Seinni bylgjan var á dagskrá Stöð 2 Sport í gærkvöldi og þar var farið yfir fyrstu tvær umferðirnar í Olís-deildum karla og kvenna.
Tómas Þór Þórðarson stýrði þættinum og með honum voru þeir Jóhann Gunnar Einarsson og Sigfús Sigurðsson.
Strákarnir greindu leikina en kíktu líka á fyndin atvik úr leikjum fyrstu umferðarinnar.
Það má sjá myndband með þessum skemmtilegu atvikum í spilaranum hér fyrir ofan en þar í aðalhlutverki bömp tveggja Eyjamanna og fagnið hjá Fjölnismanninum seinheppna sem tók of langan tíma.
Bömpið hjá Eyjamönnunum og fagnið sem tók of langan tíma | Myndband
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mest lesið
Fleiri fréttir
