Líklegt að fjárlagafrumvarp taki nokkrum breytingum á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2017 15:00 Reikna má með að stjórnarandstaðan og jafnvel stjórnarliðar leggi fram breytingatillögur við fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram í gær með um 18 milljarða meiri afgangi en fjárlög þessa árs. Forsætisráðherra flytur stefnuræðu ríkisstjórnarinnar á Alþingi í kvöld. Að lokinni stefnuræðu Bjarna Benediktssonar sem hefst klukkan hálf átta í kvöld hefjast umræður um hana en fyrsta umræða í fjárlagafrumvarpið hefst á Alþingi í fyrramálið. Í samanburði við stöðu ríkissjóðs annarra Evrópuríkja er staða ríkissjóðs Íslands góð hvað varðar afgang sem hlutfall af landsframleiðslu og jafnvel hvað varðar hlutfall skulda af landsframleiðslu, en stendur hins vegar ákaflega illa þegar kemur að vaxtakjörum. Í kynningu Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra á fjárlagafrumvarpinu kom fram að þótt skuldir ríkissjóðs hafi lækkað hratt frá hruni sé vaxtabyrðin enn mjög mikil eða 61 milljarður að frádregnum vaxtatekjum.Hvenær geta Íslendingar vænst þess að það verði einnig í lagi? „Nú er ég kannski ekki rétti maðurinn til að svara því. Ég vildi gera það sem allra fyrst (lækka vexti). En þeir sem stjórna þeim málum í Seðlabankanum hafa bent á að það skipti þá miklu máli að hér sé almennt jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Við erum að leggja okkar lóð á þær vogarskálar með þessu fjárlagafrumvarpi. Þannig að vonandi hjálpar það ákvörðun um lægri vexti í framtíðinni,“ segir Benedikt. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fara 18 milljarðar í samgönguframkvæmdir á næsta ári en sú upphæð hrekkur skammt ef ráðast ætti í margar þær stórframkvæmdir sem Jón Gunnarsson samgönguráðherra telur nauðsynlegt að gera. Hann hefur lagt til að nokkrar slíkar framkvæmdir eins og við stofnleiðir til og frá höfuðborginni fari í einkaframkvæmd. „Já, það hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir um það. Þetta eru hans hugmyndir og ég hef sagt að mér finnst þær athyglisverðar. Mér finnst áhugavert þegar menn koma með nýjar hugmyndir. En það er alveg rétt að það eru ýmsar stórar framkvæmdir sem við gjarnan vildum fara í. Það er ekki hægt að gera allt í einu. Menn hafa t.d. reynt að einbeita sér að einum göngum í einu. Nú klárast Norðfjarðargöng væntanlega eftir rúman mánuð. En það er strax byrjað á Dýrafjarðargöngum. Þannig að þetta heldur áfram og við sjáum það sem höfum ferðast talsvert um landið í sumar hvað viðhald hefur stórbatnað og og búið að bæta mjög á mörgum stöðum,“ segir fjármálaráðherra. Reikna má með að stjórnarandstaðan og jafnvel stjórnarliðar leggi fram töluverðar breytingar á fjárlagafrumvarpinu. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa til að mynda fullyrt að ekki sé verið að auka framlög til uppbyggingar Landsspítalans umfram launahækkanir og til nýbygginga og enn séu skerðingar í elli- og örorkulífeyriskerfinu vegna tenginga við tekjur. Ríkissjóður hefur borð fyrir báru þar sem ríkissjóður hefur samkvæmt frumvarpinu drjúgan tekjuafgang.Heldur þú að Alþingi eigi eftir að krukka mikið í þetta frumvarp? „Aðstæður breytast alltaf svolítið og þær hafa breyst frá því við settum frumvarpið saman í júní að stofni til þótt við höfum verið að vinna að því alveg fram í síðustu viku. Það getur vel verið að einhverjar nýjar aðstæður komi upp. En ég á ekki von á að því verði breytt í neinum meginatriðum í meðförum Alþingis. En ég yrði líka mjög hissa ef það yrðu engar breytingar,“ segir Benedikt Jóhannesson. Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Sjá meira
