Hlutverk Kínverja og Rússa að svara tilrauninni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. september 2017 06:00 Bandaríkjamenn vilja að Kínverjar og Rússar ráði för. vísir/EPA Yfirvöld í Norður-Kóreu svöruðu nýjum viðskiptaþvingunum í fyrrinótt með sínu lengsta eldflaugaskoti til þessa. Eldflaugin flaug yfir norðurhluta Japans í um 770 kílómetra hæð. Flaug hún alls 3.700 kílómetra sem myndi duga til að hæfa eyjuna Gvam. Norður-Kórea hefur ítrekað hótað að ráðast á eyjuna. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að það væri fyrst og fremst hlutverk yfirvalda í Kína og Rússlandi að reyna að hafa hemil á Norður-Kóreumönnum. „Þau verða að sýna í verki að tilraunir sem þessar eru óásættanlegar,“ sagði Tillerson og bætti því við að enginn flytti meiri olíu til einræðisríkisins en Kína og að enginn græddi meira á nauðungarvinnu norðurkóreskra borgara en Rússar. Kínverjar og Rússar voru hins vegar ekki hrifnir af ummælum Tillersons. Hua Chunying, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði ríki sitt ekki miðpunkt þessara deilna. „Allir aðilar ættu að sýna ábyrgð. Það hjálpar engum að reyna að firra sig ábyrgð.“ Maria Zakharova, talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands, tók í sama streng. „Því miður er herská orðræða það eina sem kemur frá Washington.“ Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu sem byggði kosningabaráttu sína á því að lofa bættum samskiptum við norðrið, hélt neyðarfund vegna eldflaugartilraunarinnar. Sagði hann á fundinum að í ljósi aðstæðna væri algjörlega ómögulegt að eiga í vitrænum samræðum við yfirvöld í Norður-Kóreu. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Yfirvöld í Norður-Kóreu svöruðu nýjum viðskiptaþvingunum í fyrrinótt með sínu lengsta eldflaugaskoti til þessa. Eldflaugin flaug yfir norðurhluta Japans í um 770 kílómetra hæð. Flaug hún alls 3.700 kílómetra sem myndi duga til að hæfa eyjuna Gvam. Norður-Kórea hefur ítrekað hótað að ráðast á eyjuna. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að það væri fyrst og fremst hlutverk yfirvalda í Kína og Rússlandi að reyna að hafa hemil á Norður-Kóreumönnum. „Þau verða að sýna í verki að tilraunir sem þessar eru óásættanlegar,“ sagði Tillerson og bætti því við að enginn flytti meiri olíu til einræðisríkisins en Kína og að enginn græddi meira á nauðungarvinnu norðurkóreskra borgara en Rússar. Kínverjar og Rússar voru hins vegar ekki hrifnir af ummælum Tillersons. Hua Chunying, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði ríki sitt ekki miðpunkt þessara deilna. „Allir aðilar ættu að sýna ábyrgð. Það hjálpar engum að reyna að firra sig ábyrgð.“ Maria Zakharova, talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands, tók í sama streng. „Því miður er herská orðræða það eina sem kemur frá Washington.“ Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu sem byggði kosningabaráttu sína á því að lofa bættum samskiptum við norðrið, hélt neyðarfund vegna eldflaugartilraunarinnar. Sagði hann á fundinum að í ljósi aðstæðna væri algjörlega ómögulegt að eiga í vitrænum samræðum við yfirvöld í Norður-Kóreu.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira