Stefnir í óefni hjá leikskólum borgarinnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. september 2017 22:37 Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag að setja á laggirnar tvö teymi til að bregðast við manneklu í leikskólum og frístundaheimilum borgarinnar.Leikskólastjóri segir stöðuna verulega slæma og að það verði að bregðast fljótt við svo að starfsfólk gefist ekki upp. Að undanförnu hafa verið sagðar fréttir af mikilli manneklu í leikskólum borgarinnar. Eins og staðan er í dag er enn óráðið í 96 stöðugildi. Þá er staðan einnig mjög slæm á frístundaheimilum borgarinnar en þar vantar 173 starfsmenn í tæplega 89 stöðugildi. Á fundi sínum í dag samþykkti skóla- og frístundaráð að setja á laggirnar tvö teymi til að bregðast við manneklunni. Hlutverk þeirra verður að móta tillögur um aðgerðir til að bæta stöðuna í ráðningarmálum og styrkja vinnuumhverfi starfsfólks leikskóla- og frístundar. Valborg Hlín Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri í leikskólanum Langholti í Laugardal, segir að staðan á leikskólum borgarinnar sé mjög slæm enda aðeins 23 leikskólar af 64 fullmannaðir. „Það vantar 100 stöður hjá borginni í dag í leikskólana og að ætla að reka þá á því er ekki hægt. Það bara segir sig sjálft. Deildir eru ekki opnaðar og þeir sem eru að hlaupa hraðar þeir gefast upp,” segir Valborg. Eins og staðan er í dag stendur Valborg frammi fyrir miklum vanda, þrátt fyrir að vera með grunnmönnun á leikskólanum. Opnunartími leikskólanna er svo langur. Börn geta fengið allt upp í níu og hálfan klukkutíma á dag í vistun en við erum bara í átta tíma vinnu. Þannig að við þurfum að manna þetta á þessum grunnstöðugildum sem við erum með og það reynist okkur mjög erfitt,“ segir Valborg og bætir við að laun séu lág á sama tíma og það er mikið álag á starfsmönnum. Valborg segir að það sé ógerlegt fyrir hana að finna menntaðan leikskólakennara á leikskólann en eins staðan er í dag vantar 60 leikskólakennar í borginni. „Leikskólakennarar eru ekki til. Ég hef nú stundum sagt svona í gríni að við séum eins og risaeðlurnar, við erum að deyja út. Það eru leikskólar sem eru jafnvel bara með leikskólastjóra, sem leikskólakennara. Eða leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra sem eru leikskólakennarar en aðrir eru ekki með leikskólakennaramenntun í húsinu. Við gerum ótrúlegar kröfur á það fólk að sinna menntun yngstu barnanna okkar.“ Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Sjá meira
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag að setja á laggirnar tvö teymi til að bregðast við manneklu í leikskólum og frístundaheimilum borgarinnar.Leikskólastjóri segir stöðuna verulega slæma og að það verði að bregðast fljótt við svo að starfsfólk gefist ekki upp. Að undanförnu hafa verið sagðar fréttir af mikilli manneklu í leikskólum borgarinnar. Eins og staðan er í dag er enn óráðið í 96 stöðugildi. Þá er staðan einnig mjög slæm á frístundaheimilum borgarinnar en þar vantar 173 starfsmenn í tæplega 89 stöðugildi. Á fundi sínum í dag samþykkti skóla- og frístundaráð að setja á laggirnar tvö teymi til að bregðast við manneklunni. Hlutverk þeirra verður að móta tillögur um aðgerðir til að bæta stöðuna í ráðningarmálum og styrkja vinnuumhverfi starfsfólks leikskóla- og frístundar. Valborg Hlín Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri í leikskólanum Langholti í Laugardal, segir að staðan á leikskólum borgarinnar sé mjög slæm enda aðeins 23 leikskólar af 64 fullmannaðir. „Það vantar 100 stöður hjá borginni í dag í leikskólana og að ætla að reka þá á því er ekki hægt. Það bara segir sig sjálft. Deildir eru ekki opnaðar og þeir sem eru að hlaupa hraðar þeir gefast upp,” segir Valborg. Eins og staðan er í dag stendur Valborg frammi fyrir miklum vanda, þrátt fyrir að vera með grunnmönnun á leikskólanum. Opnunartími leikskólanna er svo langur. Börn geta fengið allt upp í níu og hálfan klukkutíma á dag í vistun en við erum bara í átta tíma vinnu. Þannig að við þurfum að manna þetta á þessum grunnstöðugildum sem við erum með og það reynist okkur mjög erfitt,“ segir Valborg og bætir við að laun séu lág á sama tíma og það er mikið álag á starfsmönnum. Valborg segir að það sé ógerlegt fyrir hana að finna menntaðan leikskólakennara á leikskólann en eins staðan er í dag vantar 60 leikskólakennar í borginni. „Leikskólakennarar eru ekki til. Ég hef nú stundum sagt svona í gríni að við séum eins og risaeðlurnar, við erum að deyja út. Það eru leikskólar sem eru jafnvel bara með leikskólastjóra, sem leikskólakennara. Eða leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra sem eru leikskólakennarar en aðrir eru ekki með leikskólakennaramenntun í húsinu. Við gerum ótrúlegar kröfur á það fólk að sinna menntun yngstu barnanna okkar.“
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Sjá meira