Reikna má með að stjórnarandstaðan og jafnvel stjórnarliðar leggi fram breytingatillögur við fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram í gær með um 18 milljarða meiri afgangi en fjárlög þessa árs. Forsætisráðherra flytur stefnuræðu ríkisstjórnarinnar á Alþingi í kvöld. Að lokinni stefnuræðu Bjarna Benediktssonar sem hefst klukkan hálf átta í kvöld hefjast umræður um hana en fyrsta umræða í fjárlagafrumvarpið hefst á Alþingi í fyrramálið. Í samanburði við stöðu ríkissjóðs annarra Evrópuríkja er staða ríkissjóðs Íslands góð hvað varðar afgang sem hlutfall af landsframleiðslu og jafnvel hvað varðar hlutfall skulda af landsframleiðslu, en stendur hins vegar ákaflega illa þegar kemur að vaxtakjörum. Í kynningu Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra á fjárlagafrumvarpinu kom fram að þótt skuldir ríkissjóðs hafi lækkað hratt frá hruni sé vaxtabyrðin enn mjög mikil eða 61 milljarður að frádregnum vaxtatekjum.Hvenær geta Íslendingar vænst þess að það verði einnig í lagi? „Nú er ég kannski ekki rétti maðurinn til að svara því. Ég vildi gera það sem allra fyrst (lækka vexti). En þeir sem stjórna þeim málum í Seðlabankanum hafa bent á að það skipti þá miklu máli að hér sé almennt jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Við erum að leggja okkar lóð á þær vogarskálar með þessu fjárlagafrumvarpi. Þannig að vonandi hjálpar það ákvörðun um lægri vexti í framtíðinni,“ segir Benedikt. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fara 18 milljarðar í samgönguframkvæmdir á næsta ári en sú upphæð hrekkur skammt ef ráðast ætti í margar þær stórframkvæmdir sem Jón Gunnarsson samgönguráðherra telur nauðsynlegt að gera. Hann hefur lagt til að nokkrar slíkar framkvæmdir eins og við stofnleiðir til og frá höfuðborginni fari í einkaframkvæmd. „Já, það hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir um það. Þetta eru hans hugmyndir og ég hef sagt að mér finnst þær athyglisverðar. Mér finnst áhugavert þegar menn koma með nýjar hugmyndir. En það er alveg rétt að það eru ýmsar stórar framkvæmdir sem við gjarnan vildum fara í. Það er ekki hægt að gera allt í einu. Menn hafa t.d. reynt að einbeita sér að einum göngum í einu. Nú klárast Norðfjarðargöng væntanlega eftir rúman mánuð. En það er strax byrjað á Dýrafjarðargöngum. Þannig að þetta heldur áfram og við sjáum það sem höfum ferðast talsvert um landið í sumar hvað viðhald hefur stórbatnað og og búið að bæta mjög á mörgum stöðum,“ segir fjármálaráðherra. Reikna má með að stjórnarandstaðan og jafnvel stjórnarliðar leggi fram töluverðar breytingar á fjárlagafrumvarpinu. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa til að mynda fullyrt að ekki sé verið að auka framlög til uppbyggingar Landsspítalans umfram launahækkanir og til nýbygginga og enn séu skerðingar í elli- og örorkulífeyriskerfinu vegna tenginga við tekjur. Ríkissjóður hefur borð fyrir báru þar sem ríkissjóður hefur samkvæmt frumvarpinu drjúgan tekjuafgang.Heldur þú að Alþingi eigi eftir að krukka mikið í þetta frumvarp? „Aðstæður breytast alltaf svolítið og þær hafa breyst frá því við settum frumvarpið saman í júní að stofni til þótt við höfum verið að vinna að því alveg fram í síðustu viku. Það getur vel verið að einhverjar nýjar aðstæður komi upp. En ég á ekki von á að því verði breytt í neinum meginatriðum í meðförum Alþingis. En ég yrði líka mjög hissa ef það yrðu engar breytingar,“ segir Benedikt Jóhannesson.
Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Sjá meira