Hlutverk Kínverja og Rússa að svara tilrauninni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. september 2017 06:00 Bandaríkjamenn vilja að Kínverjar og Rússar ráði för. vísir/EPA Yfirvöld í Norður-Kóreu svöruðu nýjum viðskiptaþvingunum í fyrrinótt með sínu lengsta eldflaugaskoti til þessa. Eldflaugin flaug yfir norðurhluta Japans í um 770 kílómetra hæð. Flaug hún alls 3.700 kílómetra sem myndi duga til að hæfa eyjuna Gvam. Norður-Kórea hefur ítrekað hótað að ráðast á eyjuna. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að það væri fyrst og fremst hlutverk yfirvalda í Kína og Rússlandi að reyna að hafa hemil á Norður-Kóreumönnum. „Þau verða að sýna í verki að tilraunir sem þessar eru óásættanlegar,“ sagði Tillerson og bætti því við að enginn flytti meiri olíu til einræðisríkisins en Kína og að enginn græddi meira á nauðungarvinnu norðurkóreskra borgara en Rússar. Kínverjar og Rússar voru hins vegar ekki hrifnir af ummælum Tillersons. Hua Chunying, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði ríki sitt ekki miðpunkt þessara deilna. „Allir aðilar ættu að sýna ábyrgð. Það hjálpar engum að reyna að firra sig ábyrgð.“ Maria Zakharova, talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands, tók í sama streng. „Því miður er herská orðræða það eina sem kemur frá Washington.“ Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu sem byggði kosningabaráttu sína á því að lofa bættum samskiptum við norðrið, hélt neyðarfund vegna eldflaugartilraunarinnar. Sagði hann á fundinum að í ljósi aðstæðna væri algjörlega ómögulegt að eiga í vitrænum samræðum við yfirvöld í Norður-Kóreu. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira
Yfirvöld í Norður-Kóreu svöruðu nýjum viðskiptaþvingunum í fyrrinótt með sínu lengsta eldflaugaskoti til þessa. Eldflaugin flaug yfir norðurhluta Japans í um 770 kílómetra hæð. Flaug hún alls 3.700 kílómetra sem myndi duga til að hæfa eyjuna Gvam. Norður-Kórea hefur ítrekað hótað að ráðast á eyjuna. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að það væri fyrst og fremst hlutverk yfirvalda í Kína og Rússlandi að reyna að hafa hemil á Norður-Kóreumönnum. „Þau verða að sýna í verki að tilraunir sem þessar eru óásættanlegar,“ sagði Tillerson og bætti því við að enginn flytti meiri olíu til einræðisríkisins en Kína og að enginn græddi meira á nauðungarvinnu norðurkóreskra borgara en Rússar. Kínverjar og Rússar voru hins vegar ekki hrifnir af ummælum Tillersons. Hua Chunying, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði ríki sitt ekki miðpunkt þessara deilna. „Allir aðilar ættu að sýna ábyrgð. Það hjálpar engum að reyna að firra sig ábyrgð.“ Maria Zakharova, talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands, tók í sama streng. „Því miður er herská orðræða það eina sem kemur frá Washington.“ Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu sem byggði kosningabaráttu sína á því að lofa bættum samskiptum við norðrið, hélt neyðarfund vegna eldflaugartilraunarinnar. Sagði hann á fundinum að í ljósi aðstæðna væri algjörlega ómögulegt að eiga í vitrænum samræðum við yfirvöld í Norður-Kóreu.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira