Fjórir Mjölnismenn kepptu í MMA á bardagakvöldi í Falkirk í Skotlandi á laugardagskvöldið.
Þetta voru þeir Sigurjón Rúnar Vikarsson, Bjarki Eyþórsson, Björn Lúkas Haraldsson og Bjartur Guðlaugsson.
Þeir þrír fyrstnefndu unnu sína bardaga en Bjartur varð að sætta sig við tap fyrir Skotanum Hayden Murray eftir dómaraúrskurð. Þetta var fimmti bardagi Bjarts í MMA. Hann hefur unnið tvo bardaga en tapað þremur.
Bjarki og Björn Lúkas unnu sína bardaga örugglega með uppgjafatökum í 1. lotu en Sigurjón Rúnar vann sinn bardaga á dómaraúrskurði.
Bjarki vann Stu George, Sigurjón Rúnar bar sigurorð af Ross Mcintosh og Björn Lúkas vann Georgi Christofi. Björn Lúkas hefur nú unnið báða bardaga sína í MMA.
Þrír íslenskir sigrar í Falkirk
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


„Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“
Körfubolti



Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn


Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik
Íslenski boltinn


