Segir „sveltistefnu“ lögfesta með fjárlagafrumvarpi næsta árs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. september 2017 19:59 Katrín Jakobsdóttir er formaður Vinstri grænna. Hún er gagnrýnin á fjárlagafrumvarp næsta árs. vísir/anton brink Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það sem hún kallar sveltistefnu stjórnvalda í ríkisfjármálum, sem mörkuð var með fjármálaáætlun til fimm ára sem samþykkt var í vor, sé nú lögfest með fjárlagafrumvarpi næsta árs. Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, kynnti frumvarpið í fjármálaráðuneytinu í morgun en það gerir meðal annars ráð fyrir 44 milljarða króna afgangi. Rætt var við Katrínu um frumvarpið í Reykjavík síðdegis í dag. „Fjárlagafrumvarpið er auðvitað byggt á fjármálaáætluninni sem við vorum að ræða hér í vor og mér sýnist að verið sé að lögfesta þá stefnu sem ég hef kallað sveltistefnu sem þar var lögð því það er ekki verið að sækja fram í neinum málaflokkum. Það slær mann auðvitað bara með stöðuna, til að mynda stöðu ungs barnafólks á húsnæðismarkaði, að við erum að sjá barnabætur lækka og við erum að sjá vaxtabætur lækka,“ sagði Katrín. Þá sagði hún að ekki væri fyrirséð nein raunhækkun í almannatryggingakerfinu umfram það sem skýrist af fjölgun öryrkja og aldraðra. „Svo verð ég nú að taka skólamálin sérstaklega því þau standa hjarta mínu nærri og ég hef miklar áhyggjur af stöðu háskóla og framhaldsskóla. Það liggur fyrir að það hefur ekki verið blásið til uppbyggingar í skólakerfinu eftir kreppu. [...] Eftir að skólarnir tóku á sig niðurskurð þá höfum við ekki verið að nýta efnahagsbatann til þess að fjárfesta í menntun eins og við ættum að vera að gera. Þannig að ég vonast nú til þess að það verði einhverjar breytingar til batnaðar sérstaklega fyrir skólana.“ Katrín lýsti svo ánægju sinni með það að haldið yrði áfram með byggingu nýs spítala og að skýr stefna væri í þeim málum og fjármagn fylgdi. „En ég held líka þegar við skoðum heilbrigðismálin, sem voru auðvitað svona málið fyrir síðustu kosningar, þá er ekki verið að svara kröfum kjósenda fyrir þær kosningar.“ Hlusta má á viðtalið við Katrínu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Fjárlagafrumvarp 2018 Tengdar fréttir Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2018 Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra mun í dag kynna frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2018. 12. september 2017 08:30 Kolefnisgjald tvöfaldað til að draga úr losun Ríkisstjórnin leggur til græna skatta á eldsneyti og framlengdar ívilnanir fyrir rafbíla til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 12. september 2017 11:49 Framlög vegna móttöku flóttafólks nær þrefölduð Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2018 er lagt til að fjárframlög ríkisins vegna móttöku flóttafólks og hælismála verði hækkuð umtalsvert. 12. september 2017 10:32 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það sem hún kallar sveltistefnu stjórnvalda í ríkisfjármálum, sem mörkuð var með fjármálaáætlun til fimm ára sem samþykkt var í vor, sé nú lögfest með fjárlagafrumvarpi næsta árs. Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, kynnti frumvarpið í fjármálaráðuneytinu í morgun en það gerir meðal annars ráð fyrir 44 milljarða króna afgangi. Rætt var við Katrínu um frumvarpið í Reykjavík síðdegis í dag. „Fjárlagafrumvarpið er auðvitað byggt á fjármálaáætluninni sem við vorum að ræða hér í vor og mér sýnist að verið sé að lögfesta þá stefnu sem ég hef kallað sveltistefnu sem þar var lögð því það er ekki verið að sækja fram í neinum málaflokkum. Það slær mann auðvitað bara með stöðuna, til að mynda stöðu ungs barnafólks á húsnæðismarkaði, að við erum að sjá barnabætur lækka og við erum að sjá vaxtabætur lækka,“ sagði Katrín. Þá sagði hún að ekki væri fyrirséð nein raunhækkun í almannatryggingakerfinu umfram það sem skýrist af fjölgun öryrkja og aldraðra. „Svo verð ég nú að taka skólamálin sérstaklega því þau standa hjarta mínu nærri og ég hef miklar áhyggjur af stöðu háskóla og framhaldsskóla. Það liggur fyrir að það hefur ekki verið blásið til uppbyggingar í skólakerfinu eftir kreppu. [...] Eftir að skólarnir tóku á sig niðurskurð þá höfum við ekki verið að nýta efnahagsbatann til þess að fjárfesta í menntun eins og við ættum að vera að gera. Þannig að ég vonast nú til þess að það verði einhverjar breytingar til batnaðar sérstaklega fyrir skólana.“ Katrín lýsti svo ánægju sinni með það að haldið yrði áfram með byggingu nýs spítala og að skýr stefna væri í þeim málum og fjármagn fylgdi. „En ég held líka þegar við skoðum heilbrigðismálin, sem voru auðvitað svona málið fyrir síðustu kosningar, þá er ekki verið að svara kröfum kjósenda fyrir þær kosningar.“ Hlusta má á viðtalið við Katrínu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Fjárlagafrumvarp 2018 Tengdar fréttir Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2018 Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra mun í dag kynna frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2018. 12. september 2017 08:30 Kolefnisgjald tvöfaldað til að draga úr losun Ríkisstjórnin leggur til græna skatta á eldsneyti og framlengdar ívilnanir fyrir rafbíla til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 12. september 2017 11:49 Framlög vegna móttöku flóttafólks nær þrefölduð Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2018 er lagt til að fjárframlög ríkisins vegna móttöku flóttafólks og hælismála verði hækkuð umtalsvert. 12. september 2017 10:32 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2018 Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra mun í dag kynna frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2018. 12. september 2017 08:30
Kolefnisgjald tvöfaldað til að draga úr losun Ríkisstjórnin leggur til græna skatta á eldsneyti og framlengdar ívilnanir fyrir rafbíla til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 12. september 2017 11:49
Framlög vegna móttöku flóttafólks nær þrefölduð Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2018 er lagt til að fjárframlög ríkisins vegna móttöku flóttafólks og hælismála verði hækkuð umtalsvert. 12. september 2017 10:32