Hafnfirðingar krefjast áframhaldandi framkvæmda við Reykjanesbraut Atli Ísleifsson skrifar 14. september 2017 08:16 Í tilkynningu frá bænum segir að mikil uppsöfnuð þörf sé á verulegum úrbótum við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur krafist þess að haldið verði áfram með framkvæmdir við Reykjanesbraut. Ályktun var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi þar sem þess var kröftuglega mótmælt að Reykjanesbrautin virðist hvergi vera að finna í nýkynntu fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra. Í tilkynningu frá bænum segir að mikil uppsöfnuð þörf sé á verulegum úrbótum við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Gríðarleg aukning bílaumferðar á Reykjanesbraut valdi mikilli slysahættu og langar raðir af bílum myndist á álagstímum. „Mjög brýnt er að auka umferðaröryggi vegfarenda og finna leiðir til lausnar á þeim umferðarvanda sem er á Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ítrekar áskorun sína frá 21. júní sl á alþingismenn kjördæmisins að tryggja að fjármagn fáist á fjárlögum ársins 2018 og árunum þar á eftir til að ljúka framkvæmdum við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar,“ segir í bókuninni sem var samþykkt einróma.Með hæstu slysatíðni Bent er á að gatnamótin og hringtorgin á kafla frá Kaplakrika að Lækjargötu séu með hæstu slysatíðni á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem fjölmörg alvarleg slys hafi orðið á einfalda kafla Reykjanesbrautar frá kirkjugarði suður fyrir Straumsvík. „Krafa er gerð til stjórnvalda að umferðaröryggi sé tryggt á Reykjanesbraut og að íbúar komist með sæmilegu móti til og frá heimilum sínum án þess að þurfa að leggja sig daglega í stórhættu. Á fundinum var einnig samþykkt að haldinn verði íbúafundur þar sem samgöngumál með áherslu á Reykjanesbraut verði rædd. Til fundarins verði boðaðir m.a. samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vegamálastjóri eða fulltrúar hans, þingmenn kjördæmisins og fleiri sem með málið hafa að gera. Markmið fundarins væri meðal annars að upplýsa almenning um stöðu á samgöngumálum í Hafnarfirði. Kynna tiltækar umferðarspár og skipulag Reykjanesbrautar, Kaldárselsvegar og Ofanbyggðavegar á væntanlegu aðalskipulagi Garðabæjar. Gera grein fyrir viðræðum við Vegagerðina varðandi úrbætur á Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Ræða úrbætur vegna tíðra slysa á kafla frá kirkjugarði að tvöfalda/fjórfalda kaflanum sunnan Straumsvíkur og fá áætlun stjórnvalda með áframhaldandi uppbyggingu samgöngumannvirkja í og við Hafnarfjörð,“ segir í tilkynningunni. Fjárlagafrumvarp 2018 Samgöngur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur krafist þess að haldið verði áfram með framkvæmdir við Reykjanesbraut. Ályktun var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi þar sem þess var kröftuglega mótmælt að Reykjanesbrautin virðist hvergi vera að finna í nýkynntu fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra. Í tilkynningu frá bænum segir að mikil uppsöfnuð þörf sé á verulegum úrbótum við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Gríðarleg aukning bílaumferðar á Reykjanesbraut valdi mikilli slysahættu og langar raðir af bílum myndist á álagstímum. „Mjög brýnt er að auka umferðaröryggi vegfarenda og finna leiðir til lausnar á þeim umferðarvanda sem er á Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ítrekar áskorun sína frá 21. júní sl á alþingismenn kjördæmisins að tryggja að fjármagn fáist á fjárlögum ársins 2018 og árunum þar á eftir til að ljúka framkvæmdum við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar,“ segir í bókuninni sem var samþykkt einróma.Með hæstu slysatíðni Bent er á að gatnamótin og hringtorgin á kafla frá Kaplakrika að Lækjargötu séu með hæstu slysatíðni á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem fjölmörg alvarleg slys hafi orðið á einfalda kafla Reykjanesbrautar frá kirkjugarði suður fyrir Straumsvík. „Krafa er gerð til stjórnvalda að umferðaröryggi sé tryggt á Reykjanesbraut og að íbúar komist með sæmilegu móti til og frá heimilum sínum án þess að þurfa að leggja sig daglega í stórhættu. Á fundinum var einnig samþykkt að haldinn verði íbúafundur þar sem samgöngumál með áherslu á Reykjanesbraut verði rædd. Til fundarins verði boðaðir m.a. samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vegamálastjóri eða fulltrúar hans, þingmenn kjördæmisins og fleiri sem með málið hafa að gera. Markmið fundarins væri meðal annars að upplýsa almenning um stöðu á samgöngumálum í Hafnarfirði. Kynna tiltækar umferðarspár og skipulag Reykjanesbrautar, Kaldárselsvegar og Ofanbyggðavegar á væntanlegu aðalskipulagi Garðabæjar. Gera grein fyrir viðræðum við Vegagerðina varðandi úrbætur á Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Ræða úrbætur vegna tíðra slysa á kafla frá kirkjugarði að tvöfalda/fjórfalda kaflanum sunnan Straumsvíkur og fá áætlun stjórnvalda með áframhaldandi uppbyggingu samgöngumannvirkja í og við Hafnarfjörð,“ segir í tilkynningunni.
Fjárlagafrumvarp 2018 Samgöngur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira