Bogdan Bogdanovic skoraði 22 stig, tók sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar þegar Serbía tryggði sér sæti í undanúrslitum á EM í körfubolta með 67-83 sigri á Ítalíu í kvöld.
Sigur Serba var nokkuð öruggur en þeir leiddu lengst af. Staðan í hálfleik var 33-44, Serbíu í vil.
Serbneska liðið hafði mikla yfirburði í frákastabaráttunni sem það vann 44-19.
Bogdanovic var atkvæðamestur í liði Serba. Fyrirliðinn Milan Macvan skoraði 13 stig, tók sex fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.
Marco Bellinelli var stigahæstur í ítalska liðinu með 18 stig en hann var aðeins með 29,4% skotnýtingu. Luigi Datome skoraði 15 stig.
Serbar mæta Rússum í undanúrslitunum á föstudaginn.
Serbar síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum á EM
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið







Max svaraði Marko fullum hálsi
Formúla 1


Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“
Íslenski boltinn
