Ekki heiglum hent að bregða sér í gervi Borg Stefán Þór Hjartarson skrifar 18. september 2017 11:00 Shia LaBeouf, Janus Metz, leikstjóri myndarinnar, Sverrir og Stellan Skarsgård við frumsýningu Borg/McEnroe í Toronto Eins og kom fram hér á síðum Lífsins á dögunum hlaut leikarinn íslenski Sverrir Guðnason verðlaun frá IMDb í kjölfar frumsýningar kvikmyndarinnar Borg/McEnroe á Toronto International Film Festival nú á dögunum. Við fengum í kjölfarið að spjalla aðeins við Sverri svona rétt á milli þess sem hann rauk á milli frumsýninga, en Borg/McEnroe er nú á ferð og flugi á milli borga þar sem hún verður sýnd. „Við fórum til Toronto og opnuðum hátíðina [Toronto Internation Film Festival] með myndinni. Síðasta daginn þar fékk ég verðlaunin IMDb STARmeter Breakout Star Award og það var Col Needham sem fann upp á IMDb sem veitti mér þessi verðlaun. Ég held að það hafi verið eitthvað tengt því að það sé mikil traffík á síðunni minni. Það vissu örugglega allir hver Shia LaBeouf væri en þurftu svo að tékka aðeins betur á mér.“Hvernig var að bregða sér svona í hlutverk Björns Borg og setja sig í inn hugarástand hans? Einhvers staðar heyrði ég að hann væri frekar erfiður náungi. „Nei, ég myndi alls ekki segja að hann hafi verið erfiður. Hann var auðvitað bestur í heiminum í svo mörg ár en svo kom að því að hann fór að tapa og það varð pínu erfitt fyrir hann. Hann hætti rosalega snemma í tennis – aðeins 26 ára. Hann hefði líklega getað spilað í tíu ár í viðbót. Myndin er svolítið um þennan leik þegar Björn Borg og McEnroe mætast í úrslitum Wimbledon 1980. McEnroe er á þessum tíma á uppleið en Borg búinn að vinna fjórum sinnum áður, en búinn að missa innri hvötina, mótívasjónina. Myndin er um sálfræðina í þessu. Fyrir hlutverkið þurfti ég að spila tennis tvo tíma á hverjum degi og borða sjö sinnum á dag – ég var í stífu prógrammi, tennis „boot camp“. Við fórum til Prag þar sem við æfðum öll einvígin þeirra – ein þrjátíu-fjörutíu einvígi þar sem við þurftum að læra nákvæmlega hvar við ættum að vera á vellinum og hvernig við ættum að slá boltann og allt til að geta sett þetta upp.“Hvernig var að vinna með Shia? „Hann kom þarna inn rosalega ákveðinn og vildi gera góða mynd. Hann æfði voðalega mikið. Við vorum mest í því að æfa tennisinn saman og það var bara mjög fínt.“Hann virðist vera svona frekar ákafur gaur, er það rétt? „Hann hefur mikla orku en hann kann líka að nota hana. Það er svo gaman að sjá hvernig hann vinnur og notar orkuna.“Það hlýtur að vera eitthvað risastórt á döfinni hjá þér? „Ég var í Vilníus í Litháen og tók þar norska mynd með Mariu Bonnevie. Því miður er myndin ekki komin með nafn. Camilla Strøm Henriksen leikstýrir og við Maria Bonnevie og tvö börn leikum aðalhlutverkin. Ég þurfti að skipta tennisspaðanum út fyrir trompet því ég leik trompetleikara. Annars eru hlutir í gangi sem ættu að skýrast á næstunni.“ Borg/McEnroe verður sýnd á RIFF í október. Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Eins og kom fram hér á síðum Lífsins á dögunum hlaut leikarinn íslenski Sverrir Guðnason verðlaun frá IMDb í kjölfar frumsýningar kvikmyndarinnar Borg/McEnroe á Toronto International Film Festival nú á dögunum. Við fengum í kjölfarið að spjalla aðeins við Sverri svona rétt á milli þess sem hann rauk á milli frumsýninga, en Borg/McEnroe er nú á ferð og flugi á milli borga þar sem hún verður sýnd. „Við fórum til Toronto og opnuðum hátíðina [Toronto Internation Film Festival] með myndinni. Síðasta daginn þar fékk ég verðlaunin IMDb STARmeter Breakout Star Award og það var Col Needham sem fann upp á IMDb sem veitti mér þessi verðlaun. Ég held að það hafi verið eitthvað tengt því að það sé mikil traffík á síðunni minni. Það vissu örugglega allir hver Shia LaBeouf væri en þurftu svo að tékka aðeins betur á mér.“Hvernig var að bregða sér svona í hlutverk Björns Borg og setja sig í inn hugarástand hans? Einhvers staðar heyrði ég að hann væri frekar erfiður náungi. „Nei, ég myndi alls ekki segja að hann hafi verið erfiður. Hann var auðvitað bestur í heiminum í svo mörg ár en svo kom að því að hann fór að tapa og það varð pínu erfitt fyrir hann. Hann hætti rosalega snemma í tennis – aðeins 26 ára. Hann hefði líklega getað spilað í tíu ár í viðbót. Myndin er svolítið um þennan leik þegar Björn Borg og McEnroe mætast í úrslitum Wimbledon 1980. McEnroe er á þessum tíma á uppleið en Borg búinn að vinna fjórum sinnum áður, en búinn að missa innri hvötina, mótívasjónina. Myndin er um sálfræðina í þessu. Fyrir hlutverkið þurfti ég að spila tennis tvo tíma á hverjum degi og borða sjö sinnum á dag – ég var í stífu prógrammi, tennis „boot camp“. Við fórum til Prag þar sem við æfðum öll einvígin þeirra – ein þrjátíu-fjörutíu einvígi þar sem við þurftum að læra nákvæmlega hvar við ættum að vera á vellinum og hvernig við ættum að slá boltann og allt til að geta sett þetta upp.“Hvernig var að vinna með Shia? „Hann kom þarna inn rosalega ákveðinn og vildi gera góða mynd. Hann æfði voðalega mikið. Við vorum mest í því að æfa tennisinn saman og það var bara mjög fínt.“Hann virðist vera svona frekar ákafur gaur, er það rétt? „Hann hefur mikla orku en hann kann líka að nota hana. Það er svo gaman að sjá hvernig hann vinnur og notar orkuna.“Það hlýtur að vera eitthvað risastórt á döfinni hjá þér? „Ég var í Vilníus í Litháen og tók þar norska mynd með Mariu Bonnevie. Því miður er myndin ekki komin með nafn. Camilla Strøm Henriksen leikstýrir og við Maria Bonnevie og tvö börn leikum aðalhlutverkin. Ég þurfti að skipta tennisspaðanum út fyrir trompet því ég leik trompetleikara. Annars eru hlutir í gangi sem ættu að skýrast á næstunni.“ Borg/McEnroe verður sýnd á RIFF í október.
Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira