Vara Norður-Kóreu enn einu sinni við eyðileggingu Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2017 20:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Bandrískir embætissmenn vöruðu yfirvöld í Norður-Kóreu við í dag. Helstu ráðgjafar Donald Trump fóru fram á að Norður-Kóreumenn létu af eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum sínum og hættu að hóta Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra. Ellegar stæðu þeir frammi fyrir „eyðileggingu“. Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hét því í gær að halda tilraunum og uppbyggingu ríkisins áfram og sagði Norður-Kóreu nærri því að vera í hernaðarlegu jafnvægi við Bandaríkin. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði á Twitter í dag að hann hefði rætt við Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, og meðal annars hefðu þeir rætt um „Eldflaugamanninn“, sem er væntanlega Kim Jong-un, og langar biðraðir eftir eldsneyti í Norður-Kóreu.I spoke with President Moon of South Korea last night. Asked him how Rocket Man is doing. Long gas lines forming in North Korea. Too bad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 17, 2017 Eftir símtal forsetanna gáfu Suður-Kóreumenn út tilkynningu þar sem fram kom að nágrannar þeirra í norðri þyrftu að átta sig á því að frekari ógnanir myndu leiða til hruns Norður-Kóreu. H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sagði blaðamönnum í dag að Norður-Kórea þyrfti að láta af tilraunum sínum og einnig losa sig við kjarnorkuvopn ríkisins. Trump myndi ekki sætta sig við það að Bandaríkjunum yrði ógnað með kjarnorkuvopnum. Þá sagði hann að ríkisstjörnin héldi öllum möguleikum opnum þegar kæmi að Norður-Kóreu og þar á meðal væru hernaðaraðgerðir.Sjá einnig: Lengsta eldflaugaskotið hingað til James Mattis, varnarmálaráðherra, sló á svipaða strengi í dag og sagði að Bandaríkin myndu bregðast við öllum ógnunum með gífurlegum hernaðaraðgerðum. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist vera að bíða eftir merki frá Norður-Kóreu um að þeir væru tilbúnir til viðræðna. „Það eina sem þeir þurfa að gera er að láta okkur vita að þeir vilji tala og hætta þessum tilraunum, hætta þessum ógnunum og þannig getum við dregið úr spennunni og áróðrinum, sagði Tillerson, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði engan vilja stríð á Kóreuskaganum. Þó væri ekki langt þar til að engir aðrir möguleikar væru í boði. „Ef þetta virkar ekki, mun Mattis sjá um þetta,“ sagði Haley við CNN í dag. Viðtalið má sjá hér að neðan. Norður-Kórea Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Bandrískir embætissmenn vöruðu yfirvöld í Norður-Kóreu við í dag. Helstu ráðgjafar Donald Trump fóru fram á að Norður-Kóreumenn létu af eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum sínum og hættu að hóta Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra. Ellegar stæðu þeir frammi fyrir „eyðileggingu“. Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hét því í gær að halda tilraunum og uppbyggingu ríkisins áfram og sagði Norður-Kóreu nærri því að vera í hernaðarlegu jafnvægi við Bandaríkin. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði á Twitter í dag að hann hefði rætt við Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, og meðal annars hefðu þeir rætt um „Eldflaugamanninn“, sem er væntanlega Kim Jong-un, og langar biðraðir eftir eldsneyti í Norður-Kóreu.I spoke with President Moon of South Korea last night. Asked him how Rocket Man is doing. Long gas lines forming in North Korea. Too bad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 17, 2017 Eftir símtal forsetanna gáfu Suður-Kóreumenn út tilkynningu þar sem fram kom að nágrannar þeirra í norðri þyrftu að átta sig á því að frekari ógnanir myndu leiða til hruns Norður-Kóreu. H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sagði blaðamönnum í dag að Norður-Kórea þyrfti að láta af tilraunum sínum og einnig losa sig við kjarnorkuvopn ríkisins. Trump myndi ekki sætta sig við það að Bandaríkjunum yrði ógnað með kjarnorkuvopnum. Þá sagði hann að ríkisstjörnin héldi öllum möguleikum opnum þegar kæmi að Norður-Kóreu og þar á meðal væru hernaðaraðgerðir.Sjá einnig: Lengsta eldflaugaskotið hingað til James Mattis, varnarmálaráðherra, sló á svipaða strengi í dag og sagði að Bandaríkin myndu bregðast við öllum ógnunum með gífurlegum hernaðaraðgerðum. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist vera að bíða eftir merki frá Norður-Kóreu um að þeir væru tilbúnir til viðræðna. „Það eina sem þeir þurfa að gera er að láta okkur vita að þeir vilji tala og hætta þessum tilraunum, hætta þessum ógnunum og þannig getum við dregið úr spennunni og áróðrinum, sagði Tillerson, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði engan vilja stríð á Kóreuskaganum. Þó væri ekki langt þar til að engir aðrir möguleikar væru í boði. „Ef þetta virkar ekki, mun Mattis sjá um þetta,“ sagði Haley við CNN í dag. Viðtalið má sjá hér að neðan.
Norður-Kórea Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira