Bjarki Þór fer aftur í búrið 7. október | Keppir ekki lengur undir merkjum Mjölnis Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. september 2017 10:45 Bjarki Þór Pálsson er ósigraður sem atvinnumaður í MMA. mynd/baldur kristjánsson Bjarki Þór Pálsson mætir Quamer „Machida“ Hussein í fjórða bardaga sínum sem atvinnumaður í MMA. Um er að ræða aðalbardaga Fightstar Championship í London 7. október næstkomandi. „Ég er gríðarlega sáttur með að vera búinn að fá svona öflugan andstæðing og að búið sé að ganga frá þessu öllu saman. Ég barðist seinast í apríl og það er alveg orðið tímabært að fara aftur í búrið og halda þessu ævintýri áfram,“ segir Bjarki sem hefur unnið alla þrjá bardaga sína sem atvinnumaður. „Ég er í frábæru formi núna. Ég er að fara aftur í léttvigt, en í seinustu tveim bardögum hef ég barist í veltivigt sem er þyngdarflokkurinn fyrir ofan, 7 kílóum þyngri. Ég er því léttari, sneggri og snarpari, en hef alveg viðhaldið styrknum. Sjálfstraustið er í botni og bara veit að þetta verður besti bardaginn minn á ferlinum.“Íslendingar fjölmennir Þrír aðrir Íslendingar keppa á Fightstar Championship. Ísfirðingurinn Bjarki „Big Red“ Pétursson (1-0) mætir Felix Klinkhammer (4-0) í -81 kg „catchweight“ áhugamanabardaga, Þorgrímur „Baby Jesus“ Þorgrímsson (1-0) mætir Dalius Sulga (4-3) í veltivigtaráhugamannabardaga og Akureyringurinn Ingþór Örn Valdimarsson (0-1) fer í sinn annan atvinnubardaga gegn hinum pólska Dawid Panfil (0-0) í millivigt. Samningaviðræður eru í gangi fyrir fleiri íslenska bardagamenn um að berjast á þessum sama viðburði en ef allt gengur eftir gætu þeir orðið sjö talsins.Keppa ekki lengur fyrir Mjölni Í fréttatilkynningu vegna bardagakvöldsins segir að Bjarki Þór og félagar keppi ekki lengur undir merkjum Mjölnis. „Okkur fannst fókusinn í Mjölni vera að dofna hvað það varðar að efla það bardagafólk sem vildi keppa og komast langt innan íþróttarinnar. Félagið er búið að stækka svo hratt og er orðið svo fjölmennt að það er alveg skiljanlegt að áherslurnar séu lagðar á að láta reksturinn ganga og þjóna sem flestum. Það rímar hinsvegar ekki alveg við þarfir okkar sem erum að reyna að byggja okkur upp líf og starf í gegnum íþróttina,“ segir Bjarki Þór. „Eftir viðskilnaðinn, sem fram fór í mesta bróðerni, þá höfum við æft víðsvegar um bæjinn og erum við þeim afar þakklátir sem hafa opnað sínar dyr fyrir okkur. Það er svo sannarlega breið samstaða á milli bardagafólks á Íslandi og við munum kappkosta að standa vörð um hana fram veginn. Margt er enn ófrágengið hvað okkar fyrirætlanir varðar og við munum kynna þær betur síðar. Það sem skiptir máli akkúrat núna eru bardagarnir okkar 7. október, þar sem við berjumst fyrir hönd sjálfs okkar og sem fulltrúar lands og þjóðar en ekki ákveðins íþróttafélags.“ MMA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Elísabet stýrði Belgum til sigurs Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Fyrsti sigur Eyjamanna í meira en mánuð Í beinni: Grindavík - Keflavík | Alvöru grannaslagur í Grindavík Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Upphitunarbardagar ICEBOX 9 í Kaplakrika Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Í beinni: Fram - FH | Meistarar síðustu tveggja ára mætast KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Damir Muminovic til Grindavíkur „Okkar konur eiga meira skilið“ Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Sjá meira
Bjarki Þór Pálsson mætir Quamer „Machida“ Hussein í fjórða bardaga sínum sem atvinnumaður í MMA. Um er að ræða aðalbardaga Fightstar Championship í London 7. október næstkomandi. „Ég er gríðarlega sáttur með að vera búinn að fá svona öflugan andstæðing og að búið sé að ganga frá þessu öllu saman. Ég barðist seinast í apríl og það er alveg orðið tímabært að fara aftur í búrið og halda þessu ævintýri áfram,“ segir Bjarki sem hefur unnið alla þrjá bardaga sína sem atvinnumaður. „Ég er í frábæru formi núna. Ég er að fara aftur í léttvigt, en í seinustu tveim bardögum hef ég barist í veltivigt sem er þyngdarflokkurinn fyrir ofan, 7 kílóum þyngri. Ég er því léttari, sneggri og snarpari, en hef alveg viðhaldið styrknum. Sjálfstraustið er í botni og bara veit að þetta verður besti bardaginn minn á ferlinum.“Íslendingar fjölmennir Þrír aðrir Íslendingar keppa á Fightstar Championship. Ísfirðingurinn Bjarki „Big Red“ Pétursson (1-0) mætir Felix Klinkhammer (4-0) í -81 kg „catchweight“ áhugamanabardaga, Þorgrímur „Baby Jesus“ Þorgrímsson (1-0) mætir Dalius Sulga (4-3) í veltivigtaráhugamannabardaga og Akureyringurinn Ingþór Örn Valdimarsson (0-1) fer í sinn annan atvinnubardaga gegn hinum pólska Dawid Panfil (0-0) í millivigt. Samningaviðræður eru í gangi fyrir fleiri íslenska bardagamenn um að berjast á þessum sama viðburði en ef allt gengur eftir gætu þeir orðið sjö talsins.Keppa ekki lengur fyrir Mjölni Í fréttatilkynningu vegna bardagakvöldsins segir að Bjarki Þór og félagar keppi ekki lengur undir merkjum Mjölnis. „Okkur fannst fókusinn í Mjölni vera að dofna hvað það varðar að efla það bardagafólk sem vildi keppa og komast langt innan íþróttarinnar. Félagið er búið að stækka svo hratt og er orðið svo fjölmennt að það er alveg skiljanlegt að áherslurnar séu lagðar á að láta reksturinn ganga og þjóna sem flestum. Það rímar hinsvegar ekki alveg við þarfir okkar sem erum að reyna að byggja okkur upp líf og starf í gegnum íþróttina,“ segir Bjarki Þór. „Eftir viðskilnaðinn, sem fram fór í mesta bróðerni, þá höfum við æft víðsvegar um bæjinn og erum við þeim afar þakklátir sem hafa opnað sínar dyr fyrir okkur. Það er svo sannarlega breið samstaða á milli bardagafólks á Íslandi og við munum kappkosta að standa vörð um hana fram veginn. Margt er enn ófrágengið hvað okkar fyrirætlanir varðar og við munum kynna þær betur síðar. Það sem skiptir máli akkúrat núna eru bardagarnir okkar 7. október, þar sem við berjumst fyrir hönd sjálfs okkar og sem fulltrúar lands og þjóðar en ekki ákveðins íþróttafélags.“
MMA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Elísabet stýrði Belgum til sigurs Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Fyrsti sigur Eyjamanna í meira en mánuð Í beinni: Grindavík - Keflavík | Alvöru grannaslagur í Grindavík Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Upphitunarbardagar ICEBOX 9 í Kaplakrika Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Í beinni: Fram - FH | Meistarar síðustu tveggja ára mætast KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Damir Muminovic til Grindavíkur „Okkar konur eiga meira skilið“ Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Sjá meira