Á vef stofnunarinnar segir að yfirvöld í Bangladess og hjálparsamtök eigi erfitt með að aðstoða þennan fjölda. Þörf sé á skýlum, matvælum og lyfjum og læknaaðstoð.
Sumir sem hafa flúið yfir landamærin sjá þorp sín brenna við sjóndeildarhringinn en herinn og vopnaðir hópar búddista hafa verið sakaðir um að brenna heimili Rohingjafólks.
Hundreds of thousands of Rohingya Muslims from Myanmar are fleeing towards Bangladesh. Here are five things about the Rohingya. pic.twitter.com/NVr5dDpXZi
— AFP news agency (@AFP) September 15, 2017
Yfirvöld Búrma hafa verið sökuð um þjóðernishreinsanir og að reyna að reka Rohingjafólkið frá landinu.
Þau hefur herinn verið sakaður um að koma fyrir jarðsprengjum við landamæri Búrma og Bangladess.
Azizul Hoque died shortly after this video was filmed. His body was torn apart by a landmine as he and his Rohingya family fled Myanmar pic.twitter.com/pmjtyZ5G72
— AFP news agency (@AFP) September 14, 2017
Þá segjast samtökin Amnesty International búa yfir sönnunum um að um sé að ræða skipulagða herferð sem gengur út á að brenna þorp Rohingjafólks.
AP fréttaveitan hefur eftir yfirvöldum í Búrma að hundruð hafi dáið í aðgerðum hersins og þar af tilheyri flestir Rohingjafólkinu. Þar að auki segja yfirvöld að 176 af 471 þorpi Rohingjafólksins hafi verið yfirgefin.