Segir framlög til velferðarmála aukin í fjárlagafrumvarpi og það vinni gegn þenslu Heimir Már Pétursson skrifar 12. september 2017 20:15 Virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna verður ekki hækkaður um mitt næsta ár eins og til stóð, heldur hækkar hann hinn 1. janúar árið 2019. Fjármálaráðherra segir megináherslu á að auka framlög til heilbrigðis, velferðar og menntamála, sporna gegn þenslu og varðveita kaupmáttaraukningu undanfarinna ára. Fjárlög næsta árs verða þau fimmtu í röð sem afgreidd verða með afgangi en áætlað er að afganur á næsta ári verði 44 milljarðar króna. Áður en lengra er haldið er fróðlegt að skoða hvaðan tekjur ríkissjóðs koma og í hvað þær fara. Heildartekjur ríkissjóðs á næsta ári eru áætlaðar 822 milljarðar. Virðisaukaskatturinn skilar ríkissjóði mestum tekjum á næsta ári eða 29 prósentum af heildartekjunum. Tekjuskattar einstaklinga standa undir 25 prósentum af tekjunum, tryggingagjöld tólf prósentum og skattar á fyrirtæki 11 prósentum. Aðrir tekjupóstar eru allir í eins stafs tölu. Stærstur hluti útgjalda ríkissjóðs fer í félags, húsnæðis- og tryggingamál eða 26 prósent, 25 prósent fara til heilbrigðismála og 12 prósent til mennta og menningarmála. Sjö prósent fara síðan til greiðslu vaxta, eða 61 milljarður að frádregnum vaxtatekjumSegir stjórnvöld hvergi hopa „Við erum að nýta batann til þess að styrkja velferðarmálin, heilbrigðismálin og almannatryggingarnar. Það eru stærstu fréttirnar. Við erum hvergi að hopa,“ segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. Megináhersla fjárlaganna sé að þau sporni við þenslu er varðveiti mikla kaupmáttaraukningu á undanförnum árum Og þá komum við kannski að stærsta óvissuspilinu, kjarasamningum við stóra hópa opinberra starfsmanna sem eru framundan. „En þá erum við svo heppin að viðmælendur okkar eru sammála okkur um það að við eigum að líta á þetta sem samvinnuverkefni. Þar sem við nálgumst verkefnið af ábyrgð og ætlum að ná þeim árangri að viðhalda kaupmætti. Það er meginmarkmiðið og ég held að við séum öll sammála um það,“ segir fjármálaráðherra. Framlög til heilbrigðismála verða aukin um 4,6 prósent milli ára. Meðal annars hækka framlög til byggingar meðferðarkjarna fyrir nýjan Landsspítala um einn og hálfan milljarð og verða 2,8 milljarðar. Elli- og örorkulífeyrir einstaklinga sem búa einir verður hækkaður úr 280 þúsundum í 300 þúsund og hámarks fæðingarorlof úr 500 þúsundum í 520 þúsund krónur svo eitthvað sé nefnd. Þá hækkar frítekjumark fólks á ellilífeyri úr 25 þúsund krónum á mánuði í 50 þúsund krónur. Stefnt sé að því að frítekjumarkið hækki í 100 þúsund krónur á mánuði á kjörtímabilinu.Á myndinni hér fyrir ofan sjást síðan dæmi um útgjöld á hver íbúa landsins til einstakra málaflokka. Langmest fer til heilbrigísmála eða rúm 333 þúsund, 216 þúsund á hvern íbúa til málefna aldraðra, rúm hundrað og sextíu þúsund til greiðslu örorkulífeyris og tæp hundrað þúsund í samgöngumál. Alþingi Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna verður ekki hækkaður um mitt næsta ár eins og til stóð, heldur hækkar hann hinn 1. janúar árið 2019. Fjármálaráðherra segir megináherslu á að auka framlög til heilbrigðis, velferðar og menntamála, sporna gegn þenslu og varðveita kaupmáttaraukningu undanfarinna ára. Fjárlög næsta árs verða þau fimmtu í röð sem afgreidd verða með afgangi en áætlað er að afganur á næsta ári verði 44 milljarðar króna. Áður en lengra er haldið er fróðlegt að skoða hvaðan tekjur ríkissjóðs koma og í hvað þær fara. Heildartekjur ríkissjóðs á næsta ári eru áætlaðar 822 milljarðar. Virðisaukaskatturinn skilar ríkissjóði mestum tekjum á næsta ári eða 29 prósentum af heildartekjunum. Tekjuskattar einstaklinga standa undir 25 prósentum af tekjunum, tryggingagjöld tólf prósentum og skattar á fyrirtæki 11 prósentum. Aðrir tekjupóstar eru allir í eins stafs tölu. Stærstur hluti útgjalda ríkissjóðs fer í félags, húsnæðis- og tryggingamál eða 26 prósent, 25 prósent fara til heilbrigðismála og 12 prósent til mennta og menningarmála. Sjö prósent fara síðan til greiðslu vaxta, eða 61 milljarður að frádregnum vaxtatekjumSegir stjórnvöld hvergi hopa „Við erum að nýta batann til þess að styrkja velferðarmálin, heilbrigðismálin og almannatryggingarnar. Það eru stærstu fréttirnar. Við erum hvergi að hopa,“ segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. Megináhersla fjárlaganna sé að þau sporni við þenslu er varðveiti mikla kaupmáttaraukningu á undanförnum árum Og þá komum við kannski að stærsta óvissuspilinu, kjarasamningum við stóra hópa opinberra starfsmanna sem eru framundan. „En þá erum við svo heppin að viðmælendur okkar eru sammála okkur um það að við eigum að líta á þetta sem samvinnuverkefni. Þar sem við nálgumst verkefnið af ábyrgð og ætlum að ná þeim árangri að viðhalda kaupmætti. Það er meginmarkmiðið og ég held að við séum öll sammála um það,“ segir fjármálaráðherra. Framlög til heilbrigðismála verða aukin um 4,6 prósent milli ára. Meðal annars hækka framlög til byggingar meðferðarkjarna fyrir nýjan Landsspítala um einn og hálfan milljarð og verða 2,8 milljarðar. Elli- og örorkulífeyrir einstaklinga sem búa einir verður hækkaður úr 280 þúsundum í 300 þúsund og hámarks fæðingarorlof úr 500 þúsundum í 520 þúsund krónur svo eitthvað sé nefnd. Þá hækkar frítekjumark fólks á ellilífeyri úr 25 þúsund krónum á mánuði í 50 þúsund krónur. Stefnt sé að því að frítekjumarkið hækki í 100 þúsund krónur á mánuði á kjörtímabilinu.Á myndinni hér fyrir ofan sjást síðan dæmi um útgjöld á hver íbúa landsins til einstakra málaflokka. Langmest fer til heilbrigísmála eða rúm 333 þúsund, 216 þúsund á hvern íbúa til málefna aldraðra, rúm hundrað og sextíu þúsund til greiðslu örorkulífeyris og tæp hundrað þúsund í samgöngumál.
Alþingi Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira