Volkswagen skiptir út Touran og Golf Sportsvan með nýjum bíl Finnur Thorlacius skrifar 13. september 2017 10:21 Volkswagen I.D. Crozz II Concept tilraunabíllinn verður að VW Variosport. Á bílasýningunni í Frankfurt tilkynnti Volkswagen að fyrirtækið ætli að skipta út bílunum Touran og Golf Sportsvan fyrir nýjan bíl sem er smávaxinn fjölnotabíll sem kallaður er Variosport. Hann ber mikinn svip af I.D. Crozz II Concept bílnum sem Volkswagen hefur áður sýnt. Volkswagen segir að markaður fyrir fjölnotabíla hafi veikst mjög á undanförnum árum og vill einfalda bílaúrval sitt í þeim flokki. Þessi nýi fjölnotabíll verður með coupe-lagi og því mun sportlegri en bæði Touran og Golf Sportsvan og ætti að höfða meira til fjöldans, en hvorki Touran og Golf Sportsvan hafa þótt sérlega fallegir bílar. Rými er fyrir þriðju sætaröðina í þessum nýja bíl og því getur hann flutt 7 manns. Ekki er gert ráð fyrir rennihurðum á nýja bílnum, heldur venjulegum hurðum. Talsvert verður lagt í innréttingu Variosport og líklega verða snúningsstólar í annarri sætaröð. Bíllinn mun fá glerþak. Gert er ráð fyrir því að Variosport fái mild hybrid drifkerfi auk 1,5 og 2,0 lítra brunavéla með forþjöppum. Einnig yrði tengiltvinnútgáfa bílsins í boði. Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent
Á bílasýningunni í Frankfurt tilkynnti Volkswagen að fyrirtækið ætli að skipta út bílunum Touran og Golf Sportsvan fyrir nýjan bíl sem er smávaxinn fjölnotabíll sem kallaður er Variosport. Hann ber mikinn svip af I.D. Crozz II Concept bílnum sem Volkswagen hefur áður sýnt. Volkswagen segir að markaður fyrir fjölnotabíla hafi veikst mjög á undanförnum árum og vill einfalda bílaúrval sitt í þeim flokki. Þessi nýi fjölnotabíll verður með coupe-lagi og því mun sportlegri en bæði Touran og Golf Sportsvan og ætti að höfða meira til fjöldans, en hvorki Touran og Golf Sportsvan hafa þótt sérlega fallegir bílar. Rými er fyrir þriðju sætaröðina í þessum nýja bíl og því getur hann flutt 7 manns. Ekki er gert ráð fyrir rennihurðum á nýja bílnum, heldur venjulegum hurðum. Talsvert verður lagt í innréttingu Variosport og líklega verða snúningsstólar í annarri sætaröð. Bíllinn mun fá glerþak. Gert er ráð fyrir því að Variosport fái mild hybrid drifkerfi auk 1,5 og 2,0 lítra brunavéla með forþjöppum. Einnig yrði tengiltvinnútgáfa bílsins í boði.
Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent