Bjarni sagði Benedikt og Óttari frá meðmælunum á mánudag Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. september 2017 06:09 Benedikt Jóhannesson vill að þingheimur endurnýi umboð sitt Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, greindi öðrum flokksformönnum ríkisstjórnarinnar frá því á mánudag að faðir hans hefði veitt meðmæli í máli tengdu uppreist æru. Fram kemur á vef Ríkisútvarpsins að Bjarni hafi þó ekki greint nánar frá því hvaða máli meðmælin tengdust og þvertók hann fyrir að það kynni að gera hann vanhæfan í einhverjum málum. Hann hefði ekki komið nálægt málinu sjálfur. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hringdi í Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og tilkynnti honum að stjórnarsamstarfinu væri lokið skömmu eftir miðnætti. 87 prósent þeirra stjórnarmanna Bjartrar framtíðar sem tóku afstöðu kusu að slíta stjórnarsamstarfinu. Að neðan má heyra viðtal við Benedikt úr Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann upplifir ekki sama trúnaðarbrest og Björt framtíð eftir samtal sitt við Bjarna Ben í gærkvöldi.Benedikt segir í samtali við Ríkisútvarpið að hann virði ákvörðun Bjartrar framtíðar, hver taki ákvörðun fyrir sig þegar menn eigi í samstarfi og allir verði að stjórna sér sjálfir. Hann bætir við að stjórnarslit höfðu ekki verið formlega rædd innan Viðreisnar þó einstaka flokks- eða þingmenn kunni að hafa velt því fyrir sér.Sjá einnig: Eiginhagsmunir ráðherrans dropinn sem fyllti mælinn Hann segist ekki hafa upplifað fregnir af því að dómsmálaráðherra hafi tjáð Bjarna í júlí að faðir hans hafi veitt dæmdum barnaníðingi meðmæli sem trúnaðarbrest eins og stjórn Bjartrar framtíðar. Hann hafi rætt málið við forsætisráðherra og af skýringum hans að dæma upplifi Benedikt málið ekki þannig. Hann hafi þó ekkert vitað um samskipti dóms- og forsætisráðherra fyrr en að hann heyrði af þeim í fréttum í gærkvöldi.Viðreisn sendi frá sér yfirlýsingu í nótt þar sem fram kom að flokkurinn vill kosningar sem fyrst. Eftir átta vikna stapp við að berja saman ríkisstjórnarsamstarf í vor sé það rökréttast að þingheimur endurnýi umboð sitt. Fáir aðrir kostir séu í stöðunni.Einhver verði að stjórna landinu Benedikt hló í samtali við Ríkisútvarpið spurður um hvort dagskrá þingsins, þar sem fjallað verður um fjárlög á morgun, komi til með að standast í ljósi tíðinda næturinnar. „Ég satt að segja veit það nú ekki. Það getur nú verið að menn hafi um annað að ræða núna á eftir. Við skulum sjá til hvað verður úr því en það verður auðvitað að undirbúa fjárlög. Það verður að vera einhver stjórn á landinu,“ segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.Vísir fylgist með gangi mála í vaktinni í allan dag.
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, greindi öðrum flokksformönnum ríkisstjórnarinnar frá því á mánudag að faðir hans hefði veitt meðmæli í máli tengdu uppreist æru. Fram kemur á vef Ríkisútvarpsins að Bjarni hafi þó ekki greint nánar frá því hvaða máli meðmælin tengdust og þvertók hann fyrir að það kynni að gera hann vanhæfan í einhverjum málum. Hann hefði ekki komið nálægt málinu sjálfur. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hringdi í Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og tilkynnti honum að stjórnarsamstarfinu væri lokið skömmu eftir miðnætti. 87 prósent þeirra stjórnarmanna Bjartrar framtíðar sem tóku afstöðu kusu að slíta stjórnarsamstarfinu. Að neðan má heyra viðtal við Benedikt úr Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann upplifir ekki sama trúnaðarbrest og Björt framtíð eftir samtal sitt við Bjarna Ben í gærkvöldi.Benedikt segir í samtali við Ríkisútvarpið að hann virði ákvörðun Bjartrar framtíðar, hver taki ákvörðun fyrir sig þegar menn eigi í samstarfi og allir verði að stjórna sér sjálfir. Hann bætir við að stjórnarslit höfðu ekki verið formlega rædd innan Viðreisnar þó einstaka flokks- eða þingmenn kunni að hafa velt því fyrir sér.Sjá einnig: Eiginhagsmunir ráðherrans dropinn sem fyllti mælinn Hann segist ekki hafa upplifað fregnir af því að dómsmálaráðherra hafi tjáð Bjarna í júlí að faðir hans hafi veitt dæmdum barnaníðingi meðmæli sem trúnaðarbrest eins og stjórn Bjartrar framtíðar. Hann hafi rætt málið við forsætisráðherra og af skýringum hans að dæma upplifi Benedikt málið ekki þannig. Hann hafi þó ekkert vitað um samskipti dóms- og forsætisráðherra fyrr en að hann heyrði af þeim í fréttum í gærkvöldi.Viðreisn sendi frá sér yfirlýsingu í nótt þar sem fram kom að flokkurinn vill kosningar sem fyrst. Eftir átta vikna stapp við að berja saman ríkisstjórnarsamstarf í vor sé það rökréttast að þingheimur endurnýi umboð sitt. Fáir aðrir kostir séu í stöðunni.Einhver verði að stjórna landinu Benedikt hló í samtali við Ríkisútvarpið spurður um hvort dagskrá þingsins, þar sem fjallað verður um fjárlög á morgun, komi til með að standast í ljósi tíðinda næturinnar. „Ég satt að segja veit það nú ekki. Það getur nú verið að menn hafi um annað að ræða núna á eftir. Við skulum sjá til hvað verður úr því en það verður auðvitað að undirbúa fjárlög. Það verður að vera einhver stjórn á landinu,“ segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.Vísir fylgist með gangi mála í vaktinni í allan dag.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43 Viðreisn vill kosningar sem fyrst Þingflokkur Viðreisnar fundaði í Austurstræti frá klukkan rúmlega 1 eftir miðnætti til um klukkan 4. 15. september 2017 05:48 Finnst fráleitt að Hjalti hafi sjálfur skrifað bréfið sem faðir forsætisráðherra undirritaði Kona sem sætti kynferðisofbeldi af hálfu Hjalta Sigurjóns Haukssonar segir það sýna hversu fáránlegt umsóknarferlið um uppreist æru sé að ekki hafi verið gengið úr skugga um að faðir forsætisráðherra hefði í raun skrifað meðmæli. 15. september 2017 06:00 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43
Viðreisn vill kosningar sem fyrst Þingflokkur Viðreisnar fundaði í Austurstræti frá klukkan rúmlega 1 eftir miðnætti til um klukkan 4. 15. september 2017 05:48
Finnst fráleitt að Hjalti hafi sjálfur skrifað bréfið sem faðir forsætisráðherra undirritaði Kona sem sætti kynferðisofbeldi af hálfu Hjalta Sigurjóns Haukssonar segir það sýna hversu fáránlegt umsóknarferlið um uppreist æru sé að ekki hafi verið gengið úr skugga um að faðir forsætisráðherra hefði í raun skrifað meðmæli. 15. september 2017 06:00
Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06