nýr inn á þing, tæp 11% og Framsókn um 10%. Þetta eru töluverðar breytingar á einu ári en fylgi Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar dregst saman og Vinstri Græn bæta verulega við sig. Þá er Flokkur fólksins kominn með svipað fylgi og Framsókn en Samfylking, Björt Framtíð, Píratar og Framsókn mælast svipuð og í síðustu kosningum.Þingmannafjöldi miðað við skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis að viðbættum eða frádregnum fjölda þingsæta sem þeir myndu missa frá síðustu kosningum.Yrði þetta niðurstaðan myndu bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Græn ná inn fimmtán þingmönnum. Sjálfstæðisflokkurinn myndi tapa sex mönnum og Vinstri Græn bæta við sig fimm. Píratar myndu missa einn þingmann og fá níu inn. Framsókn og Flokkur fólksins gætu hvor um sig náð inn sjö mönnum en síðarnefndi flokkurinn fékk engan inn í síðustu kosningum. Viðreisn myndi missa fjóra þingmenn og ná þremur mönnum inn, eða jafn mörgum og Samfylkingin, sem stendur í stað samkvæmt þessu. Björt Framtíð mælist með fjóra þingmenn, eins og í síðustu kosningum. Samkvæmt þessu er síðasti meirihluti sem taldi 32 þingmenn kolfallinn og fengju flokkarnir þrír aðeins 22 þingmenn. Engin tveggja flokka stjórn væri í boði og einungis þriggja flokka stjórn ef bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn kæmu að henni.Fjölmargir möguleikar eru í boði ef fleiri en þrír flokkar koma að ríkisstjórnarmyndun.Ef reynt yrði að halda Sjálfstæðisflokknum eða Vinstri grænum utan stjórnar þyrftu alltaf fjórir flokkar eða fleiri að mynda meirihlutann.Ef hvorki Sjálfstæðisflokkurinn og né Vinstri græn kæmu að borðinu þyrftu allir aðrir þingflokkar, eða, sex talsins, að mynda meirihlutann.Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Græn þyrftu að koma að öllum þriggja flokka stjórnum.Vísir/Anton Kosningar 2017 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Sjá meira
Fráfarandi meirihluti á Alþingi er kolfallinn samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var í gær. Samkvæmt henni verður einungis hægt að mynda ríkisstjórn þriggja flokka eða fleiri. Könnunin var framkvæmd í gær og var hringt í 1.311 manns þar til náðist í 800. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og skiptust svarendur jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru með jafnt fylgi og fengi hvor flokkur um 23%. Píratar eru þriðji stærsti flokkurinn með tæplega 14%. Þá fengi Flokkur fólksins, sem kæmi nýr inn á þing, tæp 11% og Framsókn um 10%. Þetta eru töluverðar breytingar á einu ári en fylgi Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar dregst saman og Vinstri Græn bæta verulega við sig. Þá er Flokkur fólksins kominn með svipað fylgi og Framsókn en Samfylking, Björt Framtíð, Píratar og Framsókn mælast svipuð og í síðustu kosningum.Þingmannafjöldi miðað við skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis að viðbættum eða frádregnum fjölda þingsæta sem þeir myndu missa frá síðustu kosningum.Yrði þetta niðurstaðan myndu bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Græn ná inn fimmtán þingmönnum. Sjálfstæðisflokkurinn myndi tapa sex mönnum og Vinstri Græn bæta við sig fimm. Píratar myndu missa einn þingmann og fá níu inn. Framsókn og Flokkur fólksins gætu hvor um sig náð inn sjö mönnum en síðarnefndi flokkurinn fékk engan inn í síðustu kosningum. Viðreisn myndi missa fjóra þingmenn og ná þremur mönnum inn, eða jafn mörgum og Samfylkingin, sem stendur í stað samkvæmt þessu. Björt Framtíð mælist með fjóra þingmenn, eins og í síðustu kosningum. Samkvæmt þessu er síðasti meirihluti sem taldi 32 þingmenn kolfallinn og fengju flokkarnir þrír aðeins 22 þingmenn. Engin tveggja flokka stjórn væri í boði og einungis þriggja flokka stjórn ef bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn kæmu að henni.Fjölmargir möguleikar eru í boði ef fleiri en þrír flokkar koma að ríkisstjórnarmyndun.Ef reynt yrði að halda Sjálfstæðisflokknum eða Vinstri grænum utan stjórnar þyrftu alltaf fjórir flokkar eða fleiri að mynda meirihlutann.Ef hvorki Sjálfstæðisflokkurinn og né Vinstri græn kæmu að borðinu þyrftu allir aðrir þingflokkar, eða, sex talsins, að mynda meirihlutann.Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Græn þyrftu að koma að öllum þriggja flokka stjórnum.Vísir/Anton
Kosningar 2017 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Sjá meira