Minnsta streitan í þýskum borgum Þórdís Valsdóttir skrifar 13. september 2017 15:15 Meðal þeirra þátta sem skoðaðir voru eru umferð, mengun, grænir reitir innan borganna o.fl. Vísir/Getty Ný rannsókn sýnir að mestu hugarrónna er að finna í Þýskalandi. Rannsakað var hvaða borgir heimsins valda minnstu streitu fyrir íbúa og var niðurstaðan sú að fjórar af tíu streituminnstu borgunum eru í Þýskalandi. Í rannsókninni var tekið tillit til sautján streituvaldandi þátta, þar á meðal umferðar, almenningssamgangna, grænna reita, fjárhags, heilsu og jafnréttis. Gefnar voru einkunnir á skalanum 1 til 10 þar sem 10 táknar mesta magn streitu. Rannsóknin tók til 500 borga um allan heim og fjórar af tíu efstu borgunum eru í Þýskalandi. Borgin Stuttgart trónir á toppnum með einungis 1 stig af streitu og hinar þýsku borgirnar sem ná í topp tíu efstu sæti listans eru Hanover, Munich og Hamborg. Í Stuttgart, sem staðsett er í suður Þýskalandi, er mikið af grænum reitum innan borgarinnar og talið er að það hafi jákvæð áhrif á streitu. Einnig er efnahagur borgarinnar með besta móti. Reykjavík var í 22. sæti á listanum. Samkvæmt rannsókninni eru helstu streituvaldar íbúa höfuðborgarinnar lélegar almenningssamgöngur, skortur á sólarljósi og hávaðamengun. Reykjavík var hins vegar sú borg með mesta jafnrétti kynjanna og bestu líkamlegu heilsuna. Sú borg sem er neðst á listanum er borgin Baghdad í Írak, en hún var með hæstu mögulegu einkunn af streituvöldum.Streituminnstu borgirnar:Stuttgart – ÞýskalandiLúxemborg – LúxemborgHannover – ÞýskalandiBern – SvissMünchen – ÞýskalandiStreitumestu borgirnar:Bagdad – ÍrakKabúl – AfganistanLagos – NigeríuDakar – SenegalKaíró - Egyptalandi Hægt er að kynna sér listann í heild sinni hér. Lúxemborg Þýskaland Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira
Ný rannsókn sýnir að mestu hugarrónna er að finna í Þýskalandi. Rannsakað var hvaða borgir heimsins valda minnstu streitu fyrir íbúa og var niðurstaðan sú að fjórar af tíu streituminnstu borgunum eru í Þýskalandi. Í rannsókninni var tekið tillit til sautján streituvaldandi þátta, þar á meðal umferðar, almenningssamgangna, grænna reita, fjárhags, heilsu og jafnréttis. Gefnar voru einkunnir á skalanum 1 til 10 þar sem 10 táknar mesta magn streitu. Rannsóknin tók til 500 borga um allan heim og fjórar af tíu efstu borgunum eru í Þýskalandi. Borgin Stuttgart trónir á toppnum með einungis 1 stig af streitu og hinar þýsku borgirnar sem ná í topp tíu efstu sæti listans eru Hanover, Munich og Hamborg. Í Stuttgart, sem staðsett er í suður Þýskalandi, er mikið af grænum reitum innan borgarinnar og talið er að það hafi jákvæð áhrif á streitu. Einnig er efnahagur borgarinnar með besta móti. Reykjavík var í 22. sæti á listanum. Samkvæmt rannsókninni eru helstu streituvaldar íbúa höfuðborgarinnar lélegar almenningssamgöngur, skortur á sólarljósi og hávaðamengun. Reykjavík var hins vegar sú borg með mesta jafnrétti kynjanna og bestu líkamlegu heilsuna. Sú borg sem er neðst á listanum er borgin Baghdad í Írak, en hún var með hæstu mögulegu einkunn af streituvöldum.Streituminnstu borgirnar:Stuttgart – ÞýskalandiLúxemborg – LúxemborgHannover – ÞýskalandiBern – SvissMünchen – ÞýskalandiStreitumestu borgirnar:Bagdad – ÍrakKabúl – AfganistanLagos – NigeríuDakar – SenegalKaíró - Egyptalandi Hægt er að kynna sér listann í heild sinni hér.
Lúxemborg Þýskaland Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira