Volkswagen skiptir út Touran og Golf Sportsvan með nýjum bíl Finnur Thorlacius skrifar 13. september 2017 10:21 Volkswagen I.D. Crozz II Concept tilraunabíllinn verður að VW Variosport. Á bílasýningunni í Frankfurt tilkynnti Volkswagen að fyrirtækið ætli að skipta út bílunum Touran og Golf Sportsvan fyrir nýjan bíl sem er smávaxinn fjölnotabíll sem kallaður er Variosport. Hann ber mikinn svip af I.D. Crozz II Concept bílnum sem Volkswagen hefur áður sýnt. Volkswagen segir að markaður fyrir fjölnotabíla hafi veikst mjög á undanförnum árum og vill einfalda bílaúrval sitt í þeim flokki. Þessi nýi fjölnotabíll verður með coupe-lagi og því mun sportlegri en bæði Touran og Golf Sportsvan og ætti að höfða meira til fjöldans, en hvorki Touran og Golf Sportsvan hafa þótt sérlega fallegir bílar. Rými er fyrir þriðju sætaröðina í þessum nýja bíl og því getur hann flutt 7 manns. Ekki er gert ráð fyrir rennihurðum á nýja bílnum, heldur venjulegum hurðum. Talsvert verður lagt í innréttingu Variosport og líklega verða snúningsstólar í annarri sætaröð. Bíllinn mun fá glerþak. Gert er ráð fyrir því að Variosport fái mild hybrid drifkerfi auk 1,5 og 2,0 lítra brunavéla með forþjöppum. Einnig yrði tengiltvinnútgáfa bílsins í boði. Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent
Á bílasýningunni í Frankfurt tilkynnti Volkswagen að fyrirtækið ætli að skipta út bílunum Touran og Golf Sportsvan fyrir nýjan bíl sem er smávaxinn fjölnotabíll sem kallaður er Variosport. Hann ber mikinn svip af I.D. Crozz II Concept bílnum sem Volkswagen hefur áður sýnt. Volkswagen segir að markaður fyrir fjölnotabíla hafi veikst mjög á undanförnum árum og vill einfalda bílaúrval sitt í þeim flokki. Þessi nýi fjölnotabíll verður með coupe-lagi og því mun sportlegri en bæði Touran og Golf Sportsvan og ætti að höfða meira til fjöldans, en hvorki Touran og Golf Sportsvan hafa þótt sérlega fallegir bílar. Rými er fyrir þriðju sætaröðina í þessum nýja bíl og því getur hann flutt 7 manns. Ekki er gert ráð fyrir rennihurðum á nýja bílnum, heldur venjulegum hurðum. Talsvert verður lagt í innréttingu Variosport og líklega verða snúningsstólar í annarri sætaröð. Bíllinn mun fá glerþak. Gert er ráð fyrir því að Variosport fái mild hybrid drifkerfi auk 1,5 og 2,0 lítra brunavéla með forþjöppum. Einnig yrði tengiltvinnútgáfa bílsins í boði.
Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent